Akranes - 01.05.1950, Side 18
Móðir Halldóru og kona Ólafs, var Mar-
grét Þorsteinsdóttir frá Hofsstöðum í
Hálsasveit. Systkyni Halldóru:
a. Sigriður Ólafsdóttir, er giftist Sigur-
þór Ólafssyni trésmið, bróður sr. Ólafs
frikirkjuprests.
b. Ólafur Ólafsson á Sólmundarhöfða,
drukknaði af kútter Emilíu. Kona hans
var Sigríður Sigurðardóttir frá Mið-
vogi. Þeirra dóttir Guðlaug, Blöndu-
hlíð 2 7 í Reykjavík, gift Ingólfi Helga-
syni frá Höfðavík.
c. Jón Ólafsson, hans dóttir er Marta,
kona Guðmundar Einarssonar í Ný-
borg hér og Ólafur, búsettur í Reykja-
vík.
Hálfbróðir Halldóru (samfeðra) var og
Hannes Ólafsson, er drukknaði af kútter
Emilíu. Hans kona Helga Jónsdóttir, ætt-
uð vestan úr Mið-Dölmn, — síðar í Sjó-
búð og víðar, nú í Reykjavik. Þeirra dæt-
ur voru tvær. Ragnheiður gift kona í
Reykjavik, og Kristín, er býr með móður
sinni.
Halldóra Ólafsdóttir fyrrnefnd, hefur
ætíð átt hér heima. Fyrri maður hennar
var Jón Einarsson, frá Miðfelli á Hval-
fjarðarströnd. En áðm- en hún giftist Jóni,
átti Halldóra barn með manni þeim er
Tómás hét, og var ættaður úr Hafnarfirði.
Hún heitir Margrét. Var fyrr gift Guð-
geiri Jónssyni, er getið var lítilega í sið-
asta blaði. Síðan giftist hún Páli Guð-
mundi Jónssyni og fluttist með honum til
Ameríku. Búa þau nú vestur á Kyrrahafs-
strönd, þar sem Páll er bakari og brauð-
gerðarhúseigandi, en jafnframt prestur.
Þau eiga eina dóttur, Dóru, sem gift er
enskum manni, sem líka er bakari.
Síðari maður Halldóru Ólafsdóttur, var
Halldór Gíslason Haifnfirðingur. Halldór
var um mörg ár vinnumaður hjá Árna
Árnasyni og Guðrúnu Ingjaldsdóttur í
Gerðrnn. Þau Halldór og Halldóra voru
saman í 19 ár, en hann andaðist 28. ágúst
1930.
Halldór Gíslason var dáðríkur maður
og dyggur. Vinátta hans var engin hálf-
velgja, umtalsfrómur og saklaus maður,
sem engum ætlaði illt. Hann beinlínis
trúði á konu sína og var henni góður í
samræmi við það. Halldór var óvenjulega
viljugur maður, og langaði til að gera öll
um gott.
Halldóra Ólafsdóttir, er greind kona,
dugleg og vel verki farin.
Ó5. Réttarkot — Réttarhús.
Bærinn er gekk undir báðum þessum
nöfnum, er byggður af Isak Jónssyni,
(bróður Lofts í Götu), er fyrst getið í
manntalinu í des. 1877 og því vafalaust
fyrst byggður það ár. Isak er þá talinn
30 ára og bústýra hans, Ingveldur Dani-
elsdóttir 27 ára. Þau giftust árið 1879.
Árið 1876 eru þau Isak og Ingveldur á
Sýruparti. Ingveldur var dóttir Daníels
í Nýlendu og systir Þorsteins Daníelsson-
ar á Sýruparti. Ingveldur deyr 19. júli
1882. Þau Isak áttu eina dóttur, Margréti.
Hún fluttist síðar til Reykjavikur og gift-
ist þar Pétri Pálssyni skrautritara og mál-
ara. Pétur Pálsson var fæddur á Eiði i
Hestfirði í Norður-lsafjarðarsýslu 17. jan.
1877. Faðir hans var Páll formaður An-
drésson, en móðir Péturs var Steinunn
Magnúsdóttir. Forfeður Péturs munu
margir hafa verið listfengir smiðir og
ágætir skrifarar og skáld. Um tvitugt fór
Pétur til Reykjavíkur og lærði eitthvað
dráttlist hjá Benedikt Gröndal skáldi og
listamanni. Þá lagði Pétur og stund á
málaraiðn, og gerði það að atvinnu sinni,
sérstaklega á sumrin. Pétur var stilltur
vel, dulur og ákaflega hóvær og auðmjúk-
ur maður. Hann var vel skáldmæltur, al-
vörugefinn maður og hreinlundaður. Ár-
ið 1929 gaf hann út ljóðabókina Burkna.
Margrét Isaksdóttir var fínleg kona,
þrifin og myndarleg og hin bezta hús-
móðir. Börn þeirra Péturs og Margrétar
voru þessi:
1. Oddur Stefán, kvæntur Fanney Ingi-
mundardóttur. Þeirra börn, Edda og
Viðar.
2. Svafa Guðlaug, gift Ársæli Kjartans-
syni, trésmið. Þeirra sonur Pétur Óskar.
3. Pétur, dó ungur.
Pétur skrautritari Pálsson andaðist 15.
maí 1938, en Margrét kona hans 25. apríl
1948.
Eins og sjá má hér að framan í sam-
bandi við Mýri, átti ísak barn með Odd-
nýju Jóhannesdóttur, Eileif, formann á
Lögbergi. Síðustu ár ævinnar bjó Isak
lengi á Háteig hjá Ingibjörgu Guðmunds-
dóttur, sem að nokkru leyti ól Eileif upp,
og þar andaðist Isak 11. desember 1910,
þá talinn 66 ára gamall.
I Réttarhúsum bjuggu eftir þetta m. a.
Björn Ólafsson, síðar í Staðarhöfða. Sig-
urður Sigurðsson, síðar á Sigurðsstöðum
og Gísli Daníelsson. Kotið mun hafa farið
í eyði 1895. Þykir mér sennilegt að upp
úr því hafi Isak byggt pakkhús það er
hann átti lengi á Háteig.
66. Litlibakki.
Þessa býlis er fyrst getið í manntali í
desembei 1877, og hefur þvi vafalítið ver-
ið reist þetta ár. Þar byggir fyrst Helgi
Sveinsson, frá Innsta-Vogi, bróðir Árna
í Garðbæ, Narfa á Mel og þeirra systkina.
Helgi var tvíkvæntur. Fyrri kona hans
var Margrét Sigurðardóttir, ekkja eftii
Guðmund Oddsson bónda í Innsta-Vogi.
Réðist Helgi til hennar fyrir ráðsmann,
og giftust þau síðar. Margrét þessi mun
hafa veiið systir Ingibjargar, konu Erlend-
ar í Teigakoti. Við manntalið í des. 1877,
er þetta fólk á Litlabakka:
Helgi Sveinsson 28 ára, Margrét Sig-
urðardóttir kona hans 50 ára og eftirtalin
börn Margrétar og fyrri manris hennar
Oddur Guðmundsson 24 ára. barna-
kennari hér, og sá sem fyrstur byggði
Oddsbæ.
Halldóra Guðmundsdóttir 18 ára, síða.'
kona Odds í Presthúsum.
Þórður Guðmundsson 14 ára.
Sigþrúður Guðmundsdóttir 11 ára.
Guðmundur Guðmundsson 9 ára.
Guðmundur þessi Oddsson fyrri maður
Margrétar, mun hafa verið ættaður frá
Söndunum á Hvalfjarðarströnd. Einn sona
þeirra var Vilhjálmur Guðmundsson org-
anleikari hér, sem fyrstur byggði Neðri-
Teig, faðir Lúðvíks skipstjóra og þeirra
systkina. Þau Helgi á Litlabakka voru ekki
lengi saman, því Margrét andaðist 9. mai
1878.
Hinn 25. október 1879 kvæntist Helgi
siðari konu sinni Guðnýju lónsdóttur.
Hún var systir Þuríðar í Króki, Halldórs,
föður sr. Jónmundar Ilalldórssonar og
Guðrúnar, konu Sigurðar Jónssonar járn-
smiðs hér i Hoffmannshúsi, og fyrr og
síðar i Reykjavik. Þessi voru börn Helga
á Litlabakka og Guðnýjar:
1. Margrét, kona Guðjóns Tómássonar frá
Bjargi. Þeirra verður síðar getið í þess-
um þáttum, og hefur verið getið hér
áður í blaðinu.
2. Sigurmundi, er átti Sigríði Sigurðar
dóttur frá Sigurðsstöðum. Þeirra sonur
Óskar, ókvæntur, (en á einn son Sigur-
munda að nafni). Sigurmundi Helgason
drukknaði af fiskiskipinu „Svanur“
1912.
3. Jón Bjarni Helgason, nú kaupmaður, á
Vesturgötu 27 í Reykjavík. Jón Bjarni
er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var
Carlotta Albertsdóttir bónda frá Páfa-
stöðum í Skagafirði. Hún er dáin fyrir
nokkrum árum. Þeirra börn: Alrún
Guðný, Sveinn, Leifur og Jón Ragnar.
Seinni kona Jóns er Ólöf Guðjónsdóttir
frá Eskifirði. Eiga þau eina dóttur, er
heitir Guðný Kristín.
Helgi Sveinsson mun hafa verið ráðs-
maður hjá sr. Einari Friðgeirssyni á Borg
þegar hann drukknaði, á leið úr Borgar-
nesi 8. febrúar 1897. Var hann formaður
á skipinu og hafa verið á leið til Reykja-
víkur með rjúpu. Uum þetta ferðalag
Helga, hef ég heyrt þessa sögu: Kvöldið
áður en þeir lögðu af stað í þennan síð-
asta túr, er sagt að piltarnir hafi verið
með gleðskap nokkurn, þar sem þeir voru
samankomnir á einum stað, spiluðu og
voru kátir. Hafi Helgi þá komið þar að
og sagt við þá: „Skemmtið þið ykkur pilt-
ar minir, því þið gerið það ekki annað
kvöld“. Þeir drukknuðu allir daginn eftir.
Þegar Helgi féll frá, var hann í undir-
búningi með að byggja timburhús á Litla-
bakka. Af því varð þó ekki fyrr en 1903.
66
A K R A N E S