Akranes - 01.09.1950, Síða 3
Hún var kölSuð í æsku
i.
ÉR VAR í stuttri heimsókn átt-
ræð kona Steinunn Jóhannesdóttir
Hayes (f. 19/t 1870), sem dvalið hefui-
fjarri ættjörð sinni frá 16 ára aldri, —
að undantekinni 10 daga heimsókn 1909.
— Tvennt vakti sérstaka athygli mína, er
ég í fyrsta sinn hitti þessa konu og tal-
aði við hana. Hve ern hún er, og svo hitt,
að hér er áreiðanlega talað við hámennt-
aða konu, lífsreynda og um fram allt lít-
illáta. Svo látlausa konu og langt frá þvi
að vilja láta bera á sér og sínum afrekum,
að fátítt mun vera. Þetta samtal átti sér
stað á hinu ágæta heimili systur Stein-
unnar, frú Jóreiðar, dóttur hennar, og
tengdasonar.
ÍJr prestakalli Hallgríms.
Þær systur eru fæddar á Eystra-Mið-
felli á Hvalfjarðarströnd. Foreldrar þeirra
voru: Jóhannes Jónsson, bóndi þar, frá
Jörfa á Kjalamesi og kona hans, Ellisif
Helgadóttir frá Stóra-Botni á Hvalfjarð-
arströnd, en þær munu i föðurætt vera
6. liður frá Hans Khngenberg á Krossj.
Börnin voru alls 8, en aðeins þrjár systur
komust til fullorðinsára, en fimm létust
á barnsaldri, — i'lest eða öll úr barnaveiki.
— Stúlkurnar, sem upp komust voru:
1. Ragnheiður, sem hér var um tugi ára
í Deild, hjá Ólafi Ólafssyni og dó þar.
2. Steinunn, sú sem hér var rætt við.
3. Jóreiður, ekkja eftir Jósef Jósefsson á
Eystra-Miðfelli.
Draumurinn dásamlegi.
Steinunn var þegar á barnsaldri nám-
fús og næm. Henni voru snemma kenndar
bænir, einnig að lesa og las þegar allt,
sem hún gat náð í. Hún las guðsorðabæk-
nr, ljóð og sögur, fagurfræði, náttúm-
AKRANES
fræði og landafræði. I heimahúsum lærði
hún að lesa, einnig kver og biblíusögur.
En það sýnir bezt löngun hennar til frek-
ara náms, að hún fékk þvi framgengt, að
mega sækja tíma til stúdents, sem þá bjó
hjá móður sinni á Vestra-Miðfelli, — það
var Eiríkur Gíslason, sem síðar varð merk-
ur klerkur, — en örskammt er milli bæ]-
anna. — Þar lagði hún megin áherzlu á
skrift og reikning. Það mun hafa verið
fátítt á þeim tímum, að konur fengju
tækifæri til lærdómsiðkana. Þegar Stein-
unn gekk til prestsins, sr. Þorvaldar í
Saurbæ, sló hún heldur ekki vindhöggin,
þvi að samhliða munnlegu námi, nam
hún saumaskap hjá prestfrúnni, Sigríði
Snæbjamardóttur. Þá viðhafði sr. Þor-
valdur þau orð, að gaman væri að kenua
Steinunni.
Þegar Steinunn var aðeins fjögra ára
dreymdi hana draum, sem livort tveggja
í senn var merkilegur og dásamlega fai-
legur. Má telja vist, að hér hafi verið
um vitrun að ræða, sem beinlínis liafi
lagt grundvöll að öllu lífi -hennar, starfi
og hamingju. Draumui'inn er svona:
Henni þykir sem hún gangi út úr bæn-
um, snúi sér Lil austurs og signi sig. Er
hún hafði gert það, opnast augu hennar
„Musteri Himinsins“, Peking. — Um margur
aldir höfuðhelgidómur stærstu Jijóðar veraldar
IX. árg. Sept. — okt. 1950'— 9.—no. tbi
Útgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaSur:
ÓLAFUR B. BJÖRNSSON
. Afgreiðsla: Miðteig 2, Akranesi,
PRENTAÐ 1 PRENTVERKI AKRANESS H.t.
fyrir umhverfinu og dásemdum loftsins.
Það var skýjað, — en bjart undir — og
að baki þeirra. I sama mund sér hún
mikinn fjölda fólks svífandi i skýjunum,
— heila herskara. — Sýndist henni þetta
skýrast smátt og smátt og færast nær, —
en í áttina til norðurs, — en stöðvast sem
næst hánorðri. Er sýnin hafði stöðvast,
— og var þá tiltölulega nærri, — sér hún
frelsarann skýrt og greinilega í hmu
mikla mannhafi. Hann horfir á hana, og
segir með yndislegum rómi: „/ dag skaltu
njóta nýrrar gleði‘“. Draumurinn var
ekki lengri. Honum var ekki haldið á lofti,
og foreldrarnir réðu drauminn þannig, að
annað hvort væri Steinunn feig eða a. m.
k. ætti hún ekki langt líf fyrir höndum.
II.
Eins og stjórnað.
Þegar lífsferill einstakra manna er ct-
hugaður, er eins og ómögulegt sé að kom-
ast hjá þeirri hugsun, að út líti fyrir, að
þvi hafi verið stjórnað af ósjoiilegri liönd.
Það er eins og eigin vilji og áform hafi
ekkert megnað um að víkja því íir fyrir-
fram ákveðnum farvegi. Það er stundmn
eins og hlutaðeigandi hafi engar áhýggj-
ur af því að velja og hafna, eða taka á-
kvarðanir. Það er eins og þetta komi allt
af sjálfu sér, stig af stigi. Eins og honum
sé stjórnað, án þess hann viti af.
Eitthvað líkt þessu finnst mér þvi vera
farið um Steinunni Jóhannesdóttur. Þeg-
ar hún er spurð um tildrög til eins eða
annars, segist hún nú eiginlega ekki vita
um beinar orsakir. Stundum bj^ggist svar-
ið vitanlega á varfærni þessarar víðförlu
konu og meðfæddri hógværð, því að manni
finnst, að allt, sem henni viðkemur. —
og færa mætti henni til gildis, — vilji
hún helzt láta þögnina geyma.
Af því, sem fyn' var sagt, mun Stein-
unn hafa verið óvenjulega vel menntuó,
miðað við ungar stúlkur á þeim thna. -—
Þegar hún var 16 ára, greip hana löngun
til að menntast enn meira cg sjá eitthvað
af hinni víðu veröld. Þá þurfti meira en
að áforma slíkt, en fyrir járnvilja þraut-
seigrar sálar verður flest undan að láta.
Ekki langaði Steinunni til neins sérstaks
lands öðru fremur, og utan lands átti hún
99