Akranes - 01.09.1950, Page 10

Akranes - 01.09.1950, Page 10
um 13—71 árs við komu, þeir hafa komið úr öllum sýslum landsins. Langflestir úr Reykjavík, eða 42%. Akureyri, Isafirði og Hafnarfirði 6% frá hverjum stað og svo ifrv. Flestir vistmenn hafa komið hingað beint af hælum eða sjúkrahúsum, þannig hafa 93 komið frá Vífilsstöðum 19 frá Kristnesi 19 frá öðrum sjúkrahúsum og 32 úr heimahúsum. Flestir vistmanna höfðu háð langa og erfiða baráttu, til þess að öðlast þá heilsu er þeir höfðu við komu. — Þannig höfðu 94 þeirra fengið skurðaðgerðir vegna lungnaberkla, þar af 14 beggja vegna. 39 höfðu loftbrjóst, 29 rifjaskurð, 7 höfðu loftbrjóst beggja megin, g rifjaskurð öðru megin, 3 lo'ftbrjóst hinu megin, en 2 rifja- skurð og plombu. Vistmenn höfðu veiki í um það bil 8 ár að meðaltali við komu, og verið 2var á hæli. Þeir komu úr 20 at- vinnugreinum, langstærsti hópurinn verkamenn og konur 61. Sjómenn 18, verzl-., skrifstofu- eða afgreiðslustörf 14, húsmæður 14, ýmis konar nemendur 9, saumakonur 9, sjúkl. frá bamæsku 6 osfr. Frá fyrstu tíð hafa umsóknir um dvöl hér verið fleiri en hægt hefur verið að sinna, þar áf leiðandi hefur stöðugt orðið að velja þá úr, sem höfðu mesta þörf fyrir dvöl hér. Þetta hefur verið gert með að- stóð og í góðri samvinnu við lækna, hæla og berklavarnastöðva. — Þeir haf fyrst og fremst verið teknir, sem við burtför af hælunum hafa verið algjörlega heimilis- lausir einstæðingar og þar af leiðandi ó- hæfir til þess að sjá sér farborða af eigin ramleik og einnig þeir, sem að dómi lækna höfðu ótryggasta heilsu, og þar sem um raunverulega tilraunaútskrift af hælunum er að ræða. Þannig er hér um úrval að ræða. Það er úrval þeirra af útskrifuðum sjúklingum, sem líklegastir eru til þess að veikjast aftur. Þetta er nauðsynlegt að hafa í huga, þegar athugaður er árangur af verunni hér. Samkvæmt reglugerð Vinnuheimilisins er vistmönnum við komu, skipt í 3 flokka. I. flokkur eru þeir sem eru að útskrifast af hælum, hafa fengið bata, en dvelja hér takmarkaðan tíma til vinnuþjálfunar og náms. II. fl. eru chroniskir berklasjúkl- ingar, sem þrátt fyrir langa hælisvist hafa ekki fengið verulegan bata, og eru enn smitandi að minnsta kosti á köflum. III. fl. eru þeir, sem eru öryrkjar, venjulega lífstíðaröryrkjar vegna gamallar berkla- veiki, en sjúkdómurinn ekki virkur. Frá upphafi hafa komið hér 95 vist- menn af I. fl., 46 af II. ifl. og 18 af III. fl. Viðstofnun Vinnuheimilisins var því falið það hlutverk að bæta hag berkla- sjúklinga. Ég vona að ekki þurfi að efast um að sú hafi reyndin orðið að verulegu leyti. Vinnuheimilið hefur reynst þess megnugt að taka til sín til dvalar þá berklasjúklinga sem voru algjörlega vega- 106 lausir við útskrift af hælunum. Með því að taka við fólki af hælunum, sem annars hefði þurft að dvelja þar lengri tíma, hefur verið rýmt fyrir nýjum sjúkl- ingum, sem þess vegna hafa átt þess kost, að komast fyrr en ella undir hendur okk- ar beztu sérfræðinga. Vistmenn Vinnuheimilisins, þeh’ sem þörf og áhuga hafa, eiga þess kost að fá bæði verklega og bóklega kennslu. Þessi starfsemi hefur farið vaxandi og náði há- marki á síðastl. vetri með fullkominni iðn- fræðslu. Frá fyrstu tíð höfum við gert okkur far um að skapa öllum vistmönnum viðun- andi aðbúð, það ásamt afskammtaðri vinnu á að tryggja það svo sem unnt er, að sá bati sem fengizt hefur á hælunum verði varanlegur. Samkvæmt reglugerð Vinnuheimilisins skulu vistmenn því aðeins útskrifaðist, að þeir hverfi að sæmilegri aðbúð. Þetta gild- ir þó ekki ef vistmaður fer samkvæmt eigin ósk. Eins og sjá má af flokkun þeirri er áður er getið, eru það helzt vistmenn af I. flokki, sem útskrifast héðan. 54 af jieim flokki hafa útskrifast. Eftir 2,4 ár að meðaltali er ástand þeirra þannig: 48 eru vinnandi, 4 veikir á hæli og 2 dánir. Flestir þeirra sem eru veikir eða dánir hafa útskrifast beint á hæli héðan. Þeir, sem eru vinnandi, búa flest-allir við mjög sæmilega aðbúð og mjög margir tekju- hærri en áður en þeir veiktust. I mörgum tilfellum höfum við sjálfir orðið að sjá um vinnu og húsnæðisútvegun. — Þetta hvortveggja er merkilegt framtíðarverk- efni, þvi til þess að stofnunin geti náð til- gangi sínum, verður að vera hægt að út- skrifa vistmenn og rýma fyrir nýjum“. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Það, sem hér hefur verið að unnið og uppbyggt, og nú um skrifað í of stuttu máli, gefur tilefni til margvíslegra spurn- inga og frekari heilabrota. Hér er tiltölu- lega fámennur hópur að verki. Hér er hugur og hönd að sífelldu staríi, þar sem hver og einn, sem fremstir fara, virðast beita allri orku sinni, af hug og sál. Enda þótt allur „herinn“ sé vel æfður og skipu- lagður og hver liðsmaður vinni starf sitt mjög vel, er hér, sem annars staðar, þar sem unnin eru hliðstæð afrek, að mest mæðir þetta á fáum mönnum og stendur og fellur með þeim, sem fremstir fara. — Allur ferill þessarra ungu samtaka mun sanna án nokkurn hiks eða mistaka, að frá fyrstu tíð hafi hér með ráð farið hinir slyngustu menn, þar sem einn hefur bætt annan upp og allir hafa að unnið af óvenjulegri fórnfýsi og samhyggju. Þar, sem enn a. m. k. hefur algerlega verið komizt hjá klíkuskap og sérhagsmuna togstreitum af hvers kyns uppruna. — 1 forystu hafa verið svo þroskaðir menn og víðsýnir, að þeir hafa enn komizt hjá að steyta á þessum hættulegu skerjum i víð- tæku félagsstarfi. Fylgir Reykjalundi á- fram sú mikla blessun og gifta, sem það má veita slíku starfi sem þessu. Um þetta eiga allir þeir, sem til þessa hafa leitt þessi samtök og þetta mikla verk, óskilið mál. En þótt svo sé, er vart hægt að efast um, að einn maður eigi þar meiri þátt í heild en nokkur einn maður ann- ar. Það er maðurinn sem mest mæðir á í Reykjalundi á svo marga vegu, Oddur Ölafsson, læknir heimilisins. Hann er eini læknir þessa fjölmenna vistmanna- heimilis, þar sem fáir eða engir eru ifull- hraustir. Auk þess er hann ráðsmaður þessa stóra heimilis. Hann hefur verið innkaupastjóri alls þess sem keypt hefur verið inn. Þar til 1949 var hann einnig framkvæmdarstjóri iðnrekstursins að öllu leyti, en síðan er Árni Einarsson með- framkvæmdarstjóri á þvi sviði, eins og sagt hefur verið hér á öðrum stað. Þegar rætt er við Odd lækni um þessi efni, tekur hann oft fram, og leggur mikla áherzlu á, hve verkstjórar sínir séu góðir og samvinna við þá með afbrigðum góð. Þessi lestur þarf ekki að vera lengri til þess að spyrja sjálfan sig, hvert ofurmenni sé hér á ferð. Ég þekki manninn lítið, en ég sé hvað hér hefur verið að gerast með ýmissa annarra óvenjulegri aðstoð undir hans handleiðslu á þvi sviði, sem ég hef hér minnzt á. Og ég hef heyrt álit og um- sagnir meðstarfsmanna hans ýmissa, á honum og starfi hans. En þótt ég viti ekk- ert um uppeldi hans, sýnist mér upplag hans og afrek hér benda á, að með sanni megi heimfæra upp á hann fyrirsögn þessa kafla, að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Móður-faðir hans og afi Odds læknis var hinn nafntogaði, gagnmerki klerkur úr Grindavík sr. Oddur V. Gísla- son. Hann var um flesta hluti afburðar- maður. Glæsimenni, góður klerkur og kennimaður, kappsfullur formaður, glögg- skyggn á hættur og vamir gegn þeim. Sr. Oddur mun hafa verið sá fyrsti, sem kenndi mönnum nýtízku bræðslu á þorska- lifur. En lengst mun nafn hans li'fa fyrir atorku hans og eldlegan áhuga í því, að leiðbeina þjóðinni um hvers konar slysa- vamir á sjó. Þar sem hann ferðaðist um landið, gaf út blöð og bæklinga um þetta efni, og vann að þessu mikla áhugamáli sínu og nauðsyn alþjóðar með öllum hugsanlegirm ráðum. Einnig fékkst sr. Oddur við lækningar, sérstaklega í Amer- íku, eftir að hann fluttist vestur. Efalítið má telja, að margt finnist það í fari yngra Odds, sem bendir til skyld- leikans, og ef að líkum lætur á hann margt og mikið eftir að vinna í þarfir þessa mikla máls, sem hér hefur verið gert að umtals- e^n*’ Framh. í nœsta bláði. AKRANES

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.