Akranes - 01.09.1950, Síða 12
Lárus Sigurbjörnsson.
greinar, að rauði þráðurinn — í sögurn
og sögnum, leik og list - lifir góðu lífi,
og er stöðugt haldið við frá lcynslóð til
kynslóðar, með framsagnarlist eða af-
skriftum. Þrátt fyrir hin ótrúlega erfiðu
kjör og öll ytri skilyrði.
Sýnishorn úr „B(dias þætti“.
Belialsþáttur, sem varðveitzt hefur í is-
lenzkri uppskrift, er gott sýnishom helgileika
frá miðöldum, sem venjulegast eru nefndir
málsóknir Satans (í eint.: Processus Satanae).
Frummynd þeirra má ef til vill rekja til reglu-
legrar málsóknar, sem fór á undan við há-
tíðlega athöfn páfakirkjunnar nær dýrlingur
var tekinn á skrá. Slíkar athafnir em kunnar
allt frá dögum Alexanders páfa þriðja (1159
til 1182). Hefur djöfullinn þar sinn ákveðna
málflutningsmann (advocatus diaboli) líkt og
fram kemur í þættinum. Svipað réttarfarslegt
þras kemur fram í gamalli þýzkri skræðu,
sem venjulegast er nefnd ..Réttardeilan milli
dauðans og mannsins", en þangað má leita
frummyndar sjónleika á borð við „Sérhver",
sem siðari tíma skáld hafa fært í búning, sem
er aðgengilegri nútíðarmönnum.
Sýnishorn úr Belialsþætti geta aldrei gefið
nema litla og óljósa hugmynd um innihald
þessa merkilega „leiks“. Þýzkur fræðimaður
segir svo um þá gerð leiksins, sem kunn er á
meginlandinu: „Oss dugir ekki að líta á þetta
(málsókn Belials á hendur Kristi) sem háð.
Því að jafnvel þar sem vömin fyrir mann-
kynið nálgast ao vera lagakrókar, styðst fram-
setningin við þá gömlu trúarvissu, að um síðir
verði leikið á fjanda mannkynsins, djöfulinn“.
(Dr. R. Stintzing). Það er sönnu nær, að til-
gangur höfundarins hafi verið sá, að sanna á
skólatízkan hátt, að Kristur hafi i raun réttri
brotið vald djöfulsins á bak aftur og hrifið
alla syndara frá honum um tima og eilífð.
Hitt er annað mál, að þessi aðferð litur nokk-
uð bamalega út i augum nútiðarmanna.
Um höfundinn og hina islenzku þýðingu
visast til þess, sem ég hef hripað niður í for-
málsorðum að „Islenzk leikrit 1645—1946“ i
Árbók Landsbókasafnsins 1945, en þess vil ég
geta, að Hið íslenzka fræðafélag í Kaupmanna-
höfn hefur samþykkt að gofa Belialsþátt út i
smáritasafni sinu á næstunni.
L. S.
(I. Partur.) Fyrsta atriði
leiksins.
HERÖLDINN* gengur inn og talar
svo: Þér góðir herrar. Verið kyrrir
um litla stund, svo skuluð þér íá að heyra
eitt fagurt og lystilegt spil. og þar að
auki allra handanna fagrai málsgreinar,
hverjum meistaralega er sundur skipt í
fimm parta, um Belial, sem er stjórnari og
umboðsmaður alls Helvítis, og hefur tekið
sig upp á móti Jesú Kristó vorum einka
frelsara, hver að gerir fullmektugan Mós-
es sig að forsvara, eftir hað hans guð-
dómlega Maistet hafði fangaö og bundið
Djöfulinn og til grunns mðurbrotið hans
*) Kallarinn. '
Fjallci-Eyvindur: Halla og Kári, Inga Þórðardóttir og Róbert Arnfinnsson.
108
Nýársnóttin: Áslaug $
riki og port Helvítis. Þetta vildi Lucifer
ekki líða, heldr.r lét hann stefna Jesú
Kristó fyrir lög cg rétt, og skyldi dómur- ,
inn ágerast um svoddan: Hvort honum
væri gefið það veldi eður makt, að hann
mætti leggja i eyði og niðurslá hans ríki
og svo mótþróanlega opna og uppljúka þar
öllum lásum leyfislaust og á móti öllum
lögum. Að síðustu heimtar og krefst hann
öldungis, að bann uppbyggi aftur það
helviska ríkið, svo sem það var áður fyrn,
þess utan allnn hans skaða' og kostnað.
Þar fyrir lætur hann stefna honUm fynr
réttinn og vill sækja þetta mál allt með
dómi. Líkavel þá tjer hann sökina og sína
klögun, svo sem þér seinna skuluð fá að
heyra meira. En verið kyrrir, og sitjið
með spekt og rósemi, þá skuluð þér fá að
heyra fagrar málsgreinar, sem að útdregn-
ar eru af þeirri bók, sem biblía heitir, af
gamla og nýja testamentinu, með hverj
um báðir partar verja og forsvara sig, þó
að Belial falsklega umsnúi skriftinni í +
mörgum stöðum, svo sem þér skuluð fá
að heyra af þeim sjálfum.
Þegar kallarinn hefur þannig rakið efni
leiksins í stórum dráttum, „hleypur Luci-
fer inn í leikinn með sínum helvízka 1
skara,“ og tilkynnir, að hann hafi komið
því til leiðar, að Gyðingar hafi líflátiö
„Jesús Maiiuson“. Verður nú fögnuður
meðal djöflanna, en þeir eru nafngreindir:
Satan, næstur að virðingu við Lucifer og
eftir því sem helzt verður séð, ráðgjafi
hans,Belial og Astaroth, eins konar djöf-
ullegir málafærslumenn og Beelzebub og
Belphagor heldur lítilfjörlegir sendidjöfl-
ar. Djöflunum kemur saman um, að Hel-
víti verði of lítið, þegar hinn mikli fjöldi
Guðinga og þeirra fylgifiskar komi þang-
A K R A N E á