Akranes - 01.09.1950, Síða 17
Olafur B. Bjömsson
Þœttir úr sögu Akraness, V. 29
HVERSU AKRANES BYGGBIST
4. kafli. — 1870—1900. — Byggingar batna.
70. Oddsbœr, frh.
hér í Canada að ná til nauðsynlegra heim-
ildarrita um svona löguð íslenzk efni. —
Auk þess virðist mér sá siður vera hér að
ryðja sér til rúms, einkum hjá hinni yngri
kynslóð, að vita sem minnst um það, sem
gerst hefur á ættlandinu okkar gamla Is-
landi, þó oss finnist hrein ættjarðarást
hjá ýmsum hinna eldri og meira hugs-
andi manna, en hjá miklum meirihluta
hinna, virðist, að langt of mikið prjál,
stefnuleysi og hugsunarleysi um flest ann-
að en að sýnast, er kappið til þess svo
mikið í þessa áttina, að menn gefa sér
ekki tíma til að líta til baka yfir það, sem
gerst hefur á undanförnum árum. Mætti
þó margt af því læra. Getur verið að ég
sé orðinn of bölsýnn af elli, en ekki er
mitt að segja um það. Þó væri betur það
væri svo.
Þetta er eiginhandarrit mitt, skrifað
1884, var ég þá á Akranesi á Islandi, en
ég fór þaðan 1887 til Canada, og hætti bá
við það, svo það er eins og ég skildi við
það 1884 — ófullgert, — en nú er árið
1913, og ég ófær til allra verka, bæði fyrir
elli-sakir og á'fall, sem ég hef orðið fyrir
á heilsunni og ástvinamissir, þó ég eigi
nóg fyrir mig til að lifa af. Yona ég að
lifa ekki lengur en það endist, er líka orð-
inn nógu gamall, fœddur 1852“.
Næst kemur að Oddsbæ hinn dugmikli
formaður, Björn Ölafsson, bróðir Guð-
mundar i Mýrarliolti og Sesselju i Innsta-
Vogi. Kona hans var Melkjörína Sigriður,
dóttir Jóns Guðlaugssonar frá Götuhúsum.
Byggðu þau Oddsbæ upp að nýju. Við lát
Björns Ölafssonar, 16 nóvember 1890, orti
Jónatan Þorsteinsson síðast á Vatnshömr-
um eftir hann, en þar í er þetta erindi:
„Nú er fallinn Fróns að velli
firna herkinn sjós að verkum,
hetju maki hreint einstakur
huga sem lét aldrei bugast.
Það var Bjöm, sem beitti vömum
bezt með drengjum líf svo fengju,
þegar IJoffmann heljar offur
hlaut að verða á Skekkils-brautum“.
Björn var aðeins 33 ára er liann féll
frá. Árið 1893 byggði ekkja hans sér lít-
inn bæ, Sigurvelli, — rétt fyrir ofan
Steinsstaði, — þar verður hennar nánar
getið og bama þeirra.
Sigríður lét svo sem ekki hugfallast, þótt
hún yrði að hrökklast frá Oddsbæ, er hún
missti mann sinn, og hefði ekki heilan
fót. Sigriður var framúrskarandi dugleg
ágætiskona, og vel að sér um saumaskap.
Árið 1892 kemur svo Einar Gíslason
frá Hliði að Oddsbæ og kona hans Guð-
laug Sigurðardóttir frá Jaðri. Þau eru þar
þangað til árið 1904, er þau byggðu Ak-
urprýði og flytja þangað, en þá fer Odds-
bær í eyði. 1 sambandi við Akurprýði
verður þeirra hjóna nánar getið.
71. Hjallhús.
Heyrt hef ég að þetta hús sé að stofni
til fiskhjallur, (með rimlum að neðan en
súð að ofan, og þannig byggður af Jóni
halta Sigurðssyni í Melshúsum, bróður
Ambjargar i Melshúsum, Péturs i Króki
og þeirra systkina). Hefur þetta sennilega
verið rétt eftir 1870. Að þetta sé rétt,
bendir þetta til, úr virðingabók hreppsins
1890: „Lítið timburhús 6x5 al. með hjall-
grind og skúr að utan. Lítil eldavél,
geymsla upp á loftinu“.
Hjall þennan kaupir Jón Helgason (hins
lipra frá Neðranesi) og gerir hann íbúðar-
hæfan, líklega rétt eftir 1880, því 1882
býr hann þar. Árið áður voru þau á Mel.
Kona Jóns Helgasonar, var Halldóra Vig-
fúsdóttir bónda á Grund í Skorradal, al-
systir Elínar á Jörfa. Eitt bam þeirra
hjóna er enn á lífi, Kristín, ekkja Guð-
mundar á Sigurðsstöðum. Jón Helgason
drukknaði hér á víkinni 30. október 1886.
Síðar giftist Halldóra, Sigurði Sigurðssyni
frá Sýruparti, og verður þeirra nánar get-
ið í sambandi við Sigurðsstaði.
Árið 1887 flytur Brandur Brandsson
að Hjallinum, frá Bjargarsteini í Stafholts-
tungum. Brandur er fæddur í Þingeyrar-
sókn, en kona hans Dýrfinna Eggertsdótt-
ir í Breiðabólstaðarsókn í Vesturhópi. - —
Vegna fátæktar þeirra urðu einhver átök
innan hreppsnefndarinnar, um hvort leyfa
skyldi þeim búsetu. Hallgrímur hreppstj.
dró þeirra taum, og sagði að ekki væri
vert að bola þeim í burt, sem vildu bjarga
sér sjálfir, því að þeir væru ekki of margir.
Hefur Hallgrimur sýnilega haft af því ein-
hver kynni eða sögusagnir, sem hann hef-
ur metið gildar. Böðvar kaupmaður lánaði
þeim 50 kr. til að kaupa hálfan Hjallinn.
svo að þeim yi'ði ekki bolað burt. Brandur
stækkaði svo húsið og gerði því til góða.
Brandur andaðist 27. júli 1903 aðeins /59
ára gamall. Hann var greindur og allvel
hagmæltm’. Ekkja hans og börn fluttu
héðan búferlum 1905, fyrst til Reykjavík-
ur og síðan til Hafnarfjarðar. Börn þeirra
voru:
1. Eggert, sem um langa hríð hefur verið
fisksali í Reykjavík. Hann mun líka
vei'a vel hagmæltur.
2. Kristján, sjómaður í Hafnarfirði. Hann
átti (fyrir konu, Guðbjörgu Þorláks-
dóttur, (systur Sigríðar, sem seinna
átti heima hér i Miðengi). Þau áttu
mörg börn.
3. Ragnheiður, sem giftist Guðmundi
Helgasyni frá Lambhúsum.
Síðan hafa ýmsir eignast Hjallhús, svo
sem Sigurður Sigurðsson frá Akrakoti og
Sumarlína Sumarliðadóttir frá Krossl. —
Sigurður bjó þar i nokkm ár. Hans afdrif
urðu hörmuleg, þvi hinn 13. janúar 1917
kafnaði liann þar inni af kolsýrureyk frá
lampa eða ofni, ásamt bústýru sinni
Jónínu Jónsdóttur. Hann 27 ára að aldri,
en hún 23 ára. Einnig Guðrún Sigríður
systir Jónínu. Þegar komið var þar að
læstum dyrum mn morguninn, var Sig-
urður dáinn, en þær báðar með lifsmarki.
Jónína mun hafa andast fljótlega. I kirkju-
bókinni er talið að Guðrún hafi andast
næsta dag, en kunnugt fólk úr næsta húsi,
minnir að hún hafi líka andast sama dag
og þau Sigmðm og Jónína.
Sonur þeirra Sigurðar og Jónínu var
hjá afa sínum i Akrakoti er þetta vildi til,
mun hann hafa fljótlega átt að flytjast
til foreldra sinna. Þessi sonur þeirra heitir
Sigmðm, og mun vera kvæntur og búsett-
ur á Húsavik.
Sumarlína var feikna harðger, dugleg
og vinnusöm kona, sem fyrr og seinna
vann baki brotnu fyrir börnum sínum,.
sem voru mörg. Sumarlína hafði áður búið
lengi á Krossi, með Sigríki Eirikssyni.
Sigrikur sonur þeirra Sumarlínu og Sig-
ríks á Krossi, fetaði þegar á barnsaldn
dyggilega í fótspor móðm sinnar um
vinnusemi og dugnað, enda var það Sum-
arlinu mikill styrkur i baráttunni fyrir
hennar stóra barnahóp. Faðir Sigríks á
Krossi var Eirikur Pálsson, sem lika bjó
lengi á Krossi. Mun hann hafa verið aí
Húsafellsætt. Faðir Sumarlinu var Sumar-
liði Gunnarsson, bróðir Gunnars kaup-
manns Gunnarssonar í Hafnarstræti i
Reykjavík og þeirra systkina. Þau munu
hafa verið ættuð úr Kjósinni.
Eftirtalin börn Sigriks og Sumarlínu
lcomust til aldurs:
1. Ingibjörg, giftist Gísla Þórðarsyni, ætt-
uðum úr Þykkvabæ. Þau bjuggu í
Reykjavík. Þeirra börn: Katrín, gift
Guðmundi Eyleifssyni frá Lögbergi og
Sigurlína, ógift, á heima í Reykjavik.
2. Finnm, ólst upp í Akrakoti, og dó um
tvítugt.
3. Sigríkur, kvæntist Elku Aradóttm frá
Sólmundarhöfða, skildu samvistir.
Þeirra böm: Bryndís Bára og Hregg-
viður Ingi. Síðar átti Sigríkur bam
með annarri konu, heitir það Ingibjörg
Dröfn.
4. Sigríður, giftist Júliusi Benediktssyni
í Ivarhúsum. Þeirra son, Benedikt.
5. Guðrún, giftist Guðmundi Þórðarsyni,
AKRANES
113