Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2004, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2004, Síða 8
8 MÁNUDACUR 5. APRÍL 2004 Fréttir DV Ágúst Magnússon, dæmdur barnaníðingur, þorir ekki út úr fangaklefa sínum af ótta við að aðrir fangar skaði hann. Nýtur stöðugrar gæslu fangavarðar. Trúnaðar- maður fanga gagnrýnir að þeir fangar sem eiga á hættu að verða beittir ofbeldi séu innan um aðra. Segir fanga taka sér refsivald. Trúnaðarráð fundar með Ágústi í dag. Hópur fanga á Litla-Hrauni bíður færis til að skaða Ágúst Magn- ússon, dæmdan barnaníðing, sem dvalið hefur í viku í fangelsinu á Litla-Hrauni. Ágúst, sem dæmdur var í fimm ára fangelsi fyrir að misnota börn og hafa í fómm sínum barnaklám, hefur ekki farið út fyrir dyr allan þennan tíma en heldur tíl í klefa sínum. Það er reyndar ekki einsdæmi að fangar loki sig af því DV hefur heim- ildir fyrir því að fangi sem dæmdur var fyrir grófa nauðgun hafi vart farið út fyrir dyr á þriðja ár af ótta við að verða fyrir ofbeldi. Eftir að klefar fanga eru opnaðir að morgni er fangavörður stöðugt hjá honum til þess að gæta hans. Ágúst dvelur í húsi 4 á gangi la eftir að hann var fluttur úr húsi 3 vegna þess að talið var að honum væri ekki vært þar. Atli Helgason, sem sæti á í trúnað- arráði fanga, segir að í þá viku sem Ágúst hefur dvalið á Lida-Hrauni hafi hann ekki þorað út fyrir dyr en fang- ar mega í hálfa aðra klukkustund dag hvem njóta útivistar. „Hann hefur frá fyrsta degi sætt aðkasti. Hér em fang- ar sem leyfa sér að taka sér á hendur vald Guðs og refsa mönnum umffam það sem dómskerfið hefur ákveðið," segir hann. Atii gagnrýnir harðlega að maður með ólæknandi barnaþrá skuli ekki vera vistaður með öðmm hætti en innan um aðra fanga. „Mér finnst þetta nánast vera skandall. Þama er um að ræða mann sem sérffæðingar segja að sé ólækn- andi. Það þyrfti í það minnsta að flokka þannig í fangelsið að þeir sem eiga á hættu að verða beittir ofbeldi séu hafðir saman,“ segir Atii. Hann segir blasa við að þau þrjú og háift ár sem Ágúst eigi eftir að dveljast á Litla-Hrauni muni hann sæta stöðugum niðurlægingum ann- arra fanga. Hann muni því fiklega koma úr fangelsi enn hættulegri en nokkxu sinni fyrr. „Hann gæti þess vegna komið aftur út í samfélagið ofbeldisfullur, beiskur og hættulegur," segir Atli og bendir á að ætlunin sé að betra menn með fangelsun þeirra. Hann segir að trún- aðarráð fanga muni hitta Ágúst í dag. „Við viljum ræða við hann og reyna að stuðla að öryggi hans,“ segir Atli. „Hann gætíþess vegna komið aftur út í samfélagið ofbeldis- fullur, beiskurog hættulegur." Kristján Stefánsson, forstöðumað- ur á Iitía-Hrauni, vildi ekki tjá sig um mál Ágústs Magnússonar. Hann sagðist bundinn þagnareiði. Hvað flokkun fanga varðar sagði Kristján slíkt ekki tíðkast í íslenskum fangels- um. „Við höfum aldrei flokkað menn sem afþlána dóma hér eftir glæpum." Kristján segir vissulega geta kastast í kekki milli manna og slík mál séu leyst jafnharðan og þau komi upp. rt@dv.is, aþ@dv.is KB banki telur hagstætt að kaupa íbúð áður en lánafyrirkomulagið breytist lífvÖPQ f a vextir á húsnæðislánum til almenn- ings munu lækka um 0,8% samhliða því að yfirverðið hverfur. Lægri vaxtakostnaður mun hins vegar ekki bæta upp yfirverðið. Ábatinn vegna lægri vaxta kemur fram á löngum tíma, jafnvel 10 til 20 árum - meðan lánstíminn varir. í krónum talið þýðir þetta að íbúðakaupandi sem fær lán sam- kvæmt nýja íbúðalánakerfinu á 4,3% raunvöxtum borgar 57 þúsund Húsnæðismál íbúðarkaupandi sem færlán samkvæmt nýja Ibúðarlánakerfinu á 4,3% raunvöxtum borgar 57 þúsund krónum minna í vexti afláni upp á 9,2 milljónir á ári en efhann mundi taka húsbréfá 5,1%. krónum minna í vexti af láni upp á 9,2 milljónir á ári en ef hann mundi taka húsbréf á 5,1%. íbúðarkaup- andi þarf hins vegar að bíða í um 14 ár miðað við núverandi kjör á mark- aði til að vaxtasparnaðurinn jafn- gildi yfirverði húsbréfa. ,Drífa sig norður. Ég ætla að vera þar um páskana. Ég er að fara með fjölskylduna til Hrís- eyjar. Annars get ég eiginlega ekki sagt meira án þess að fara út í smáatriði," segir Hall- grímur Helgason, sem liggur á að drífa sig norður. Hann er annars mjög ánægður með leikgerð Stúdentaieikhússins á 101 Reykjavíksem var frumsýnt á föstudaginn. Föngum sleppt úr Guantanamo Pentagon í Bandaríkjun- um lýsti því yfir að þeir hefðu sleppt 15 manns úr haldi í Guantanamo-fang- abúðunum á Kúbu en þeir hafa verið í haldi frá því haustið 2001 þegar Banda- ríkjamenn réðust á Afganistan. Áður hafa 119 manns verið fluttir úr búð- unum með það fyrir augum að sleppa þeim lausum og 12 hafa verið fluttir til fangavistar annars staðar, flestir til Rússlands. Enn eru 595 manns í haldi í Guantanamo og hafa mannréttindasamtök gagn- rýnt það þar sem engar kærur hafa verið gefnar út. Tyrkir reiðir Áströlum Tyrkir gagnrýna stjórnvöld í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi harðlega fyrir að vara þegna sína við að ferðast tfl lands- ins. Á fimmtudag lýstu yfirvöld í Ástralíu því yfir að andfætíingar sem ferðast til Tyrklands gætu orðið skotmörk hryðjuverkamanna, án þess að hafa neina ákveðna hættu í huga. ÞúsundirÁstrala og Nýsjálendinga ferðast til Tyrídands í apríl ár hvert tU að minnast orustunn- ar við GaUipoli, sem er mannskæðasta orusta sem þjóðirnar hafa tekið þátt í. Öskurkeppni Ariels Sharon Ríkisstjórnarfundur í ísrael varð að öskurkeppni á milli Ariels Sharon for- sætisráð- herra og harðlínu- manna sem eru á móti áformum hans um að draga sig til- baka frá Gaza-svæðinu og hlutum Vesturbakkans. Áætlun Sharons er til þess gerð að draga úr átökum á miUi ísralea og Palestínu- manna þar sem ekkert gengur við að gera friðar- samninga. Áætlunin nýtur fylgis meðal ísraelsmanna og ætlar Sharon að fara til Washington í næstu viku til að fá samþykki Bush. Sharon sagði ráðherrum sínum að enginn væri skyldur tU að sitja í rfkis- stjórn sem vUdi það ekki. Lla-Hrauni Að mati Greiningardeildar KB banka er erfitt að færa rök fyrir því að fyrirhuguö breyting á lánafyrir- komulagi Ibúðaiánasjóðs geti verið tUefni til þess að bíða með kaup á húsnæði. jafnvel er hægt að færa rök fyrir því að það sé hagstæðara að kaupa áður en ofangreind breyting á sér stað. Miðað við ávöxtunarkröfu húsbréfa í dag er yfirverð á húsbréf- um um 6,7%. Þetta þýðir að há- markshúsbréfalán upp á 9,2 miUjón- Hvað liggur á? ir er nú 9,81 m.kr. virði og íbúða- kaupandi hagnast um 610 þúsund krónur vegna yfirverðsins sem hann fær á húsbréfin. Miðað við núverandi ávöxtunar- kröfu 40 ára húsnæðisbréfa á skuldabréfamarkaði sem er 3,8% er lfldegt að vextir af nýju íbúðabréfun- um verði um 4,3%. Þetta er að því gefnu að 0,35% álag fari í rekstur Ibúðalánasjóðs og 0,15% álag verði vegna aukinnar áhættu við rekstur íbúðalánasjóðs. Með öðrum orðum; Ekki klókt að bíða með íbúðarkaup

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.