Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2004, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2004, Page 13
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 23. APRlL 2004 13 ísland engin skattaparadís Efasemdir um sterka stöðu íslands í skattamál- um fyrirtækja komu fram á morgunverðarfundi Versl- unarráðs. í erindi Bjarn- ffeðs Ólafssonar lögmanns kom fram að jaftivel þótt tekjuskattur fyrirtækja hefði verið lækkaður niður í 18%, og sá skattur sé hærri hjá flestum öðrum ríkjum, þá geri ýmis konar tak- mörkuð skattskylda það að verkum að heildarskatt- byrði erlendra fyrirtækja hér á landi er jafhmikil og oft hærri en í ríkjunum sem við helst keppum við. Oddviti treystir sér ekki áfram Málfríður Vilbergs- dóttir frá Hríshóli, odd- viti hreppsnefndar Reyk- hólahrepps, hefur óskað lausnar frá störfum í eitt ár af persónulegum ástæðum. Bókað er hjá hreppsnefnd að hún „..treysti sér ekki til að gegna þeirri ábyrgð sem felst í þeim störfum að starfa í hreppsnefnd. Samþykkt." NordicCool opnaríWas- mngton Opnuð hefur verið sýn- ing í hstasafninu National Museum of Women in the Arts (NMWA) íWashington með verkum 159 norrænna kvenhönnuða, þar af 32 ís- lenskra. Sendi- ráð íslands í Washington, ásamt hinum norrænu sendiráðunum, að skipulagningu sýningar- innar í samstarfi við NMWA sem sá um val á verkum. Sýningin ber yfirskriftina Nordic Cool: Hot Women Designers en um er að ræða stærsta menningar- verkefhi sendiráðs íslands á þessu ári. Brotist inn á bæjarskrif- stofu Smávaxinn maður braust inn á bæjarskrifstofu Vestmannaeyjabæjar aðfar- anótt miðvikudags. Far- tölvu Andrésar Sigurvins- sonar, framkvæmdarstjóra fræðslu- og menningar- sviðs Vestmannaeyjabæjar, var stolið í innbrotinu og er lögreglan að leita að inn- brotsþjófnum. „Þetta er ekkert Watergate, býst ég við,“ segir Andrés, sem ráð- inn var af bæjarstjórn V- lista og Framsóknarflokks. „Því miður eigum við fíkla í Eyjum, menn og konur sem eiga erfitt út af áfengi og dópi." Hosni Mubarak harðorður Hatur án Msmis „Arabar í Mið-Austurlöndum hata Bandaríkin heitar nú en nokkru sinni,, segir Hosni Mubarak Egyptalandsforseti í nýlegu viðtali við franska dagblaðið Le Monde. Ástæðuna segir hann vera innrásina í frak, aftökur ísraela á Shaikh Ahmad Yassin og Abd Al-Aziz al- Rantisi, leiðtogum Hamas samtak- anna og skilyrðislausan stuðning Bandaríkjastórnar við fsrael. „Áður töldu sumir Arabar að Bandaríkja- menn væru að hjálpa þeim en eftir innrásina í frak hefur gosið upp hat- ur án fordæmis og Bandaríkjamenn vita af því,“ segir Mubarak. „Fólki er misboðið þegar það sér hvernig Sharon, forsætisráðherra fsraels ,hagar sér gagnvart Palestínumönn- um og Bandaríkjastjórn aðhefst ekkert." Þá segir Mubarak að aftaka al-Rantisis eigi eftir að hafa ófyrir- sjáanlegar afleiðingar og óstöðug- leikinn á Gaza-svæðinu og í írak þjóni hvorki hagsmunum fsraels né Bandaríkjanna. „Örvæntingin og óréttíætið verður ekki eingöngu bundið við okkar heimshluta, hags- munir Bandríkjanna og ísraela eru ekki eingöngu í hættu hér, heldur einnig um víða veröld.“ Aðspurður um áform ísraela um að draga sig frá Gaza-svæðinu segist Mubarak taka vel í öll áform sem Palestínu- menn hafa samþykkt og séu sam- kvæmt friðarvegvísi Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Sameinuðu þjóðanna og Rússlands. Hosni Mubarak Egyptalandsforseti Tryggðu þér bestu kjörin og bókaðu strax á netinu! Færdþú MasterCard ferðaáiísun? VR orlofsávísun i Munið ferða- * ávísunina Verðdæmi í 1 viku á Helios 5. júlí Verðdæmi í 1 viku á Cretan Dream 12. júlí i* kr. á mann m.v. tvo fullorðna og 2 börn, 2ja til 11 ára, í íbúð með 1 svefnherbergi á Hellos. 58.733; 70.422 á mann m.v. tvo fullorðna í stúdfól. Reiknaðu ferðakostnaðinn og bókaðu á www.urvalutsyn.is Allt verð er netverð. Bóka þarf og greiða staðfestingargjald, eða fullgreiða ferð á netinu. Ef bókað er símleiðis eða á skrifstofu, greiðist bókunar- og þjónustugjald, sem er 2000 kr. á mann. ♦Innifalið: Flug, flugvallarskattar, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. www.urvalutsyn.is Lagmula 4: 585 4000 • Hhðasmára: 585 4100 • Keflavik: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 Paradís Eyjahafsins Strendurnar á Krít eru margverðlaunaðar fyrir hreinleika og draumblár sjórinn er einstaklega tær. Mannlífið er heillandi og ósvikið í litlum byggðakjörnum með fram strandlengjunni. Þú nýtur lífsins á veitingastöðum við sjávarsíðuna þar sem í boði er nýveiddur fiskur, ferskt grænmeti, Ijúffengt kjöt og heimalagað vín. Þarf að segja meira... Sættu þig aðeins við það sem er betra!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.