Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2004, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Rltstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar: ReynirTraustason Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot: 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um larry ? Potter * 1 Hvað heitir þriðja bókin um Harry galdrastrák? 2 Hver er sá fangi sem við er átt? 3 Hver leikur hann í bíó? 4 Hvað heita tveir bestu vinir Harrys? 5 Hvaða leikarar fara með hlutverk þeirra? Svör við spurningum neðst á síðunni. Svör neðst á síðunni Capo og Consiglione Capo og Consiglione tala sín í milli um að fara í stríð við Afganistan og írak í von um, að síðustu flugvélar hersins fari ekki frá Keflavíkurvelli. Þeir tala sín í milli um að láta endurskoða stjómar- skrána til að losna við ákvæði hennar um lagasynjunar- eða málskotsrétt forseta ís- lands. Stjórnarfarið á íslandi hefur þróazt úr þingræði í samleik Capo og Consiglione. Þeir tvímenningar spyrja hvorki kóng né prest og allra sizt Alþingi, hvort fsland eigi fyrst að taka þátt í blóði drifnum krossferð- um Bandaríkjanna gegn rfkjum múslima og síðan að taka þátt í hemámi þessara rfkja. Er þó ævarandi hlutleysi slíkur hom- steinn utanrfkisstefnu þjóðarinnar, að fs- land gat í upphafl ekki gerzt aðili að Sam- einuðu þjóðunum, af því að þáverandi ráðamenn þjóðarinnar neituðu að lýsa stríði á hendur Þýzkalandi. Kúvendingin í utanrfldsstefnunni fæddist fullbúin í tveggja manna tali. Capo og Consiglione segjast vera að undirbúa breytingar á stjómarskrá. Tví- menningarnir spyrja hvorki kóng né prest og allra sízt Alþingi, hvernig skuli breyta stjómarskránni þannig, að forseti landsins geti ekki lengur skotið lögum til þjóðarinn- ar með því að synja þeim undirskriftar. Capo og Consiglione em á sama tíma að ráðgast um, hvemig megi haga þjóðarat- kvæðagreiðsiunni um fjölmiðlalögin á þann hátt, að hún renni út í sandinn. Það gera tvímenningarnir til dæmis með því að setja hátt lágmark á þátttöku kjósenda. Þeir hafa þar fordæmi flugvallarmáls Reykjavflcurlistans. Langur valdaferill Capos og Consigliones hefur falið i sér hrun þingræðis í landinu. Hvor um sig hefur sína hfrð að baki sér, sem í stórum dráttum stendur með þeim gegnum þykkt og þunnt, allt frá lögum yfir öryrkja yfir í sértækar aðgerðir á borð við gullhúðuð eftirlaunalög fyrir Capo. Valdahroki Capos og Consigliones er orðinn shkur og svo flæktur stjórnmála- flokkunum að baki þeim, að þingræði verð- ur ekki endurreist nema forsetinn fái gott endurkjör, fjölmiðlalög verði felld í haust og síðan verði flokkum Sjálfstæðis og Framsóknar hafriað í næstu þingkosning- um. Við þekkjum bulluskap og reiðiköst Capos, sem hringir með hótunum í em- bættismenn og leggur embætti þeirra niður til að ná sínu fram. Við höfum fylgzt með, hvemig Consiglione hefur breytzt í stríðs- málaraðherra á gæsagangi með tindátum á flugvelli kristna hemámsliðsins í Kabúl í Afganistan. Eins og á ftalíu hafa bullurnar á íslandi misst jarðsamband. Umkringdar viðhlæj- endum halda Capo og Consiglione sig vera guðum líkasla. Og þjóðin er loksins orðin þreytt á ruglinu. Jónas Kristjánsson Hugulotur um atkvæðagreiðslu Ronald Reagan látinn í leiðara bandaríska blaðsins The Wash- ington Post er fjallað Ron- (Hjc iDdsljinöton i)ost ald Reagan, fyrrverandi forseta Bandarflcjanna, sem lést nú um helg- ina. Þar er Reagan minnst sem nokkuð farsæls leiðtoga ef frá er talið svokallað Iran- contra hneyksli sem kom sér illa fýrir rflcis- stjórn hans sem og landið allt. Leiðarahöf- undurinn minnist Reagans þó einna helst fyrir hversu persónu- legur hann var í ávörp- um sfnum og hversu mikið forsetinn notaði eigin lífsreynslu í starfi sínu. Þá er þætti hans í lausn Kalda stríðsins einnig minnst sem eins af hans helstu afrek- um. Reagan tilkynnti það svo fjórtán árum eftir að hann var kjör- inn forseti að hann væri með Alzheimer .j sjúkdóminn. Hann lést | svo um helgina, 93 ára = að aldri. f Ol ~o Leyndarmál Á ábemndi staö í auglýsing- um kvikmyndahúsanna um nýjustu Harry Potter-mynd- ina segir:„Ráðgátur leysast, leyndarmál verða uppljóstr- uö. “ Seinni hlutinn er ekki ís- lenska.Á íslensku segirmað- uraðjjóstraðsé upp um leyndar- mál“eöa að „ein- hver Ijóstri upp um leyndar- mál". Hitt er bara ensk þýð- ing - sennilega á„secrets are revealed". Enginn er full- kominn en kvikmyndahúsin eru ofgjörn á að hafa vonda þýðendur á sínum snærum. 1. Harry Potter og fanginn frá Azkaban - Z Sirius Black — 3. Gary Oldman - 4. Hermione Granger og Ron Weasley - 5. Emma Watson og Rupert Grink Málið Ol c *o (V cn ro *o > TÖLUVERÐAR UMRÆÐUR eru hafnar um fyrirkomulag þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu sem nú skal fara fram um hvort fjölmiðlalög Davíðs Oddssonar verði felld úr gildi eður ei. Eru þær umræður að sumu leyti spaugilegar þar sem sumir tala eins og Islendingar hafi litla sem enga reynslu af kosning- um og helstu lögspekingar þjóðar- innar þurfi því að leggjast í þunga þanka til að semja brúklegt frum- varp um nefnda þjóðaratkvæða- greiðslu. í gamandálki Deiglunn- ar.com - Flugfætinum - þykjast menn hins vegar hafa komist yfir frumvarpsdrög forsætisráðherra um nefnda þjóðaratkvæðagreiðslu. „FLUGUFÓTURINN FÉKK þær fregnir í dagrenningu, fyrstur allra fjölmiðia, að starfsmenn forsætis- ráðherra hefðu setið sveittir fram eftir nóttu við að semja frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðsíu. Blaða- maður Flugufótarins gróf uppkast af frumvarpinu úr ruslatunnu Stjórnarráðsins rétt áður en Flugu- fóturinn fór í prentun í morgun og birtir hann það hér að neðan óbreytt: TRÚNAÐARMÁL Igr- Lög þessi skulu gilda um at- kvæðagreiðslur sem halda þarf samkvæmt 26. grein stjórnarskrár- innar vegna laga 'sem Æié forset- inn hefur neitað að skrifa undir. „Kosningin ferþarínig fram að ollir : % atkvæðisbærir menn sem styðja frumvarpið eigaþá að taka Jókerinn með lottótölunum sínum en þeir sem eru á móti kaupa ekki Jókerinn." 2gr- Nú neitar forseti lýðveldisins að veita lögum samþykki sitt með undirskrift sinni og skal þá innan fjögurra vikna skjóta lögunum tii þjóðaratkvæðis og er vísað ígrein 4 hérað neðan um framkvæmd þjóð- ara tkvæðagreiðslunnar. Fyrst og fremst 3gr. Þeir einir, teljast atkvæðisbærir í lögum þessum, sem eru lögráða og með hreint sakavottorð, þetta ákvæði gildir þó ekki um þá sem bera eftirnafnið Ðjonnaeo Johnsen. Ríkissáttasemjari viðraður blíðskaparveðri og varm.a. farið niður á Austur- völl og niöurá tjörn að gefa öndunum. Ferð- inni lauk síðan að venju á Bæj- arins bestu þar sem ríkissátta- semjari fékk eft- irlæti sitt, tvö pylsubrauð með extra remúlaði. Af Baggaiút.is Það var gaman að sjá til ríkis- sáttasemjara í hádeginu þeg- ar farið var með hann í fyrsta göngutúr sumarsins, en hann hefur sem kunnugt er staðið í ströngu í allan vetur við að leysa úr erfiðum kjaradeilum og þvi ekkert komist út undir bert loft. Stóð gönguferðin í rúma klukkustund í „Rfkissáttasemjari var að vonum kátur að komast út f góða veðr- ið, skrifar Baggaiútur 4gr. DO: hugmyndin or að hafa jjjóðaatkvœðagrciðaluna oine ódým oghœgt or Þjóðaratkvæðagreiðslan skal fara fram samhliða þeim lottóúr- drætti sem ber upp annan laugar- dagfrá synjun forseta. Kosningin fer þannig fram að allir atkvæðisbærir menn sem styðja frumvarpið eiga þá að taka Jókerinn með lottótölunum sínum en þeir sem eru á móti kaupa ekki Jókerinn. Kaupi fleiri Jókerinn en ekki þá telst frumvarpið vera orðið að lögumog öfugt. Þetta gildirmeð þeim annmörkum að sé bónustala kvöldsins prímtala skal ríkisstjórn- in hafa sjálfræði um gildi frum- varpsins. Til að tryggja hiutleysi við dráttinn skal dómsmálaráðherra sjá um hann ogskal hann persónu- lega sjá um að draga bónustölu kvöldsins. 6gr. Lög þessi öðlast þegar giidi og gildir málskotsréttur fff forseta, Góð spurning Næsti aðal- fundur Heimdall- ar er ekki langt undan. Eigum við - félagsmenn í Heimdaili - von á jafh miklum kosningasvikum frá forystumönn- um félagsins og SUS í fyrra? Svava Björk Hákonardóttir, pistlahöfundur á Deigiunni.com samkvæmt 26.gr. stjórnarskárinn- ar, ekki um þessi lög (enda þyrfti hvort eðerað fara eftirþessum lög- um þegar kosið yrði um þessi lög í þjóðara tkvæðagreiðslu þar sem þau væru ígildi og myndu ekki falia úrgildi fyrr en þau yrðu felld íþjóð- aratkvæðagreiðslunni sem væri framkvæmd samkvæmt þessum lögum). “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.