Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2004, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2004, Blaðsíða 25
DV Fókus MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ2004 25 Einhverja allra skemmtilegustu myndlistarsýninguna í dag er aö finna í nýju gaUeríi sem heitir 101. Hulda Hákon, einn okkar sérstæðasti listamaður, sýnir þar tíu verk auk fjölfeldiverka. Myndefnið er af ýmsum toga og við sögu koma nokkrir samtímamenn sem eru í deiglunni núna - til dæmis standa þar fjandvinirnir Ólafur Ragnar Grímsson og Davíð Oddsson hlið við hlið eins og þeir hafi aldrei gert annað. Hún er hara forspá, hún er bara forspá „Hún er bara forspá, hún er bara forspá," mun Halldór Bjöm Runólfs- son hafa sagt við opnun nýrrar sýn- ingar Huldu Hákon á fimmtudaginn. Var hann þar að vísa dl sérdeilis frá- bærs verks af þeim fjandvinum Ólafi Ragnari Grímssyni og Davíð Odds- syni þar sem þeir standa hlið við hlið á tröppum gamla Safnahússins. Sýning Huldu er í 101 galleríi, nýju sýningarrými í eigu Ingibjargar Pálmadóttur hótelhaldara. I samtali við DV leggur Hulda Hákon á það rfka áherslu að hún hafi unnið þetta verk áður en Hallgrímur Helgason skrifaði ffæga grein um bláu höndina og allt fór í háaloft. „Þetta hafði þá verið undirliggjandi. Ef staðan væri sú sem hún er núna og hefur verið þá hefði ég aldrei gert þetta verk.“ Vissulega verður að segja það merkilegt í ljósi atburða að Hulda skyldi stfila þessum tveimur upp saman sem yrkisefni. Hún er ömgglega með puttann á púlsi samtímans. Sjálf er hún lítillæt- ið uppmálað og segist hafa verið að reyna að draga fram virðuleika hins mikla húss Safnahússins sem stendur einmitt gegnt kaffihúsi hennar og Jóns Óskars, Gráa kettinum, með því að láta þá þama hlið við hlið, toppa hins íslenska stjómkerfis. Ragnhildur og Andrea stór- kostlegar Verkin á sýningunni em af ýmsum toga, þama em hrafnar, gæsir, skip, bátar, hús og ... menn. Þau kallast á vissan hátt á, LOÐNUSKIPIÐ SIG- URÐUR RE4 er til að mynda ólíkt USS PORTER Á YTRI HÖFNINNI þó bæði séu farartæki sem hoppa og skoppa yfir heljar brú. En einkum vekja mannamyndimar athygli en þær eiga það sammerkt að á þeim em tveir menn sem standa hlið við hhð: DAV- ÍÐ & ÓLAFUR Á TRÖPPUM GAMLA SAFNAHÚSSINS, HALLDÓR BJÖRN RUNÓLFSSON & RENÉ BLOCK, ANDREA GYLFADÓTTIR & RAGN- HILDUR GÍSLADÓTOR og svo EGILL HELGASON OG GUNNAR SMÁRI EGILSSON. Hulda reynir að útskýra verkin fyrir blaðamanni. „Ég er nátt- úrulega í miðju verkanna. Þetta er fólk sem hefur haft áhrif á mig og virkar einnig sem fulltrúar ákveðinna afla eða hópa. Þannig em til dæmis Ragnhildur og Andrea ffábærar söng- konur sem ég ber mikla virðingu fyrir og dáist að. Þær em svoldið svona svart og hvítt og svo setti ég bleikt á bak við. Þær gætu verið fulltrúar list- rænna hæfileika og hins skemmtilega í lífinu. Halldór Bjöm og Block em báðir í miklum metum hjá mér. Þeir em eins og lexíkon. Það er hægt að fletta upp í þeim. Þeir em ffæði- mennimir." Block er einn frægasti listfræðing- ur heims en Halldór mun ekki hafa séð hvaða fyrirboði felst í því, lfkt og í myndinni af Davíð og Ólafi, að hann sé þarna við hhð hins mikla listspek- úlants. „Þá er ég mjög hrifin af Agli og Gunnari Smára. Þeir em sterkir ftúl- trúar 4. valdsins, svona varðhundar," segir Hulda. Hver keypti Davíð og Ólaf? Þegar hafa selst þrjú verk. Myndin af Davíð og Ólafi er seld. Blaðamaður kemur að harðlæstum dymm þegar hann fomvimast um hver hafi keypt. „Það kom héma forríkur japanskur kaupsýslumaður," segir Hulda og vill alls ekki ræða það ffekar. Það verður því að geta í eyðumar. Verkið kostar 850 þúsund krónur. Það þrengir hringinn. Ólíklegt verður að heita að fyrirsætumar hafi keypt myndina - eða myndi nokkur vilja eiga mynd af sér með þeim sem fer í manns fi'n- ustu? Hver er sá smekkmaður að kaupa svo ffábært verk? Kjartan Gunnarsson er ffægur listaverkasafti- ari, Þórarinn V. Þórarinsson einnig. Hver er sá listunnandi sem fær „kikk" út úr því að sjá þessa tvo saman á tröppum Safnahússins? Halldór Ás- grímsson? Eða jafnvel Össur? Og ekki má gleyma því að Jón Ásgeir Jóhann- esson væri til í að eiga þessa kalla? Hann á reyndar bæði Gunnar Smára og Egil í óeiginlegri merkmgu því báðir em þeir á launum hjá Norður- ljósum. Og hver keypti Smára og Egil? Sú mynd er nefnilega seld einnig, hvort sem menn trúa því eða ekki. Og Hulda Hákon og Ingibjörg Pálmadóttir Hulda hlýturað teljast einhver okkar allra sér- stxðasti og besti listamaður. Hún er með ákaflega skemmti- lega sýningu i nýju gallerii í eigu Ingibjargar. |l0i gall & ■ r e y k j a v | víst er að þeir tveir em engir augna- karlar þó svo að Hulda haldi uppá þá. Hver vill hafa þá tvo uppi á vegg hjá sér? Kannski ekki margir sem koma til greina þó verkið sem slíkt sé frábært. Þeir félagarnir hafa, lflct og Ólafur og Davíð, eldað grátt sUfur í gegnum tíð- ina. Einskonar ástar - haturssam- band. Þeir em eðli málsins sam- kvæmt ódýrari en Ólafur og Davíð, enda myndin minni. Hér hljóta að koma til greina Skjás eins menn. Þeir væm alveg til í að eiga Egil og Smára. Eða kannski Styrmir Gunnarsson? Nei, tæplega. Einhver mun hafa sagt við Egil fyrir lifandis löngu þegar hann sótti um starf á Mogganum: „VUtu nokkuð vinna á Morgunblað- inu?" Þá koma bæði Egill og Smári sterklega tU greina sjálfir sem kaup- endur. SennUega tUheyra þeir báðir fámennum hópi fjölmiðlamanna sem hafa efni á að láta eftir sér að kaupa svona fi'nerí. EgUl hefur lýst því á síðu sinni að honum sé með þessu sýndur mUdU heiður og hann var staddur á opnuninni. Ætíi hann hafi opnað veskið? Þetta er sem sagt algert hemaðar- leyndarmál, einnig hver er kaupandi stærsta verksins, HRAFNA, sem fór á 1.120 þúsund krónur. Án þess að nokkuð sé um það fyrirliggjandi þá er hefð fyrir því að sýningarhaldari kaupi verk eftir listamanninn og vitað er að Ingibjörg Pálmadóttir er mikUl aðdá- andi Huldu eins og svo margir aðrir. Eða em kannski Ólafur og Davíð meira við skap hennar og eitthvert fyrirtæki hafi fengið sér nokkra hrafha? Þetta er bara ekki vitað, því miður. jakob@dv.is 4 EGIUL HELGASOM & GUNNAB SMÁRI EGiLSSOH Davíð og Ólafur á tröppum gamla Safnahússins Hver vill ekki hafa þessa tvo uppá vegg hjá sér. Stór- kostlegt verk sem þegar hefur verið selt. Ekki er vitað hver keypti. Hrafnar Stærsta verk sýningarinnar er þegar selt en það kostaði 1.120 þúsund. Miðað við vin- sældir Huldu virðist vera uppganguri heimi sam- tímamyndlist- ar. DAVIB OG ÓLAFUR mi £bO£ ri&igN' -ryio Halldór Björn Runólfsson & René Block Þeir fræði- mennirnir virðast ekki eins eftirsóknarverðir og topp arnir og varðhundarnir. Egill Helgason & Gunnar Smári Egilsson Þessirmenn eru i miklu uppáhaldi hjá Huldu. Og einhver annar er lika til i að hafa þá tvo hangandi uppá vegg hjá sér. En hver var tilbúinn að greiða 550 þúsund fyrir það? Andrea Gylfadóttlr & Ragnhildur Gfsladóttir Þær munu örugglega ekki staldra við óseldar lengi á veggj- umlOl galleris. Enda eru þær stórkostlegar söngkonur og fulltrúar hins skemmtilega i lifinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.