Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2004, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2004, Blaðsíða 16
76 MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ2004 Fréttir DV DV Fréttir MÁNUDAGUR 7. JÚNl2004 7 7 I ' „ , , íl liiftiílrlillf; ■ ■ Sléttujökull 1 “í i Þórsmörk Eyjafjalla jökull Ef jöklar landsins tækju upp á því að bráðna skyndilega vegna gróðurhúsaáhrifanna kæmi í ljós merkilegt landslag. Á þessari DV-teikningu Inga Jenssonar hefur íshulunni verið svipt af Mýrdalsjökli þar sem eldfjallið Katla er nú farið að bæra á sér eftir langt hlé. Mýrdalsjökull er fjórði stærsti jökull landsins, 600 ferkíló- metrar að flatarmáli og 1.300-1.500 metra hár. Frá Mýr- dalsjökli teygja sig nokkrir skriðjöklar; Sólheimajökull gengur lengst í suður en mestur er Höfðabrekkujökull. Óhætt er að segja að ef jökullinn hyrfi kæmi glæsilegur fjallahringur í ljós enda leynist mikil askja undir jöklinum. Kort sem gert hefur verið af botni jökulsins sýnir að undir honum sunnanverðum er mikil megineldstöð með hringlaga grunnfleti. Eldstöðin er 30 til 35 kílómetrar að þvermáli í 200 metra hæð og rís upp í 1300 til 1380 metra hæð. Bogadregnir hryggir við Háubungu, Goðabungu, og milli Etnu og jökul- skersins Austmannsbungu umlykja 650 til 750 metra djúpa öskjuna sem nær niður í um 650 metra hæð. í norðausturhluta öskjunnar er 25 ferkíló- I metra flötur neðan við 800 metra og er botn- I inn þar lægri og llatari en í suðvesturhlutan- I um. f þeim hluta eru hryggir og stakir tindar | sem ná yfir 1100 metra hæð en dældir um- I hverfis þá ná niður fyrir 750 metra. Nokkur jökulsorfin skörð eru í öskju- I börmunum, lægsta skarðið er f um 740 HHHHBHI metra hæð milli Háubungu og Kötlukolla og snýr suðáustur að Kötlujökli. Hæð annarra skarða hefur ekki verið könnuð nákvæmlega en telja má að Sólheimajökull falli um 1050 metra hátt skarð milli Háubungu og Goðabungu og Entujök- ull um 1100 metra hátt skarð. Einnig er skarð að Sand- fellsjökli. Norðaustan við Austmannsbungu er 200 til 250 metra djúpt og 1,5 kílómetra breitt V-laga Bgljúfur, á sprungusveim sem teygist frá Kötluöskjunni norðaustur að Eldgjá. Undir Sólheimajökli nær botn 50 metra niður fyrir sjávarmál eða 100 metrum lægra en landhæð við jökulsporðinn og er lægsta land sem mælst hefur undir Mýdalsjökli. Botn undir Höfðabrekkujökli eða Kötlujökli eins og margir vilja kalla hann hefur ekki ver- ið mældur eða kannaður né heldur botn ovj@dv.is Undir Mýrdalsjökli er Katla, ein virkasta megineldstöð landsins, sem gosið hefur tuttugu sinnum frá landnámstíð. Síðast gaus Katía 1918 og búist er við næsta gosi á hverri stundu. í Þjóðsögum Jóns Ámasonar er eftirfarandi skýring á tilveru Kötíu: Það bar til eitthvert sinn á Þykkvabæjarklaustri, eptir að það var orðið múnkasetur, að ábóti, sem þar bjó, hélt matselju eina, er Katla hét; hún var forn ískap og átti hún brók þá, sem hafði þá náttúru, að hver, sem í hana fór, þreyttist aldrei á hlaupum; brúkaði Katla brók þessa í viðlögum; stóð mörgum ótti affjölkyngi hennar og skaplyndi og jafnvel ábóta sjálfum. Þar á staðnum var sauðamaður, er Barði hét; mátti hann opt sæta hörðum ávítum afKötiu, ef nokkuð vantaði affénu, sem hann smalaði. Eitt sinn um haust fór ábóti í veizlu og matselja með honum og skyldi Barði hafa rekið heim alt féð, er þau kæmu heim, fann nú ei smalamaður féð, sem skyldi; tekur hann þvíþað ráð, að hann fer í brók Kötiu, hleypur síðan sem aftekur og fínnur alt féð. Þegar Katia kemur heim, verður hún brátt þess vís, að Barði hefíir tekið brók hennar; tekur hún því Barða leynilega og kæfír hann í sýrukeri því, er að fornum sið stóð íkarldyrum oglæturhann þarliggja; vissi engirm, hvað af honum varð, en eptir því, sem leið á veturinn og sýran fór að þrona íkerinu, heyrði fólkþessi orð til hennar: „Senn bryddir á Barða." En þá hún gat nærri, að vosnak hennar mundi upp- komast oggjöld þau, er við lágu, tekurhún brók sína, hleypur út úrklaustrinu ogstefnir norðvestur til jökulsins ogsteypirsér þar ofan í, að menn héldu, því hún sást hvergi framar; brá þá svo við, aðréttþareptirkomhlaupúrjöklinum, erhelst stefndi á klaustrið og Alptaverið; komst þá sá trúnaður á, að fjölkyngi hennar hefði valdið þessu; vargjáin þaðan í frá nefnd Kötiugjá ogsvæðið, erhlaup þetta helzt eyddi, Kötiusandur. Sandfellsjökuls,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.