Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2004, Blaðsíða 21
DV Sport
MÁNUDAGUR 7. JÚNI2004 21
íslenska landsliðið í knattspyrnu fékk
háðulega útreið gegn Englendingum í
Manchester á laugardag
Flugferðin hjá íslensku landsliðsmönnunum í knattspyrnu frá
Manchester hefur ekki verið þægileg enda voru þeir flengdir fast
af enska landsliðinu á City of Manchester-leikvanginum á
laugardag. Það stóð ekki steinn yfir steini í leik íslenska
landsliðsins og má með sanni segja að kviknað hafi á
aðvörunarbjöllum í ölium hornum. Landsliðsþjálfararnir standa
uppi með fleiri spurningar en svör eftir Manchester-mótið og
ljóst að margt þarf að laga í sumar ef ekki á að fara verr í ágúst er
ítalir koma í heimsókn á Laugardalsvöllinn.
Butt leit út eins og Franz
Beckenbauer í síðari hálfleik þegar
hann fékk að dæla boltum út um
allan völl án þess að nokkur maður
gerði tflraun til þess að trufla hann.
Vængspilið gekk ágætlega vinstra
megin en lítið var að gerast hægra
megin. Sóknarleikurinn var síðan
eftir miðjuspilinu. Þar var einn
maður að vinna en annar í feluleik.
Það verður að segjast eins og er
að Uðið var eins og höfuðlaus her
inni á vellinum. Eiður teymir liðið
áfram með leik sínum en er minna
fyrir að öskra menn áfram. Engin
stjórnun var á vörninni og þar
vantar sárlega leiðtoga. Liðið er
einnig leiðtogalaust á miðjunni og
menn eru hreinlega hver að gaufa í
sínu homi.
Svo verður að setja spurningar-
merki við tæklingabann landsliðs-
þjálfaranna. Vissulega getum við
verið án tveggja fóta tæklinga, eins
og Brynjar Björn bauð upp á gegn
Japönum, en það var engin ástæða
að umgangast ensku stjömurnar
eins og postulínsstyttur. Eflaust
unnum við okkur inn einhver stig
hjá Sven-Göran og enska knatt-
spyrnusambandinu með góðri
hegðun en öllu má nú ofgera.
Ef menn em farnir að leika eftir
fyrirmælum andstæðingana þá em
menn komnir á hættulega braut.
Þessi góðgerðarstarfsemi í þágu
enska landsliðsins var ekki holl fyrir
íslenska landshðið og færir okkur
enga virðingu.
Verk að vinna
Landsliðsþjálfaramir hafa talað
um að góður undirbúningur sé
grundvöllur þess að ná árangri og
Mauchester-mótið átti að vera eitt af
lykilatriðunum í undirbúningnum
fyrir HM-slaginn Síðustu leikir hafa
verið notaðir til þess að styrkja
stoðir þess leikkerfis sem liðið spilar
og það var opinber stefna að nota
þessa leiki líka í það. Því er það úr
öllum takti hjá landsliðs-
þjálfurunum að fara í
einhverja tilrauna-
starfsemi gegn Eng-
lendingum á útivelli, og
í ratm óskiljanlegt.
Það verður mikið
verk að laga það
sem illa fór í
þessum leik,
enda komu í ljós
margar holur og
djúpar, en vonandi verður þetta
„slys“ mönnum víti til varnaðar.
henry@dv.is
ITíminn tifar Þoð er verk að vinna hjá
Ásgeiri Sigurvinssyni og meðreiðarsveini
hans, Loga Ólafssyni, fyrir landsleikinn
gegn Itölum sem fram fer I ágúst.
Alit tal um óheppni eftir þennan
leik er innantómt hjal og kjaftæði.
Staðreyndin er að íslenska liðið var
stálheppið að tapa leiknum ekki
stærra því enginn skortur var á
dauðafærunum sem enska lands-
liðinu vom afhent á silfurfati.
Varnarleikur liðsins var í besta
falli skelfilegur. Það var ekki að sjá
að þar fæm menn sem hefðu það að
atvinnu að verjast því þeir vom oft
eins og lítil börn í höndum ensku
landsliðsmannanna.
Trekk í trekk gerðu varnar-
mennirnir sig seka um byrjenda-
mistök þegar þeir horfðu á boltann
og gleymdu manninum sem þeir
áttu að dekka. Ekki var hægt að sjá
að þeir töluðu nokkuð saman því
annað hvort vom þeir þrír að dekka
mann eða enginn var að dekka
mann. Dekkningin út leikinn var
hreinlega til skammar og má mikið
vera ef ákveðnir leikmenn spiluðu
sig ekki út úr landsliðinu í þessum
leik.
Dáðust að Beckham
Ekki var ástandið mikið betra á
miðjunni. Þar skiluðu menn bolta
frá sér seint og illa. Sýndu ensku
leikmönnunum allt of mikla
virðingu, horfðu á þá og dáðust að í
stað þess að taka af þeim boltann.
Miðjumenn enska liðsins fengu að
vinna óáreittir aflan leikinn. Svo
mikinn tíma
fengu þeir
að
Nicky
ívar Ingimarsson
ívar átti alveg skelfilegan dag eftir nokkuö
góða byrjun. Dekkaði hræðilega og leit oft á
tíðum út eins og nýliði. Átti mjög vont mót og
það er kraftaverk efhann heldur sæti sinu.
Hermann Hreiðarsson
Var óvenju daufur bæði í leik og fasi. Tók engar
afsinum frægu rispum upp völlinn og var ímiklu
basli varnarlega. Leit mjög illa út þegar Neville
valsaði fram hjá honum í öðru markinu.
Pétur Marteinsson
Ekki að finna sig íhjarta varnarinnar. Var oft á
tíðum úti á túni í dekkningum og stýrði vörninni
illa. Fór af velli í hálfleik fyrir Kristján Sigurðs-
son sem stóð vaktina ívið betur.
Þórður Guðjónsson
Þórður var engan veginn að finna sig í
Manchester. Sendingar slakar, rispur engar
og virkaði hálfandlaus. Landsliðið leikur
sjaldan vel þegar hann fínnur sig ekki.
Einkunnirleikmanna
Stóðst
prófíð
Fall-
einkunn
Árni GauturArason
Fékk á sig sex mörk. Hefði getað gert betur
i sumum þeirra, sérstaklega þegar Bridge
skoraði. Virkaði óöruggur og staðsetn-
ingar voru ekki góðar. Getur mun betur.
Indriði Sigurðsson
Mjög góður leikur hjá Indriða. Gerði grín að
Gary Neville og var með fínar sendingar i
teiginn sem sköpuðu oft usla. Skilaði varnar-
hlutverkinu einnig með sóma.
Jóhannes Karl Guðjónsson
Skilaði lélegri varnarvinnu, fáar sendingar
gengu upp og var vart hálfur maður i
tæklingabanni. Vann sér ekkert svæði og sá í
raun aldrei til sólar.
Eiður Smári Guðjohnsen
Var ekki að fínna sig vel framan afí nýrri
stöðu. Vann sig ágætlega inn í leikinn,
sýndi lipra takta og það litla sem gerðist
sóknarlega hjá liðinu var Eiði að þakka.
Helgi Sigurðsson
Var ósýnilegur þann tíma sem hann var inni á
vellinum. Vann sér ekkert svæði, engin návígi.
kom sér ekki í nein færi og tók i raun engan
þátt í þessum leik.
Heiðar Helguson
Skilaði sínu eins og venjulega. Skoraði mark,
var sífellt að áreita ensku varnarmennina og
sá til þess að þeir gátu aldrei slakað á. Hafði
úr litlu að moðu en vann vel úr sinu.
ð
Arnar Grétarsson
Mjög vondur leikur hjá Arnari. Var engin fyrir-
staða varnarlega og skilaði bolta mjög seint frá
sér. Drap nánast alla möguieika á hröðum upp-
hlaupum með þvíað klappa boltanum oflengi.