Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2004, Blaðsíða 12
72 MÁNUDACUR 7. JÚNÍ2004 Fréttir DV Þorskaseiði fluttvestur 15.000 þorskaseiði hafa verið flutt til Tálknafjarðar að því er kemur ffam á vef Tálknafjarðarhrepps, www.talknafjordur.is. og eru seiðin ætluð til ffam- haldseldis. Þórsberg ehf. fékk seiðin ffá útibúi Haf- rannsóknastofnunarinnar á Stað við Grindavík. Seiðin voru flutt í tveimur ferðum vestur. Gert er ráð fýrir því að þau verði komin í slátur- stærð haustið 2005 og ef allt gengur að óskum gæti þetta orðið töluverð búbót fyrir sveitarfélagið. Kolmunninn klikkar Kolmunnaveiðin hefur ekki gengið sem skyldi fyrir sjómannadagshelgina og veiðin verið í daprara lagi. Kolmunnaskipin eru nú í landi vegna sjómannadags- ins að því er segir á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Asgrím- ur Halldórsson SF landaði 700 tonnum á Seyðisfirði og Askell EA landaði svipuðum afla þar fyrir helgi. Jóna Eð- valds hefúr landað ríflega 800 tonnum af kolmunna á Seyðisfirði. Dalalöggan í samvinnu Arlegur samráðsfund- ur lögregluliðanna á Vestfjörðum og í Dala- sýslu var haldinn að Laugum í Dalasýslu 3. júní síðasdiðinn. Rætt var sameiginlegt um- ferðareftirht, samráð og samvinnu af ýmsu tagi. Sérstaklega var fjallað um fíkniefnamálefni og forvarnir tengdum þeim málaflokki. Var ákveðið að efla samvinnuna og sérstaklega þá er lýtur að fíkniefnamálum. Mega fíkniefnaburðardýr af Vestfjörðum passa sig í framtfðinni þegar þau ferðast um Dalasýslu. T Grétar Mar Jónsson skipstjóri. „Þaö hafa verið rólegheit aö undanförnu þar sem við erum að skipta um veiðarfæri," segir Qrétar Mar Jónsson, skipstjóri á Kristbjörgu II í Sandgerði. „Það mpbmhi Landsíminn hins vegar ekki róiegheit um helg- ina - vi'6 byrjuðum sjómanna- dagshátíðarhöldin með veg- legri árshátíð á föstudags- kvöld. Skipstjórnarmenn á Suðurnesjum hafa löngum haft fyrir sið að halda árshátíð á þessum degi og alltaf tekist gríðarlega vel. Svo var fjöldinn allurafskemmtilegum uppá- komum á Suðurnesjum um helgina og tilvalið fyrir fólk i höfuðborginni að heimsækja okkur á sjómannadegi og sjá hvað um erað vera." Jóhanna Sigurðardóttir með 85 þingmál, en Össur Skarphéðinsson næstur með 43 þingmál. Einar Oddur Kristjánsson og 3 aðrir þingmenn með ekki eitt einasta þing- mál. Geir H. Haarde afkastamesti ráðherrann en Davíð Oddsson sá afkastaminnsti. Jóhanna á viD tvo ráöherra Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, reyndist langsamlega afkastamesti þingmaðurinn á nýafstöðnu löggjaf- arþingi. Hún lagði fram hvorki meira né minna en 85 þingmál og var um leið með tvöfalt fleiri þingmál en þeir óbreyttu þing- menn sem næstir komu, Össur Skarphéðinsson með 43 þing- mál, samflokkskona þeirra, Margrét Frímannsdóttir, með 42 þingmál og Kolbrún Halldórsdóttir Vinstri-grænum með 40 þingmál. Jóhanna sló einnig við afkasta- mesta ráðherranum, Geir H. Haarde fjármálaráðherra, sem skráðist að lokum með 68 þingmál, langhæstur ráðherra rfkisstjórnar- innar. Jóhanna átti því fjórðungi fleiri þingmál en Geir og raunar var hún á við rúmlega tvo meðalráð- herra, því að meðaltali lagði hver ráðherra fram 39 þingmál. Neðstur ráðherra var forsætisráðherra sjálfur, Davíð Odds- son, með 28 mái, þar af 5 sem ráðherra Hagstofu íslands. með 43 mál. Vösk í fjárlögunum Kolbrún Halldórsdóttir með 40 mál. Lyftu ekki litlaputta Af 85 þingmálum Jóhönnu voru 19 frumvörp, 12 þingsályktunartil- lögur, ein beiðni um skýrslu °g M-f >■ 53 fyrirspurnir. Mörg þingmál ráð- herra voru enda svör við fyrirspurn- um frá Jóhönnu. Af málum Össurar voru 5 frumvörp, 6 tillögur og 32 fyrirspurnir. Kolbrún var af- kastamest í flutningi breyt- ingatillagna við fjárlaga- frumvarpið. Á hinum enda af- kastanna kom í ljós að 4 aðalþingmenn lögðu ekki eitt ein- asta þingmál fram. Þetta voru stjórnar- þingmennirnir Einar Oddur Kristjánsson, Sólveig Pétursdóttir og Arni Ragnar Árnason (sem var reyndar lang- tímum ffá vegna veikinda), öll úr Sjálfstæðisflokki, ásamt Jóni Bjarnasyni, þing- manni Vinstri-grænna. í þennan hóp mætti með tölu- verðum rétti bæta við öðrum tveimur þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins, þeim Sigríði önnu Þórðardóttur og Guð- Yfirburðir í þingmála- flutningi Jóhanna Sigutð ardóttir með 85 þingmál._ jóni Hjörleifssyni, sem hvort um sig eru skráð fyrir einu þingmáli og í báðum tilfellum breytingatillögu við mál einhvers annars. Duglegur varaþingmaður Meðal varaþingmanna var að finna afkastamikla menn, sem slógu velflestum aðalmönnum við. Þeirra methafi reyndist Valdimar L. Friðriksson úr Samfylkingunni með 24 þingmál, í öðru sæti varð sam- flokksmaður hans Ásgeir Friðgeirs- son með 16 þingmál og í þriðja sæti Atli Gíslason Vinstri-grænum með 15 þingmál. Hins vegar tókst 6 vara- þingmönnum að taka sæti á Alþingi án þess að leggja fram þingmál Sem fyrr segir var Geir fjármála- ráðherra afkastamesti ráðherrann með 68 þingmál, en í næstu sætum komu Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðar- og viðskiptaráðaherra með 45 mál og síðan komu jafnmörg mál frá dóms- og ldrkjumálaráðherra og menntamálaráðherra, 43 mál. Neðstur ráðherra var forsætisráð- herra sjálfur, Davíð Oddsson, með 28 mál, þar af 5 sem ráðherra Hag- stofu íslands. Fyrir utan ofantalið komu mörg þingmál í nafni nefnda þingsins, þar af flest frá efnahags- og viðskiptanefnd (46) og allsherj- arnefnd (41). fridrik@dv.is Dugleg þrátt fyrir veik- Indi Margrét Frlmanns- dóttir með 42 mál. Mat á þjóðfélagslegum áhrifum rafskautaverksmiðju á Katanesi Rafskaut myndu veita 140 manns atvinnu Fjármálaráðuneytið hefur látið gera mat á þjóðfélagslegum áhrif- um rafskautaverksmiðju á Katanesi í Hvalfirði. Matið er byggt á fyrir- liggjandi áformum um að byggja verícsmiðju sem gæti framleitt 340 þúsund tonn á ári af rafskautum fýrir bræðsluofna við álframleiðslu. Reiknað er með að þegar verk- smiðjan verði komin í fullan rekstur muni hún veita 140 manns atvinnu. í matinu er gengið út frá að 85% framleiðslunnar verði selt hér inn- anlands og að heildarverðmæti framleiðslunnar nemi um 10,5 milljörðum króna á ári. Stofnkostn- aður er áætlaður um 16,5 milljarðar króna en stefnt er að því að hefja byggingarframkvæmdir á næsta ári. og að fullum afköstum verði náð 2008. Ráðuneytið telur að bygging verksmiðjunnar muni auka hagvöxt hérlendis um rúmlega 0,25% árið 2005 en næstu tvö ár á eftir verði þessi aukning nokkru minni. Hins vegar er gert ráð fyrir að árið 2008, þegar fullum afköstum er náð, muni hagvaxtaraukningin á ný ná 0,25%. Þegar fullum afköstum er náð reiknar ráðuneytið með að verk- smiðjan muni draga úr viðskipta- halla sem nemur 7-8 milljörðum króna þar sem ekki verður þörf á að flytja inn rafskaut til álframleiðslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.