Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2004, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ2004 Fréttir DV Kepptu í brottkasti Sjómannadag- urinn var haldinn hátíðlegur í gær eins og verið hefur óslitið frá því á fjórða áratug síðustu j aldar. Menn finna upp á ýmsu til að skemmta sér og öðr- um þennan dag. Kappróður, kodda- slagur og kapp- drykkja er á dagskrá á flestum stöðum þessa helgi en keppni í brottkasti er þó ný af nálinni enda brottkastið kolólöglegt eins og menn vita. Hornfirðing- ar létu þó lög og reglur lönd og leið nú um helgina og kepptu í brottkasti. Brott- kastið var þó ekki það sama og kvikmyndað var um borð Bjarma hér um árið því þorskurinn sem menn köstuðu var einungis gervi. Að sögn Hornfirðinga naut greinin mikiUa vinsælda hjá gestum á Hornafirði um helgina. Sleginn með flösku Maður á þrítugsaldri gisti fanga- geymslur á Húsavík aðfara- nótt sunnudags vegna lfkamsárás- ar. Að sögn lög- reglu sinnaðist árásarmanninum og jafiialdra hans á dansleik í félags- heimili Húsavíkur sem lyktaði með því að sá síðarnefndi fékk flösku í höfuðið. Sá sem varð fyrir árásinni fékk aðhlynningu hjá lækni þar sem saumað var í höfuð hans, en hann reyndist ekki alvarlega slas- aður. Ekki var Ijóst seinni- partinn í gær hvort sá sem sleginn var kærir árásina eða ekki. Málið telst upp- lýst. Deilt um hraðahindrun íbúar á Hallormsstað eru ósáttir við að Vegagerð- in á Austurlandi skuli ekki fallast á tillögur þeirra um hraðahindrun við skóginn. Umferð hefur aukist mjög mikið síðan | framkvæmdir við Æ \ Kárahnjúkavirkj- un hófust fyrir Æmimim rúmu ári síðan og í raun svo að íbúum þykir nóg um. Vegagerðin fellst hins vegar ekki á þessi rök íbúanna og á vef RÚV er haft eftir sýslumannin- um á Seyðisfirði að það sé f verkahring bæjarstjórnar á Austur-Héraði að ákvarða um hindrunina. Lögreglan í Borgarnesi kom upp um hassverksmiðju á Ölvaldsstöðum 2 á föstu- daginn. Hassið var framleitt i mjólkurhúsi eyðibýlisins þar sem hlerar voru fyrir gluggum. Tveir menn voru handteknir í tengslum við málið. Lögreglan hafði lengi fylgst með þeim, meðal annars í eftirlitsmyndavélum Hvalfjarðarganganna. Á föstudaginn kom lögreglan í Borgarnesi upp um hassrækt, heilan skóg, á eyðibýlinu Ölvaldsstöðum 2 í grennd við Borgar- nes. í kjölfarið voru tveir menn handteknir og lagt hald á mikið magn af kannabisplöntum, skotfæri og sprengiefni. Lögreglan hafði lengi fylgst með verksmiðjunni, meðal annars með eftir- litsmyndavélum í Hvalfjarðargöngunum. Hassræktin, sem var stórtæk, fór fram í gömlu mjólkurhúsi þar sem neglt hafði verið fyrir glugga. „Við höfum ekkert kynnst þessu fólki, sem talaði aldrei við okkur. Við höfum þar með ekkert upp á það að klaga," segir Guðrún Fjeldsted, sem býr eina 700 metra frá hassverk- smiðjunni á Ölvaldsstöðum II. Hún segist alveg hafa komið af fjöllum í þessu máli enda ekki skipt sér mikið af þessu fólki. Nágrannar sem DV ræddi við segja að um vel skipulagða starfsemi hafi verið að ræða; mennirnir verið á tveim bflum. Komið á kvöldin og farið snemma á morgnanna. Þannig var alltaf einn bfll fyrir utan; eitthvað sem nágrannarnir halda að hafi átt að villa þeim sýn. ,Ætli þeir hafi ekki komið til að vökva plöntumar," segir nágranni sem vildi ekki láta nafns síns getið af ótta við verksmiðjueigendur. „Mað- ur fyllist skelfingu við að hugsa til þess að þarna fundust sprengiefni og skotfæri," bætir nágranninn við. „Maður veit aldrei upp á hverju svona fólk tekur." Heimildir DV herma að frarn- leiðslan á Ölvaldsstöðum hafi staðið frá því um áramót. Mennirnir leigðu eyðibýlið af einstæðri móður sem „Ætli þeir hafi ekki komið til að vökva plönturnar sjálf bjó á Ölvaldsstöðum 2 um tíma. Hún bjó þó ekki á bænum síðustu mánuði. Samkvæmt heimildum DV hefur lögreglan fylgst með mönnun- um tveimur, sem báðir eru þekktir úr fíkniefnaheiminum, um nokkurra vikna skeið, meðal annars í gegnum eftirlitsmyndavélar í Hvalfjarðargöngun- um. Þá er talið að hár rafmagnsreikn- ingur eyðibýlisins hafi átt sinn þátt í að koma upp um verk- smiðjuna. Theodór Þórðar- son, yfirlögreglu- þjónn í Borgarnesi, segir þetta stærsta magn sem lögreglan hefur gert upp- tækt í einu en 183 kannabisplöntur, fjörutíu hvellhettur, sprengiefni og skotfæri fundust við leit í hassverks- smiðjunni. Plöntumar voru allt frá græðlingum upp í stórar plöntur og einnig fundust gróðurhúsalampar og tól til eiturlyfjaneyslu. Mennirnir tveir sem voru handteknir eru ekki af yngri kynslóðinni - fæddir árið 1968 og 1966. n@dv.ii simon@dv.is _ ^ 1 Hvalfjarðargöng Fylgst var I með ferðum hassmannanna I I eftirlitsvélum ganganna. V Hassplöntur Lögreglan í Borgarnesi lagði hald á 183 piöntur. Hluti þeirra er hérámyndinni. Það er víst búið að semja um úrslitin á næsta landsleik Já, Svarthöfði gerði þau mistök, eins og eflaust landsmenn flestir, að horfa á þennan fótboltaleik, England-fsland, um helgina. Svarthöfði lét eiginlega glepjast. Það var búið að augiýsa þetta svo vel. Það var meira að segja auglýs- ing á öllum strætisvögnum bæjar- ins um tíma og einhvern veginn leit þetta út fyrir að stefna í einvígi aldarinnar. Nema kannski daginn fýrir leik. Þegar Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins I knattspyrnu, veitti því merka dag- blaði The Sun einkaviðtal og lofaði því að íslendingar myndu alls ekki m Svarthöfði reyna neitt á sig og í raun gefa leik- inn. En Svarthöfði sá það viðtal ekki fyrr en of seint. Hann vissi hreinlega ekki að Eiður og hans fé- lagar hefðu ákveðið að gefa leik- inn. Það hvarflaði ekki að honum fyrr en íþróttafréttamaðurinn sem lýsti leiknum sagði á upphafsmín- útunum að þeir hefðu hist Sven Göran Erikson og Ásgeir Sigur- vinsson og samið um úrslitin. Hann orðaði það ekki alveg þannig en það lá í meiningunni; Hvernig hefur þú það? Óli Bjarni Óiason, smábátakóngurinn í Grímsey „Ég hefþað bara ágætt. Það var ball i gærkvöld og svo er koddaslagur i kvöld. Mér líst vel á þetta smábátafrumvarp. En ég græði örugglega ekki mikið á kvótasetningunni, þetta gæti oröið kvóti fyrir svona 200 milljónir. Ég er búinn að eyða örugglega 150 milljónum í þessa sex báta sem ég hef," segir Óli Bjarni Ólason, smábátakóngur í Grímsey. að þeir hefðu hist og Ásgeir lofað að við myndum ekki berjast. Já, það var fyrir fram ákveð- ið að gefa leikinn. Og í fyrstu varð Svarthöfði reiður. Hann viðurkennir það. Síðan sár en loks uppgötvaði hann plottið. Stóra plott Ás- geirs og Eiðs. Um að við gæfum þenn- an leik, tipluð- um á tánum og gerð- um gjör sam- lega ekki neitt til að styggja ekki goð- ið Beckham og Svenna Erikson, og í staðinn myndu þeir kannski af mikilfeng- leik sínum gefa okkur leik. Heilan fótboltaleik. Ekki þennan leik heldur þann næsta sem við keppum við England. Þann leik vinnum við víst. Gott að það er komið á hreint. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.