Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2004, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2004, Blaðsíða 9
DV Fréttir MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ2004 9 Fyrsta hrefn- an drepin Á föstudaginn veiddu skipverjar á Nirði frá Kópa- vogi fyrstu hrefnuna þetta sumar. Hún veiddist í utan- verðum Faxaflóa. Aðeins 25 hrefnur verða veiddar í vís- indaskyni í sumar og verð- ur veiðunum dreift í sam- ræmi við rannsóknaáætlun Hafrannsóknastofnunar. Þrír bátar munu veiða hrefnurnar 25 í sumar, en síðasta sumar var gefið skotleyfi á 38 hrefnur. Loftvarnar- byrgi grafið upp Framkvæmdir við Mol- ann, nýja verslunarmiðstöð á Reyðarfirði, eru nú að hefjast. Við uppgröft á svæðinu notuðu menn tækifærið og náðu upp í heilu lagi 14 tonna loft- varnarbyrgi frá tímum her- setu í seinni heimsstyrjöld- inni. Sigfús Guðlaugsson, rafveitustjóri á staðnum, er hvatamaður þess að byrg- inu var náð í heilu lagi, en það er 2 metra hátt og 5 metra langt, og er ætlunin að því verði nú fundinn staður á Stríðsárasafninu á Reyðarfirði. Siv á fjöllum Jöklarannsóknafélagið er nú á ferð á Vatnajökli í vikuferð ásamt Siv Friðleifsdóttur um- hverfisráðherra. Fram kemur á heimasíðu Sivjar að hluti af verkefn- um jöklarannsókn- armanna nú sé að mæla nákvæmlega hæð Hvannadals- hnjúks með nýjustu tegund GPS-mælinga. En nú eru 100 ár liðin frá því hæð hnjúksins var mæld fyrst. Siv segir:„Þá mældist hæð- in 2119 m.y.s. og hafa öll ís- lensk börn lært þá tölu í landafræði æ síðan. Spenn- andi verður að sjá hvort hæðin mælist önnur nú, en þá þarf væntanlega að end- urmennta alla þjóðina hvað varðar hæð hæsta tindar ís- lands, Hvannadalshnjúks." Fíkniefni íborginni Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af fólki vegna fíkniefnamisferlis í þremur tilvikum í fyrrinótt. Minniháttar magn af am- fetamíni og kannabisefhum fundust á fólki sem sagði fíkniefnin til eigin neyslu. Þótt nóttin hafi ver- ið fremur róleg að sögn lög- reglunnar voru margir samankomnir í góða veðr- inu í miðbænum í gær- morgun og þeir síðustu ekki á heimleið fyrr en verulega var tekið að líða á morguninn. Ákvörðun formanna ríkisstjórnarflokkanna um að styðja innrás Bandarikjamanna i írak var ekki rædd á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins síðastliðinn föstu- dag. Kristinn H. Gunnarsson alþingisþingmaður greindi frá þvi i siðustu viku að engar umræður hafi farið fram um stuðning íslendinga við striðið i þingflokki Framsóknar. Kristinn fellst ekki á rök varaformanns Framsóknar i íraksmálinu. Stjórnarskrárbreytingan helnd Halldórs og Davíös Kristinn segist hafa haft í hyggju að taka íraksmálið upp en þar sem fjölmiðlalögin svokölluðu og ákvörðun forseta um að vísa þeim til þjóðaratkvæðis hafi tekið mestan ræðutíma fundar- manna hafi ekki gefist tdm til að ræða stríðið í frak. „Ég hafði hugsað mér að taka þetta upp á þessum vettvangi en það gafst ekki tóm til þess vegna umræðna um fjölmiðlafrumvarpið, “ seg- ir Kristinn í samtali við DV. „Ég er og hef verið þeirrar skoð- unar að við íslendingar höfum verið gerðir að þátttakendum í þeim átök- um sem verið hafa í írak á röngum forsendum enda hefur það sýnt sig að þær forsendur sem lágu til grund- vallar innrásinni voru beinlínis rangar og því brostnar," segir Krist- inn og vísar þar í fullyrðingar innrás- arliðanna um gereyðingarvopna- eign Saddams Hussein og meintra tengsla hans við al- Guðni Ágústsson Sagði að ákvörð- un um innrásina hafí þurft að taka án þátttöku þingflokkannayegna þess að það hefði verið á örlagastundu. Kaída sem ekki hefur reynst vera hægt að sanna eða finna stað. Kristinn segist ekki geta tekið undir þau orð Guðna Ágústssonar, varaformanns Framsóknarflokksins, að ákvörðun þeirra Halldórs Ás- grímssonar og Davíðs Oddsonar um stuðning íslendinga við innrásina hafi þurft að taka án þátttöku þing- flokka stjórnarflokkanna vegna þess að ákvörðun hefði þurft að taka á ör- lagastundu. „Ég get ekki tekið undir þetta enda eru menn þá að gefa sér að það hefði þurft að taka ákvörðun í flýti vegna þess að stuðningur okkar hafi ráðið úrslitum um innrás Banda- ríkjamanna og það gerir málið enn alvarlegra í mínum augum,“ segir Kristinn sem segist ekki vita hvort afstaða annarra í þingliði flokksins sé sú sama og hans. Hefndaraðgerðir Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa boðað breytingar á stjómarskrá þess efnis að synjunarvald forseta verði afnumið. Það er mat margra að sú ákvörðun sé viðbrögð við ákvörð- un forseta í fjölmiðlamálinu svo- kallaða. Kristinn tekur undir þetta og segist ekki styðja þessar fýrirædanir þrátt fyrir yfirlýsingar formanns Fram- sóknar um sátt um breytingarn- ar innan ríkis- stjómarflokk- anna. „Mér finnst Halldór og Davfð Kristinn H. Gunnarsson segirfyrirhugað afnámþeirra félaga á málskots- rétti forseta hefnd gegn forseta. ekki rétt að ræða breytingar á stjórn- arskrá í kjölfar ákvörðunar forseta nú og mér finnst það bera sterkan svip af hefndaraðgerð gegn for- setanum í kjölfar ákvörðun- ar hans," segir Kristinn. Hann segir formann flokksins ekki hafa rætt fyrirhugaða stjórnar- skrárbreytingu í ræðuj sinni á miðstjórnar- fundinum. „Éghefsjálf- ur lagt til breytingar á stjómarskrá í tvígang í þinginu og þá þess efnis að stuðla að aðskilnaði framkvæmda- og löggjaf- arvalds, að ráðherrar séu ekki þingmenn, og afhám réttar til bráðabirgðarlagasetn- ingar en þessa breytingu get ég ekki stutt þó ég vilji skýra rétt til málskots og þjóðaratkvæða- greiðslna almennt," segir Krist- inn. Heim- ildarmenn blaðsins segja umræður á fundinum hafa verið litaðar af því að já-bræður formannsins hafi fjölmennt þangað. Kristinn vildi ekki tjá um þá fullyrð- s ingu en sagði að mótmæli við af- , greiðslu ríkis- stjórnarinnar i á fjölmiðla- fmmvarpinu hefðu kom- ið fram í máli nokk- urra þing- fulltrúa. helgi@dv.is Kristinn H. Gunnarsson Alþingismaðurinn er ósam- mála Guðna Ágústssyni um forsendur Iraksstríðsins. Þungt hjá Sláturfélagi Suðurlands: Lágmarks þátttaka í þjóðaratkvæði SS tapaði 100 milljónum Fráleit hugmynd Björns Tap á rekstri Sláturfélags Suður- lands á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 100 milljónum kr. í tilkynningu frá félaginu kemur m.a. fram að af- koman á fyrstu þremur mánuðum ársins hafi verið óviðunandi. Ein- kenndist tímabilið af verðsam- keppni og offramboði á kjöti á mark- aðinum. Til samanburðar má nefna að tapið á sama tíma í fyrra nam 43 milljónum kr. Rekstrartekjur samstæðu SS voru 993 milljónir kr. á fýrr- greindu tímabili á móti 747 milijónum króna í fýrra. Skýrist munurinn að mestu vegna inn- komu dótturfélaga í samstæðuupp- gjörið. Rekstrargjöld, án afskrifta, voru hins vegar einn milljarður kr. á móti 751 milljón kr. árið áður. Afkoma SS hefur jafnan verið þyngst framan af árinu en best á síð- asta ársfjóröungi. í tilkynningu félagsins kemur fram að brugðist verði við þessari stöðu með áframhaldandi aðhaldi í rekstri og gripið verði til þess að draga úr útgjöldum. Þar að auki hafa fjárfestingar á vegum fé- lagsins verið dregnar saman. Sláturfélagið tapar Afkoman á fyrstu þremur mánuðum árs- ins talin óviðunandi Hugmyndir Bjöms Bjamasonar dómsmála- ráðherra um 75% lág- marksþátttöku lands- manna í þjóðaratkvæða- greiðslu um fjölmiðlalögin hafa vakið hörð viðbrögð hjá stjórnarandstöðunni. össur Skarphéðinsson, formaður Samfýlkingar- innar, segir að hann hafi varla séð vitlausari hug- mynd en þetta og hann geti ekki annað en ályktað sem svo að ríkisstjómin ætli að reyna að eyðileggja atkvæðagreiðsluna fyrir þjóðinni. „Þetta er hreint út sagt öld- ungis ffáleit hugmynd," segir Össur. „í þessari atkvæðagreiðslu eiga að gilda sömu reglur og í almennum þingkosningum, það er einfaldur meirihluti ræður." össur segir að það sé ekki eftir uciuu að bíða með að kalla þing saman og ákveða með hvaða hætti þjóðarat- kvæðagreiðslan verði fram- kvæmd. „Okkur formönn- um stjómarandstöðuflokk- anna hafa 'hins vegar ekki borist nein boð um fund um málið ffá forystumönn- um ríkisstjómarinnar," seg- ir hann. „Þetta lyktar allt af því að þessir menn geta ekki sætt sig við rétt þann sem stjómarskráin veitir forseta íslands." í máli Össurar kemur ennfremur ffam að stjómarandstaðan hafi sett fram eindregnar óskir um fúnd með Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgríms- syni en þeim óskum sé ósvarað og tel- ur hann það sérkennilegt. Ekkert sé því til fyrirstöðu að kalla þing saman með örfárra daga fyrirvara. Össur Skarphéðinsson Það er ekki eftir neinu að bíða með að kalla þing saman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.