Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2004, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ2004 Fréttir DV /-» Ferill Ronalds Reagan er um margt sérstakur. Hann var íþróttafréttamaður, b-mynda leikari, ríkisstjóri í Kaliforníu og að lokum æðsti ráðamaður Bandaríkjanna. Frá Hollywood til Hvíta hossins Ronald Reagan þótti á sínum tíma nokkuð sérkennilegur stjórnmálamaður. Hann starfaði ungur að árum sem íþróttafrétta- maður og gerðist síðan leikari í Hollywood. Hann náði nokkrum frama en var þekktastur fyrir hlut- verk sitt í svokölluðum b-mynd- um. Oft var hæfileiki hans sem leikari dreginn í efa og hafa ýmsir bent á myndina Bedtime for Bonzo þar sem mótleikari Ron- alds Reagan var simpansi. Fáir áttu von á því að Ronald Reagan myndi enda í stjómmál- um. Sú varð þó raunin. Eftir að hafa beitt sér í réttindamálum leikara í mörg ár leiddist hann smám saman út í pólitfldna og einfaldur stfll hans heillaði kjós- endur. Árið 1967 var hann kosinn rfldsstjóri í Kalifomíu og rúmlega áratug síðar, árið 1980, var Ronald Reagan orðinn forseti Bandarflcj- Skorað á Gorbatsjov Stjómartíð Reagans var nokk- uð umdeild. Hann var staðráðinn í að efla Bandarfldn og berjast á móti ofrfldnu í austri. Frægt er w ■ konaldReaganmeð konu dvöl I Camp David. þegar Reagan var í Berlín árið 1987 og stóð ofan á múrnum sem skildi að austur- og vesturhluta „Rífðu niður þennan múr,“ sagði Reagan og endurtók orðin við mikinn fögnuð. „Rífðu niður þennan múr.“ Þessi harka í garð Sovétrfkj- anna var ný stefna. Áður höfðu Bandarfldn lagt áherslu á friðsam- lega sambúð við Sovétrfldn. Reag- an var hins vegar hvergi banginn. Talaði um „heimsveldi hins illa“ og setti meiri pening í bandaríska herinn en áður hafði þekkst. Margir telja að þessi harka hafi verið ein af ástæðum þess að Sov- étrfldn gáfu undan og grundvöllur varð fyrir friðarumleitanir. Það sem kannski einkenndi Ronald Reagan var ekki fræðileg þekking á kerfinu eða akademísk hugsun. Hann hafði brjóstvit og náði vel til fólksins. Hann var tals- maður frjálshyggju og á hans tíð sneru Vesturlönd til hægri í efna- hagsmálum. Reyndar hafa menn bent á að í lok valdatíðar Reagans var skuldahali Bandaríkjanna meiri en hjá öllum fyrirrennurum hans. borgarinnar. Hann hélt ræðu og skoraði með eftirminnilegum hætti á Mikhafl Gorbatsjov: Ný dögun Þegar Ronald Reagan hætti sem forseti tók George Bush eldri við völdum. í dag er sonur Bush við völd og hafa margir sett sama- semmerki með hugmyndafræði Bush yngri og Reagans. Báðir eru menn hugsjóna og hermáttar. Þeir vilja að Bandarfldn séu sá hvíti fáni sem þjóðir heims flykkja sér um. En hvort Bush yngri verði minnst sem mannsins sem kom friði á í heiminum eins og Reagan verður að teljast ólfldegt um þess- ar mundir. Mikil sorg er í Bandaríkjunum vegna dauða Reagans - mannsins sem boðaði f upphafi síns ferils „nýja dögun í Bandaríkjunum". Síðustu ár hafa menn einnig fylgst með baráttu hans við Alzheimer, í raun allt síðan 1994 þegar hann gerði opinbert í hjartnæmu bréfi að hann væri haldinn þessum hættulega sjúkdómi. „Ég hef nú ferð sem mun á endanum leiða mig til dauða," skrifaði Reagan í bréfi sfnu til bandarísku þjóðar- innar. „En ég veit að framtíð Bandaríkjanna verður ætíð björt." Reagan lést á heimili sínu í Kaliforníu með konu sfna Nancy og þrjú böm sér við hhð. Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra þegar Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjov hittust í Reykjavík árið 1986. Hann hitti Ronald Reagan og gerði tilraun til að ræða við hann um heimsmálin. Hann segir Ronald Reagan, sem lést nú um helgina, hafa verið mikinn leiðtoga, ljúfan mann og góðan. FriðarMiriini í Reykjavfk markaði háttaskil í sdnunni jUpt Ronald Reagan Vigdís Finnboga- dóttir Heimsótti Bessastaði. Ronald Reagan, fyrmm forseti Banda- ríkjanna, lést um helg- ina, 93 ára gamall. Síð- asta áratug ævi sinnar hafði Reagan háð bar- áttu við Alzheimer sjúk- dóminn sem á endan- um varð honum að bana. Ronald Reagan varð 69 ára gamall fertugasti forseti Bandaríkjanna. Þrátt fýrir aldurinn þótti stjórn hans ein- kennast af bjartsýni æskumannsins. íslendingar fengu að kynnast þessum manni, sem hóf feril sinn sem kvikmynda- leikstjóri en endaði sem forseti, á leiðtogafundinum í Höfða. „Hann kom mér fyrir sjónir sem mjög ljúfur maður og góður," segir Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, en leiðtogafundurinn í Reykjavík var einn hápunkmrinn á stjómmála- ferli hans. Steingrímur hafði yfir- umsjón með undirbúningi fundar- ins og kom víða við sögu. Hann vakti athygli erlendra fréttamanna fyrir skörungsskap sinn og einnig óhefðbundna framkomu. Þannig er fræg myndin af Steingrími á sundskýlunni að tala við erlendan blaðamann. e °9 Sjúkdómur gerir vart við sig Steingn'mur fékk í aðdraganda leiðtoga- fundarins tækifæri til að ræða við Ronald Reag- an. í ævisögu sinni lýsir hann samtali sínu við Reagan á h'flegan hátt. Hann byrjar á að bjóða Reagan velkomin og gerir því næst grein fyrir skoðun sinni á heims- málunum. Reagan dregur hins vegar miða upp úr vasa sín- um og segir Flugleiðir hafa fengið leyfi til að fljúga á milli Kefla- víkur og Boston. Stein- grímur segist hafa reynt að beina umræðunni að leiðtogafundinum en for- seti Bandarflcjanna hafi virst annars hugar. “Reagan svaraði orð- um mínum enn ekki í neinu. Bandarfkjafor- seta lá ekki hátt rómur, röddin var notaleg og fasið vingjarnlegt. Hann hafði glaðværan glampa í augum og engum duldist að þarna fór maður með rflca frá- sagnargáfu ... Ég reyndi hvað eftir annað en árangurslaust að ræða efni leiðtogafundarins. Reagan lét eins og hann heyrði það varla og skipti alltaf yfir í aðra sálma. Mér þótti erfitt að ná sambandi við hann. Það var eins og forsetinn væri ekki fyllilega með á nótunum ... þess í stað sagði hann brand- ara.“ Steingrímur tekur þó fram að því sé ekki að neita að Reagan skildi eftir sig stór spor í amerísku þjóðhfi. „Hann innleiddi nýja auð- hyggju og barðist fyrir ffjálshyggj- unni. Þannig jók hann frelsi stór- fyrirtækjanna þó sumir teldu hann _____________ kannski ganga of langt í þá átt,“ segir Steingrímur. Varðandi Kalda stríðið segir Stein- grímur að _________ þáttur Reag- ans hafi verið afar mikilvægur. 1:4, | Höfði Mótmæli voru fyrir utan húsið þar sem fundurinn fór fram. þrátt fýrir hörkuna leitaðist Mikill leiðtogi „Hann hleypti hörku í Kalda stríðið og jók víg- búnaðarkapp- —■ hlaupið," segir Steingrímur. „Hins vegar beitti hann sér einnig fyrir fundum með Gorbatsjov sem voru mikilvægir í að koma á friði. Það má segja að Steingrfmur Hermanns- son Vakti athygli I erlend- um fjölmiðlum meöan á fundi leiðtoganna stóð. hann við að ljúka Kalda stríðinu með sátt og samkomulagi." Fréttin af dauða Reagans kom Steingrími ekki á óvart. „Nei, mað- ur átti nú frekar von á því. Reagan hafði barist við Alzheimer-sjúk- dóminn í mörg ár. Var líklega kom- inn með einkenni sjúkdómsins þegar hann kom hingað til lands." Aðspurður um hvemig hann myndi lýsa Reagan segir Stein- grímur: „Þetta var mikill leiðtogi semféllþamafrá". simon@dv.is Forseti Islands sendi samúðar- kveðjur til Bandaríkjanna Skapaði nýja heimsmynd Forseti íslands, Ólafur Ragn- ar Grímsson sendi í gær George Bush, forseta Bandaríkjanna, og Nancy Reagan og fjölskyldu hennar samúðarkveðjur vegna andláts Ronalds Reagan, fyrrum forseta Bandaríkjanna. í kveðju forseta íslands er áréttað hve stóran þátt Ronald Reagan átti í að skapa nýja heimsmynd, stuðla að endalok- um kalda stríðsins og leggja gmndvöh að afvopnun og frið- samlegri sambúð þjóða. íslend- ingar myndu um aUa framtíð minnast hins merka leiðtoga- fundar í Reykjavík, fundar sem hefði markað þáttaskfl í verald- arsögunni og verið meðal stærstu stunda í sögu íslands. „Vonandi mun sá friðarandi sem einkenndi framtíðarsýn Ronalds Reagan á þeim fundi fylgja mannkyninu um aUa framtfð," segir í kveðju forseta fslands. I Ólafur Ragnar Grlmsson S endi samúðarskeyti til fjölskyldu Reagans og George Bush.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.