Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2004, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2004, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ2004 Fókus DV ♦ -£ Plötur Sonic Youth: • Sonic Youth (1981) • Confusion Is Sex (1983) • Bad Moon Rising (1985) • EVOL (1986) • Sister (1987) • Daydreant Natiou (1988) • Goo (1990) • Dirty (1992) • Experimental let Set, Trash & No Star (1994) • Washing Machine (1995) • A Thousand Leaves (1998) • Goodbye Tvventieth Century (1999) • NYC Ghosts & Flowers (2000) • SYR 5 (2000) • SYR 6 (2002) • Murray Street (2002) • Sonic Nurse (2004) Og líka tvær kvikmynda- plötur: • Made In USA (1995) • Demonlover (2002) Auk þess hafa tónleikaplötur, EP-plötur, sólóplötur meðlima og plötur nteð liliðaiverkefnum eins og Ciccone Youtli, Free Kitt- en, Ilarry Crews og Dim Stars lit- ið dagsins ljós... Er New York svalasta rokk- borg sögunnar? Nokkur atriði sem styðja þá kenningu: 1967 • Velvet Underground vckur athygli og Nevv York verð- ur opinber höfuðborg kúlsins í rokkinu. 1972 : New York Dolls brúa bilið á milli Velvet og pönksins. 1975: Pönkið leggur undir sig klúbbana í borginni. Patti Smith. Tclcvision, Ramones, Talking Heads, Richard Hell, Blondie... 1979: No Wave bylgjan skellur á: Suicide, Lydia Lunch, James Chance & The Contortions, DNA, Defunkt, Mars... 1981: Sonic Youth verður 1986: Pussy Galore senda frá sér plötuna Groovy Ilate Fuck. 1986: Beastie Boys gefa út Fight I-or Your Righl To Party. 1988 • Sonic Youth gefur út Daydream Nation. 1990: Jon Spencers Blucs Explosion verður til. 1990 : Sonic Youth gefur út Goo. 2001 : The Strokes slá í gegn og ryðja brautina fyrir nýja rokk- bylgju. 2002-2004: Stööugur strauinur kúl New York-sveita. The Rapture, Interpol, Yeah Yeah Yeahs, Radio 4, Liars, The Walk- men, LCD Soundsystem... 2004: Sonic YoutJi senda frá sér sína 17. plötu, Sonic Nurse. Góöæni Sonic Youth heldur ðfram SonicYouth í dag. Auk þeirra Thurston Moore, Kim Gordon, Lee Ranaldo og Steve I shelley er Jim O'Rourke nú meðlimur I sveitinni. „Sonic Youth var ein fyrsta hljómsveitin til að sýna það og sanna að það er alveg hægt að vera hjá einu afstóru plötufyrirtækjunum án þess að missa stjórn á sveitinni eða selja sál sína." nöfnum tveggja tónlistarmanna, Fred „Sonic" Smith gítarleikara 60’s bfl- skúrshljómsveitarinnar MC5 og reggí- snillingsins Big Youth... Hávaði, óreiða og rangt stilit- ir gítarar Sonic Youth kom ffam í kjölfar No Wave bylgjunnar í New York, en það var tónlistarhreyfing sem kom fram í kjölfar pönksins og einkenndist af hrá- leika, fjölbreytni og tilraunamennsku. Mars, Lydia Lunch, The Contortions og Suicide voru á meðal helstu fram- varða stefnunnar. í byrjun álcváðu Sonic Youth að stíga slcrefi lengra en sveitimar sem á undan komu. Þau spiluðu hávaðakennda og kaótíska tón- list sem átti lítið skylt við hefð- bundna rokktónlist og notuðu mikið af gömlum gíturum sem þau stUltu gjaman mislangt frá hinni hefðbundnu tónstillingu hljóðfærisins. Fyrsta plata sveit- arinnar sem hét einfaldlega Son- ic Youth kom út árið 1981 hjá Neutral útgáfunni sem var rekin af tilraunagítarleikaranum Glen Branca. Hún var ekki beint hlustunarvæn. Það má segja að hugmyndin að tónlistinni hafi verið betri en útkoman... Hjakkið og Geffen Á næstu árum spilaði hljóm- sveitin vítt og breytt um Banda- ríkin og Evrópu í litlum klúbbum fyrir fáa áhorfendur og skrölti á milli staða í hljómsveitarrútu af minnstu gerð. Hlustendahópur- inn fór þó smám saman stækk- andi. Sveitin flæktist líka á milli lítilla óháðra plötufyrirtækja. Homestead, Blast First og SST vom þar á meðal. Tommuleik- araskipti vom tíð fyrstu árin, en 1986 gekk Steve Shelly til liðs við sveitina og síðan heftir manna- skipan verið óbreytt, nema hvað fjölbragðatónlistarmaðurinn Jim O’Rourke frá Cliicago bættíst í hópinn sem fullgildur meðlimur fyrir tveimur árum. Platan Daydream Nation sem kom út árið 1988 stækkaði hlustenda- hópinn töluvert og í kjölfar hennar gerði sveitin samning við Geffen sem er hluti af Universal-veldinu. Mörgum af gömlu aðdáendunum leist iila á þann ráðahag, en þeir hefðu ekki þurft að hafa áhyggjur. Sonic Youth var ein fyrsta hljómsveitin til að sýna það og sanna að það er alveg hægt að vera hjá einu af stóm plötufyrirtækjunum án þess að missa stjórn á sveitinni eða selja sál sína... Kool Thing og Nirvana Goo var fyrsta Sonic Youth platan hjá Geffen. Hún vakti mikla athygli, m.a. fyrir lagið Kool Thing sem Public Bandaríska liljómsveitin Sonic Youth er búin að vera starfandi í 23 ár. Nú í vikunni kemur út ný plata með henni. Hún heitír Sonic Nurse og er 17. plata sveitarinnar í fulfri lengd. Sonic Youth er um margt merkileg hljómsveit. Hún er ekki bara langlíf heldur hefur henni tekist að staðna aldrei og fara aldrei úr tísku. Það er eiginlega enginn dauð- ur tími á ferlinum og hljóm- sveitin virðist njóta sömu virð- ingar í dag og hún hefur gert síðustu tvo áratugi, bæði á meðal ungra tónlistaráhuga- 'manna og hjá þeim sem eldri em. Tónlist Sonic Youth hefur frá upphafi verið sambland af hávaða, tilraunamennsku og hefðbundnum rokklagasmíð- um. Stundum er meira rokk og minni tilraunamennska og á öðmm tímum er það öfugt. Eins og með eðalvín er upp- skeran svolítið misjöfn ár frá ári, en það má alltaf ganga að vissum gæðum vísum... (kjölfar pönks og No Wave Sonic Youth varð til í New York borg árið 1981. í byrjun var hún sldpuð Thurston Moore gítarleikara og söngv- ara, Kim Gordon bassaleikara og söngkonu, Richard Edson trommuleikara og Ann Demar- inis sem spilaði á hljómborð. Ann hætti þó eftir stuttan tíma, en í staðinn kom annar gítarleikari, Lee Ranaldo. Thurston og Lee fengu áhuga á rokktónlist þegar þeir kynntust New York pönkinu og sveitum eins og Ramones, Television og Patti Smith Group á ámnum 1976 - 1977. Á þeim tíma vom rokkklúbbar eins og CBGBs og Max’s Kansas City í aðalhlutverki í rokklífi borgarinnar. Á sama tíma var Kim Gordon að læra myndlist í LA Hún flutti liins vegar til New York 1978 og kynntist Thurston. Þau fóm fljót- lega að spila (og búa) saman. Nafnið Sonic Youth er að sögn sett saman úr Enemy rapparinn Chuck D rappar í, en það fékk töluverða spilun á MTV. Sveitin fór á tónleikaferð með Neil Young & Crazy Horse árið 1990 og árið á eftír hitaði Nirvana upp fyrir Sonic Youth á tónleikaferð um Evrópu. Á miðri þeirri ferð sló Smells Like Teen Spirit í gegn og bandarískt rokklíf breyttist að eilífu. Sonic Youth naut góðs af því og næstu plötur, Dirty (1992) og Experimental Jet Set, Trash & No Star (1994) seldust vel. Síðan hef- ur Sonic Youth verið á góðri siglingu, en hefúr helgað sig tilraunakenndum hlutum í auknum mæli síðustu ár. Þau stofnuðu sitt eigið plötufyrirtæki SYR (Sonic Youth Records) árið 1997 til þess að gefa út sín tilraunakenndustu verk, auk þess sem þau hafa frá upp- hafi tekið þátt í ótal samvinnu- og hliðarverkefnum. Þar á meðal má nefha Harry Crews (Kim, Lydia Lunch, Sadie Mae) og Dim Stars (Thurston, Steve, Richard Hell og Don Fleming). Þau hafa lfka gefið út sólóplötur (Thurston er kominn með 9 stk.!). Eitt athyglisverðasta dæmið er svo Ciccone Youth sem var hliðarsveit skipuð meðlimum Sonic Youth til þess að taka Madonnu lög. Þau tóku þó á endanum bara tvö (Burning Up og Into The Groove), en gáfu út stóra plötu, The Whitey Album árið 1988... Framhald Murray Street Fyrir tveimur árum kom út frábær Sonic Youth plata, Murray Street. Hún var undir áhrifum frá hryðjuverkun- um 11. september og hafði að geyma magnaðan gítarseið. Alls ekki hávaða- plata, en plata full af flottum pæling- um. Plata sem maður getur hlustað á endalaust án þess að fá leið á henni. Nýja platan, Sonic Nurse, er í stíl við forverann, en kannski aðeins popp- aðri. Auk plötunnar kemur DVD-pakk- inn Corporate Ghost út eftir helgina. Þar eru öll myndböndin, 23 talsins, tónleikabrot, viðtöl og fleira efni. Loks má geta þess að deluxe útgáfur eru væntanlegar af nokkrum af meistara- verkum sveitarinnar. Dirty kom út í fyrra, Goo er væntanlega seinna á ár- inu og svo Daydream Nation á næsta ári... 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.