Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2004, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ2004 Fréttir DV vegfarendur Lögreglan á ísafirði upp- lýsti bflþjófnað og innbrot sama dag sem tilkynning barst um málin á föstudag. Brotist var inn í skíðaskál- ann í Tungudal nóttina áður og biffeiðinni, sem fannst við sama skíðaskála, hafði verið stolið í Hnífsdal um nóttina. Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn um hádeg- isbilið og var yfirheyrður. Hann viðurkenndi að hafa framið verknaðinn. Lög- reglan vill færa vökulum vegfarendum og öðrum er lögðu henni lið við rann- sókn málsins bestu þakkir. Maðurinn sem lést Maður- inn, sem lést í bif- hjólaslysi á Garðbraut í Garði á föstudagskvöld, hét Pét- ur Helgi Guðjónsson, til heimilis á Suðurgötu 15 í Sandgerði. Pétur Helgi er fæddur 27. júní 1962, og hann lætur eftir sig eig- inkonu og þrjú börn. Sjómanna- dagurinn í ágúst? Ragnheiður Hákonardóttir Sjómannskona og bæjarfulltrúi á Isafirði „Það er nú ýmislegt sem hent- ar útgerðinni betur og það eitt á nú kannski ekki að ráða. Hefðin er að Sjómannadagur- inn sé fyrsti sunnudagur íjúní eins og hann hefur verið frá því hann var fyrst haldinn á Isafirði og I Reykjavlk 1938, ef ég man rétt. Ég er svo sem ekkert alfarið á móti því að hann verði færður til á daga- talinu en það má þá ekki verða þannig að næst henti að hafa hann í desember." Lítill chihuahua-hvolpur kramdist til dauða á Sauðárkróki fyrir stuttu. Ung stúlka, sem eyddi fermingarpeningunum til þess að kaupa hundinn, hefur kært ástmann móður sinnar vegna atburðarins. Emil Vilhjálmsson segir hundinn hafa kramist í átökum eftir að maður káfaði á móður hundaeigandans sem lá sofandi með hvolp- inn sér við hlið þegar átök hófust í rúminu. SmáhuiNlup Mist við útöft vegna kynferðisáreitni Fermingarstúlka á Sauðárkróki hefur kært vin móður sinnar til lögreglu vegna voveiflegs dauða fjögurra mánaða chihuahua- hvolps. Svo virðist sem hvolpurinn hafi orðið undir í átökum tveggja manna eftir að gestkomandi leitaði á móður fermingar- stúlkunnar þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu með hvolpinn. Emil Vilhjálmsson, sextugur Sauðkræklingur, er kærður vegna dauða hvolpsins, en hann segir hvolpinn hafa kramist undir þegar hann var að henda manni út sem var að leita á ástkonu hans og húsráð- anda, Freyju Guðmundsdóttur. Freyja var að passa hvolpinn fyrir dóttur sína. „Ég var að sjóða hérna Drangeyjaregg og ætlaði að gefa vin- konu minni,“ segir Emil. „Hér var teiti. Þá kom hingað maður í heim- sókn sem ég kannaðist við og ég ákvað að hleypa honum inn," segir hann. Freyja segist ekki hafa viljað að maðurinn kæmi inn. Hún hafi kvatt gestina og lagst til svefns í herbergi sínu. „Ég var sofandi í Öllum fötunum inni í rúmi, og hafði ekki læst að mér. Ég var með hvolpinn uppí hjá mér, eins og oft áður, því hann var svo hændur að manni. Svo kemur Emil og tekur manninn þarna í bólinu og segir við hann að hann þoh ekki svona ffamkomu og hvolpurinn lendir á milli í þessum átökum. Þetta var eins og hvert annað slys,“ segir Freyja. „Hún var nú ekkert hrifin af þess- um manni. Hún dottaði þama og þá reyndi hann að káfa á henni. Hann var á leiðinni ofan í buxurnar hjá henni þegar ég tók hann. Þá var hundgreyið bara fyrir, þvældist fyrir löppunum á manninum. Eitthvað virðist hafa kramið hann, en ég veit ekki hvemig það gerðist. Við fórum með hann til dýralæknis, hann bara dó á leiðinni," segir Emil, sem kveðst ekki skilja hvers vegna dóttir Freyju ákveði að kæra hann. Chihuahua-hundar em minnstu hundar heims og vega að jafiiaði að- eins um tvö kfló. Hvolpur fermingar- stúlkunnar er talinn hafa vegið rúmt kfló. Lflcur em á að hann hafi háls- brotnað við að kremjast undir í átök- unum. Lögreglan á Sauðárkróki rannsak- ar máhð og staðfesti máhð við DV. „Við erum með svona mál á borðinu og kæra barst okkur í vikunni. Málið er á byrjunarstigi og við erum að yfir- heyra vimi, það er ahtaf leiðirúegt þegar m'ðst er á þeim máhausu," sagði Ami Pálsson, lögreglufuhtrúi á Sauðárkróki. Freyja hefur ekki gert upp við sig hvort hún hyggist kæra kynferðislega thburði aðkomumannsins, sem starfar við loðdýrarækt. Emh hefur boðist th að borga 80 þúsund krónur vegna htla hvolpsins, en samkvæmt heimildum DV hefur því ekki verið tekið. Ferm- ingarstúlkan virðist kenna Emh um að hvolpurinn kramdist, en sjálfur segist Emh hafa gert aht rétt. „Ég forðaði frá því að verr færi með manninn í rúm- inu. Stúikan hlýtur að hafa reiðst svona ógurlega út af dauða dýrsins. Ég hef boðist th að borga 80 þúsund út af hundgreyinu, ég tók á mig sökina. Samt var þetta náttúrulega ekki mér að kenna, heldur manninum sem læð- ist þama upp í rúmið og káfar á sof- andi konunni. Þetta er alveg óskhjan- legt að ég sé kærður." jontrausti@dv.is breki@dv.is Chihuahua Hund- ar afþessari gerð njóta slvaxandi vin- , sxida, en þeir eru | afarsmáirog brot- Þeir kosta á hættir. bilinu 80-150 þús- undkrónur._______ „það er alltaf leiðin- legt þegar níðst er á þeim mállausu" Hann segir / Hún segir „Ég hefheyrt margt vitlausara en þetta enda voru aðstæðurá þeim tíma þegar sjómanna- degi var valinn tlmi í dagatal- inu þannig að það mætti vel skoða. Ég veit að þetta er ekki vinsæl skoðun meðalþeirra sem eldri eru enda skipar dag- urinn sess I huga margra eins og hann á að gera. Ég væri al- veg til I að ræða þetta meðal þeirra sem hagsmuni hafa af þvi að dagurinn verði færður til.* Árni Bjarnason formaður far- manna- og fískimannasambands- ins Lægri tekjur og dökkt útlit í kjaraviðræðum Ský yfir sjómönnum á sjómannadaginn Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í gær. Hagur sjómanna hefur þó farið versnandi undanfarið ár og ekki er útlit fyrir betri tíma. Arni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, hélt ávarp th handa sjómönnum í tilefni dagsins. „A sama tíma og við höld- um hátíð hafsins og heiðrum sjó- menn á sérstökum hátíðisdegi þeirra er dapurlegt að fylgjast með stöðu kjara- og samningamála sjó- manna. Eina ferðina enn stefnir í að þeir verði samningslausir um margra mánaða skeið og stjórnvöld auðvelda ekki leikinn, með hug- myndum um afnám sjómannaaf- sláttar, sem um áratugi hefur verið mikilvægur liður í kjörum þeirra," sagði hann. Jónas Garðarsson segir að gott sé þess að minnast á sjómanna- daginn að rúm 60 prósent útflutn- ingstekna fslendinga koma frá sjávarútvegi. Hann segir útlit í kjaraviðræðum dökkt og að sjó- mönnum sé sniðinn þröngur stakkur. „Staða sjómanna hefur versnað vegna lækkandi afurða- verðs. Það lækkaði um minnst 20 prósent á síðasta ári, og þar með laun sjómanna lflca. Það er ihsemj- anlegt undir þeim kringumstæð- um sem nú eru. Stjórnvöld tala um að afnema sjómannaafsláttinn og útgerðarmenn gera fáránlegar kröfur um kjaraskerðingu upp á 15 th 20 prósent hjá þeim sem eru á stærstu skipunum. Og þegar við höfum farið í verkfah þá hafa yfir- leitt verið sett lög til að banna það,“ segir Jónas. Kjarasamningar sjómanna og útvegsmanna runnu út um áramótin og hefur fjöldi funda ekki skhað neinum árangri. jontrausti@dv.is Siómannadagur í sól þrátt fyrirsól á sjómannadaginn eru blikur á lofti i kjaraviðræöum I siómanna.Þeireru sammngslaus■ ir, laun þeirra hafa lækkað veru- I lega og stjórnvöld vilja afnema I sjómannaafsláttinn._________

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.