Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2004, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2004, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 7. JÚNl2004 Sport DV ENGLAND-ÍSLAND 6-1 Manchester-5.júnl Dómari: Jan Wegereef, Hollandl (4). Ahorfendur: 48 þúsund. Gæði leiks: 5. Gul spjöld: Engin. Rauð spjöld: Engin. Mörk 1-0FrankLampard 25. skot utan teigs Paul Scholes 2-0 Wayne Rooney 27. skot úr teig Gary Neville 3-0 Wayne Rooney 38. skot utan teigs Paul Scholes 3-1 Heiðar Helguson 42. skalli úr markteig (var 4-1 Darius Vassell 57. skot úr markteig Owen Hargreaves 5-1 Wayne Bridge 68. skot úr teig Emile Heskey 6-1 Darius Vassell 77. skot utan teigs Emile Heskey Leikmenn (slands: Árni Gautur Arason 2 (var Ingimarsson 1 Pétur Marteinsson 1 (46., Kristján örn Sigurðsson 3) Hermann Hreiðarsson 1 Þórður Guðjónsson 1 (78., Jóhann B. Guðmundsson -) Jóhannes Karl Guðjónsson 1 (87., Auðunn Helgason -) 1 Arnar Grétarsson 1 Indriði Sigurðsson 4 (78., Hjálmar Jónsson -) Eiður Smári Guðjohnsen 4 Heiðar Helguson 4 (85.,Tryggvi Guðmundsson -) Helgi Sigurðsson 1 (69., Bjarnl Guðjónsson 1) Tölfræðin: Skot (á mark): 20-11 (8-1) Horn:13-5 Rangstöður: 4-2 Aukaspyrnur fengnar: 6-10. BESTUR HJÁ ÍSLANDI: Indriði Sigurðsson MANCHESTER-MÓTIÐ 2004 Úrslitin fsland-Japan 2-3 England-Japan 1-1 England-Japan 6-1 Lokastaðan: England 2 1 1 0 7-2 Japan 2 1 1 0 4-3 (sland 2 0 0 2 3-9 Markahæstir: Heiðar Helguson, (slandi 3 Wayne Rooney, Englandi 2 Darius Vassell, Englandi 2 Tatshuhiko Kubo, Japan 2 Mjög súrir Það er óhætt að segja að Logi Ólafsson landsliðs- þjálfari hafi verið með böggum hildar eftir leikinn. „Auðvitað erum við mjög súrir með þessa niður- stöðu. Vörnin var ekki að gera sig í leiknum og þar að auki var heppnin ekki beint með okkur. Það má segja að við höfum verið jafii óheppnir að verjast tilraun- um þeirra eins og við höfum verið heppnir áður,“ sagði Logi og bætti við að ástæðan væri að hluta til sú tilraunastarfsemi sem var í gangi í leiknum. „Við vorum að prófa nýja hluti sem við töldum að væri skref ffarn á við. Vildum halda boltanum betur innan liðsins og fara framar á völlinn. Það verður ekki bæði sleppt og haldið í þessu og svona tilraun er bara þessu verði keypt," sagði Logi Ólafsson. íslenska landsliðið lagði grunninn að góðum árangri Englendinga á EM með því að leyfa þeim að labba yfir sig. Fyrir vikið fara Englendingar fullir sjálfstrausts til Portúgals þar sem þeir eru til alls líklegir. Enska landsliðið kvaddi þjóðina með glans áður en það hélt til Portúgal á EM. Það bauð til hátíðarkvöldverðar á hinum nýja og glæsilega leikvangi Man. City, City of Manchester Stadium, og í aðalrétt var íslenska landsliðið. Ensku leikmennirnir tóku hraustíega til matar síns og linntu ekki látum fyrr en þeir voru búnir að fara sex ferðir að hlaðborðinu. Saddir og glaðir þökkuðu þeir síðan fyrir sig og var það mál manna að veislan hefði verið frábærlega heppnuð. Leikurinn var vissulega algjör veisla fyrir enska landsliðið. Mótspyrnan var engin og þar að auki gekk nánast allt upp sem gat gengið upp hjá enska liðinu. íslenska liðið byrjaði reyndar ágætlega en sú byrjun gaf falska von um það sem koma skyldi. Stíflan brast á 25. mínútu er Frank Lampard hristi Eið Smára Guðjohnsen auðveldlega af sér. Valsaði upp miðjuna og skaut fösm skoti fyrir utan teiginn sem hafnaði í afturendanum á Hermanni Hreiðarssyni og fór þaðan í netið. Arnar Grétarsson hefði reyndar auðveldlega getað rennt sér fyrir skotið en einhverra hluta vegna lét hann það alveg eiga sig. Aðeins tveim mínútum síðar labbaði Gary Neville fram hjá Hermanni í teignum rétt eins og hann væri ekki til. Gaf boltann út í teiginn þar sem Wayne Rooney var algjörlega óvaldaður og hann var ekki í vandræðum með að koma boltanum í netið. Rooney skoraði sitt annað mark í leiknum sjö mínútum fyrir leikhlé með glæsilegu skoti fyrir utan teig sem söng í mark- horninu. Loksins íslenskt mark íslenska liðið klóraði síðan í bakkann þrem mínútum fyrir leikhlé er Heiðar Helguson skailaði í netið af stuttu færi. Á 57. mínútu skaut Owen Hargreaves föstu skoti inn í teiginn sem fór í Darius Vassell, síðan í Indriða Sigurðsson og loks aftur í Vassell og síðan í netið. Ellefu mínútum síðar skallaði Emile Heskey boltann fyrir fætur Wayne Bridge sem var ævintýralega illa dekkaður. Bridge þakkaði pent fyrir sig með því að renna boltanum auðveldlega ffam hjá Árna Gauti. Englendingar létu ekki staðar numið þar því Vassell skoraði sjötta mark Englendinga, og sitt annað, þrettán mínútum fýrir leikslok með góðu skoti fyrir utan teig. Síst of stór sigur Enska liðið hefði hæglega getað skorað tíu mörk í leiknum því fjölmörg dauðafæri fóru í súginn. Þeir þurftu ekki að hafa mikið fýrir sigrinum þar sem mótspyrnan var engin. Leikmenn enska liðsins voru sjaldan dekkaðir í teignum, þeir Örlög Loga Ólafssonar sem landsliðsþjálfara íslands fyrir sjö árum síðan Rekinn við sömu kringumstæður árið 1997 Logi Ólafsson, annar landsliðsþjálfara fslands, hefur áður staðið í þeim sporum sem hann og Ásgeir Sigurvinsson standa í í dag - búnir að leika sjö landsleiki í röð án sigurs. Síðast þegar landsliðið lék sjö leiki í röð án sigurs var Logi hins vegar rekinn. Logi Ólafsson þjálfaði karla- landshðið á árunum 1996 til 1997 alls í 14 leiki, 4 þeirra unnust. Eftir leik gegn Litháum 11. júní 1997 var íslenska landsliðið búið að leika sjö leiki í röð án þess að vinna og hafði ennffemur ekki skorað mark í heilar 450 mínútur í undankeppni HM. Fimmtán dögum síðar ákvað stjórn KSÍ að leysa Loga frá störfum. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, lét þá hafa þetta eftir sér í viðtali við DV. „Ástæða uppsagnarinnar er auðvitað fyrst og ffemst sú að árangur liðsins hefur því miður verið lélegur, hverju sem um er að kenna, en við hjá KSÍ vitum að Logi er góður þjálfari eins og hann hefur áður sýnt. Það er nú hins vegar þannig í boltanum að hann dettur ekki alltaf fyrir fætur manna og kannski passar bara þessi þjálfari ekki á þessum stað á þessum tírna," sagði Eggert sem taldi það rétt að gefa nýjum þjálfara tækifæri til þess að móta nýtt hð. Hann bætti við „Frá því að ég tók við KSÍ man ég ekki eftir eins neikvæðri og áhugalausri umfjöllun um lands- hðið og hefur verið undanfarið," sagði Eggert sem samdi við Guðjón Þórðarson viku seinna. Tíu mörk í mínus íslenska landliðið hefúr undir stjóm Loga og Ásgeirs leikið sjö leiki í röð án þess að ná að vinna. Fyrir sjö árum síðan var markatalan, 2-12, þeim í óhag en markatala íslenska hðsins í síðustu sjö leikjum er, 4-14, í óhag og í báðum tilfehum er íslenska liðið með tíu mörk í mínus. ooj@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.