Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2004, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2004, Blaðsíða 29
DV Fókus MÁNUDAGUR 7. JÚNÍ2004 29 Hin brjóstgóða Jordan. öðru nafni Katie Price, vill losna við þá glyðruímynd sem loðir við hana. Katie vill að fólk kalli hana sínu rétta nafni en það var greinilega Jordan sem var mætt á djammið í London í vikunni. , , j r j j Sílíkonbomhan er naðrandl upp um aöra karlaieaa -r~ Peter Andre Kærast- inn var viðsfjarri þeg- ar kærastan hans fór út á djammið á dög- unum. Honum hefði líklega ekkert litist á blikuna enda var Jordan imjög efn- islitlum fötum f faðm- lögum við myndar- iegt vöðvatröll. Svo virðist sem ástin sé aðeins farin að kólna á milli hinnar brjóstgóðu Jordan og söngvarans Peter Andre. Fyrirsætan hefur upp á síðkastið viljað breyta ímynd sinni frá þeirri glyðru sem hún virðist vera og vill nú láta kalla sig sfnu raunverulega nafni, Katie Price. Gestir heitasta skemmtistaðarins í London sögðu hins vegar að það hefði greinilega verið Jordan sem þar var úti á djamminu á miðvikudagskvöldið. Stelpan var í mjög efnislitlum fötum, blindfull og flaðrandi upp um ókunnugan karlmann. Greinilegt var að hún hafði steingleymt kærastanum en sam- kvæmt vinum hennar var þessi nýi vinur hennar eins og sniðinn fyrir hennar smekk, hávaxinn, vöðvastæltur og myndarlegur. í nýlegu viðtali sagði sílfkonbomban að samskipti hennar og Peters væru einungis í gegnum síma þessa dag- ana vegna annríkis þeirra beggja. Ennfremur sagði hún að þau hefðu aldrei sofið saman og það mesta sem hún hefði fengið að sjá af honum væri í gegnum stuttbuxurnar í þættinum I’m a Celebrity. Katie hitti hinn dularfulla mann á staðnum eftir að vinir þeirra höfðu kynnt þau. Hann hafði lent í útistöðum við annan mann fyrr um kvöldið og dyraverðirnir ætluðu að henda honum út. Eftir að hann hitti Katie var hann hins vegar hinn rólegasti. „Þeim leist mjög vel hvoru á annað og voru brátt komin í faðmlög. Gaurinn hvíslaði einhverju að hénni og þau flissuðu saman eins og smákrakk- ar." Þegar klukkan fór að ganga þrjú yfirgáfu þau skemmtistað- inn í sitt hvoru lagi en sam- kvæmt vinum þeirra eru allar lík- ur á að þau muni hittast aftur. „Hún virtist alla vega mjög áhugasöm og gat ekki slitið aug- un af vöðvastæltum líkama hans." í viðtalinu talaði Jordan um kynlífsfantasíu sína en hana hefur dreymt um að fara í rúmið með nokkrum af heitustu leikurum Hollywood og þar er Leonardo DiCaprio í fýrsta sæti. „Andre fengi alveg að fljóta með,“ sagði hún og er líklega búin að bæta nýjasta vini sínum í hópinn. inrdan Sílikonbomban er Íðfeynaaðlagoimyndsína fnmísteigsigheldurbetur á djamminu i London. Stjörnuspá Kristinn Júníusson, söngvari Vínyls, er 28 ára í dag. „Manninum sem hér um ræðir er ráðlagt að setja sér það markmið að gefa alltaf eitthvað hvert sem hann fer og hverjum sem hann mætir. Því meira sem maðurinn gefur þvi meira hlotnast honum," segir í stjörnuspá hans. Kristinn Júníusson W Mnsbermn (20.jan.-i8.febrj S/\i ------------------------------------ Hér taka málin stökkbreyting- um á skömmum tíma þegar stjarna þín er skoðuð í byrjun vikunnar. Endir er á bið sem hefur einkennt umhverfi þitt og líðan þína nýverið. Útkoman uppfyllir óskir þín- ar og þrár. H Fiskarnir a9.febr.-20.mrs) Þú nýtur vissulega einfaldleika tilverunnarog birtist jarðbundin/n en ert oft á tíðum hæg/ur í hugsun þar sem þörf er á þolinmæði og það er jákvæður eigin- leiki í fari þínu kæri fiskur ekki neikvæður. T Hrúturinn (2lmars-19.Q Ef lítið er um að vera þessa stundina hjá þér og fátt spennandi framundan að þínu mati ættir þú að taka þér tíma til að slaka á, virkja þína innri líð- an og njóta kyrrðarinnar í stað þess að leita uppi verkefni. Árangur næst á end- anum. ö NaUtið (20. april-20. mai) Vikan framundan verður við- burðarík þar sem margt verður um mann- inn af einhverjum ástæðum og þú mið- punktur gleðinnar. Stattu í báðar fætur og horfðu fram á við því þú átt eftir að upp- lifa ævintýri sem fullnægir þörfum þínum og vel það. Tvíburamire/. mal-21.júnl) Stolt þitt kann að angra þig hér. Mundu að rækta þig vel og láttu hvorki reiði né sterkar tilfinningar hafa of mikil áhrif á þig. Umtöluð háttvísi ertvlburanum í blóð borin og ættir þú að reyna að laga þennan galla ef hann á við þig. D ^Jdbbm(22.júnl-22.júli) ------------------------------------ *mm0' Þú ert til forystu fallin/n í fjöl- menni og ekki síður á vinnustað eða í skóla og ættir ekki að láta óöryggi koma í veg fyrir að þú njótir þín í stjórnunar- stöðu. Ef stjarna krabbans erfær um að sérhæfa sig þegar draumar hennar eru annars vegar eru allir vegir henni færir. LjÓnÍð (2S.júlí-22.ágúst) Láttu afbrýðisemi ekki eiga min- útu af tíma þínum út júnímánuð. Hlustaðu á það sem þér er gefið af móður náttúru en fólk fætt undir stjörnu Ijónsins býr yfir þeim hæfileika að geta hlustað á eigin líð- an þegar kemur að vali, vilja eða þrám. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru aðkallandi viðfangsefni alls mannkyns; allar þjóðir þurfa að taka þátt í að leysa vandann. Landvernd setur af stað verkefni í þeim tilgangi en fjölmargir veita því Qárhagslegan stuðning. Tvær milljónir í loftslagsverkefni Landverndar Framkvæmdastjóri Landverndar, Tryggvi Felixson, segir aðalfund fé- lagsins hafa beint til stjómar að setja á stofn vinnuhóp um þróun í losun gróðurhúsalofttegunda á fslandi á 21. öld, „og koma með hugmyndir um hvemig hægt væri að halda aukning- unni í skefjum og helst draga stórlega úr losun GHL. Loftslagshópur Land- verndar gekk í málið og nú er að fara af stað umfangsmikið verkefni, sem fjölmargir hafa styrkt fjárhagslega. Námsmenn á háskólastigi vinna rannsóknir verkefitisins í sumar," segir Tryggvi. Tveir háskólanemar koma úr viðskipta- eða hagffæði- deildum en Þórey D. Þórðardóttir er meistaraprófsnemi í umhverfisfræð- um við HÍ og verður þetta lokaverk- eftti hennar. „Ég er um það bil að hefja störf," segir Þórey, „og þetta legst ljómandi vel í mig. Við veltum t.d. fyrir okkur hvemig stuðla megi að nýtingu endumýjanlegra og vist- vænna orkugjafa, betri og umhverfis- vænni tækni og hvort raunhæft sé frá efnahagslegum sjónarhóli að ísland verði GHL hlutlaust árið 2050, svo nokkuð sé nefnt." Tryggvi Felixson minnir á að nei- kvæðar afleiðingar loftslagsbreytinga séu þegar famar að birtast víða á jörð- unni, „og ef ekki verður bmgðist við er hætta á að mannleg samfélög og vistkerfi beri af þessu skaða. Við vilj- um virkja háskólanema í þessa vinnu, vekja athygli þeirra á málumun og veita þeim tækifæri til að kynnast umhverfismálum." Að sögn Tryggva verða niðurstöður hópsins kynntar á ráðstefnu í haust. „Þá tekur loftslags- hópurinn við þeim og hugar sérstak- lega að raunhæfum möguleikum til úrbóta. En ekki síst viljum við vera í stakk búin að veita stjómvöldum upplýsingar og aðhald í umhverfis- málum. Þar á ísland að sinna sínu hlutverki og vonandi höfum við ýmis- legt ffam að færa í alþjóðlegu sam- hengi til lausnar þessum vanda," seg- ir Tryggvi Felixson hjá Landvernd. Meyjan 0. ógúst-22. septj Þú býrð yfir óbugaðri þolin- mæði en á sama tíma er þér ráðlagt að fara ekki yfir þau mörk sem þú settir þér í byrjun árs 2004. Birta sem segirtil um mikla gleði umlykur stjörnu meyju hér. o Vogin (23. sept.-2lokt.) “ Ekki hika þegar þú færð hug- dettu eða uppljómun þegar óskir þínar banka á dyrnar hjá þér því þú ert fædd/ur hugmyndasmiður í húð og hár. Forðastu erjur næstu þrjá mánuði því þegar þú reiðist áttu það stundum til að segja eitt- hvað sem þú meinar ekki. Sporðdrekinn (24.okt.-21.niv.) Peningar virðast skipta nokkru máli um þessar mundir en þér er ráðlagt að gæta sérstaklega vel að eigin jafnvægi og vellíðan. Kannaðu vel eigin gildi og undirbúðu verkefni sem er nú þegar hafið. Bogmaðurinn (22.n0v.-21.des.) Heillastjarna þín og heppni birt- ist hér.Trúðu stöðugt á getu þína til framfara og hæfileika þína til að fram- kvæma óskir þínar sem eru vissulega til staðar. Svoköiluð heppni er ekkert annað en samspil vakandi vitundar og tækifæra og á það vel við þig næstu sextán daga. Steingeitin (22.des.-19.janj ' ■' Fólk fætt undir stjörnu stein- geitar er minnt á að ef það á erfitt með að vakna snemma, er ástæðan vanræksla á sjálfinu. Nýr kafli bíður þín þar sem vilji þinn er öflugasta vopn þitt í átt að draumum þínum. SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.