Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1879, Síða 5

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1879, Síða 5
Ekkja lángafa sonarsonar, Kristjáns konúngs VIII.: Ekkjudrottníng Carolina Amalia, dóttir hertoga af Slesvík- Holstein-Suðurborg-Augustenborg, fædd 28. Juni 1796, gipt 22. Mai 18x5, varð ekkja 20. Januar 1848. Dætur lángafa sonarsonar, Friðreks konúngs VI.: t) Carolina, fædd 28. Oktobr. 1793, S'P1 erfðaprinsi Friðreki Ferdinand r. August 1829, ekkja 29. Juni 1863. 2) Villielmina Maria, fædd 18. Januar 1808, gipt 19. Mai 1838 Karli hertoga af Slesvík-Hoistein-Suðurborg-GIiicksborg, fæddum 30. Septembr. 1813, tilerfða komnum 17. Februar 1831. í þessu almanaki er hver dagur talinn frá miðnætti til mið- nættis, svo að þær 12 stundir, sem eru frá miðnætti til hádegis á degi hverjum, eru taldar „fyrir rniðdag (f. m.)“, en hinar 12, frá hádegi til jafnlengdar, eða til miðnættis aptur, eru taldar „eptir miðdag (e. m.)“. Sérhver klukkustund er hér sett eptir miðtíma, sem almennt er fylgt manna á milli, og öll sigurvetk eru stillt eptir. En þareð þessi rnælíng tímans er á flestum árstímum nokkuð frábreytt því, sem sólspjaldið (sólskífan) vísar til, eptir gaungu sólarinnar, þá verður hver sá, sem stilla vill sigurverk eptir sólspjaldinu, að taka eptir þeim mismun, sem er á milli sóltíma og miðtfma, og gjöra við honum þegar hann stillir sigurverkið. Þetta sýnir sú „Tafla um mismun á sóltíma og miðtíma", sem fylgir næst á eptir almanakinu. Þar má sjá við 1. Jan. 12 4', við 11. Febr. 12 15' o. s. frv.; það merkir, að miðtími er á þessum dögum 4 mínútum (eða 15 mínútum) á undan sóltíma, eða, að sigurverk sýna 4 (eða 15) mínútur yfir hádegi, þegar sólspjaldið sýnir hádegi sjálft (kl. 12); við 14. April og víðar stendur 12 o', það merkir, að þá koma saman miðtími og sóltími; við 1. Novbr. stendur 11 44', það merkir, að þá sýna sigurverk 11 stundir og 44 mínútur þegar sól- spjaldið sýnir hádegi, eða að miðtími er þá 16 mínútum á eptir sóltíma, o. s. frv.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.