Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1879, Blaðsíða 28
Januar io. Prestinum að Brjánslæk Þórði Þorgrímssyni
veitt lausn frá þvt brauði frá fardögum.
— s. d. Skýrsla ftá Olafi Sigurðssyni í Asi um samskot til
kvennaskóla í Skagafirði; var sjóðar orðinn 775 kr. 5 a.—
I Eyjafirði var eptir skýrslu frá Jóni Olatssyni á Rif-
kelsstöðum safnað þar 1000 krónum, sem komnir voru í
sparisjóð á Akureyri.
— 12. Reikníngur sparisjóðs á Siglufirði: voru eptirstöðvar
sjóðsins alls 8,889 kr. 58 a.
— s. d. Almennar fjárskoðanlr um Borgarfj. vegna fjárkláða.
Borgfirðfngar héldu fund í Leirá og beiddust undan
»þrifabaði« svo sem óþörfu, þartil í vor komandá.
-— 13. Landshöfðínginn veitir sira Matth. Jochumssyni 200
króna styrk til að gefa út á (sl. sorgarleikinn Hamlet
eptir Shakespeare, og skyldi prenta þýðínguna fyrst.
— s. d. Þjóðólfshagi í Holtum, fyrrum lénsjörð læícnis, er
fengin til umboðs sýslumanninum í Rángárvalla sýslu
frá 1877, með sjöttúng í umboðslaun.
— 15. Varð maður úti milli Reykjavíkur og Hafnarfiarðar;
hann hét Jón Sigurðsson, fátækur maður, en fróður og
vtðlesinn, og kallaður »ættfræðlngur«.
— 17. Valþjófsstaður veittur Lárusi Halldórssyni, kand.
theol. og biskupsskrifara.
— 27. Utbýtíng landshöfðíngja á styrktarfé úr landssj. 2,000
krónum, til tveggja uppgjafapresta og 42 prestaekkna
fyrir árið 1877.
— 29. Fyrri ársfundur í Búnaðarfélagi Suðuramtsins.
— 30. Melstaður í Miðfirði veittur, af konúngi, sira Þor-
valdi Bjarnarsyni á Reynivöllum 1 Kjós.
Febrúar. Bréfaböggull frá Krieger stiptamtmanni, sem hafði
verið lagður niður undir geymslu stiptamtmanns 1841 og
skyldi geymast um 30—40 ár, var nú opnaður af lands-
höfðtngjanum, og fannst ekki markvert í.
— 1. Fórst skip með 6 mönnum í fiskiróðri frá Hnífsdal
við Isafjarðardjúp.
— 2. Opið bréf konúngs, sem auglýsir reikníngsyfirlit um
tekjur Islands og útajöld fyrir árið 1875.
— 2. Andaðist á kyndilmessu Gísli Konráðsson í Flatey,
rnerkur fræðimaður og skáld.
— Um sama leyti andaðist Þorleifur bóndi Þorleifsson á Hall-
bjarnareyri, orðl. fyrir lækníngar slnar um lángan tíma.
— 3. Skaðaveður mikið á norðvestan inn á Húnaflóa.
— s. d. Drukknuðu 7 menn skipi við Vatnsleysu.
— s. d. Safnað og sent til Reykjavlkur nálægt 2000 kr. til
hjálpað við nauðstadda fyrir sunnan; (jórar konúr geneust
fyrir gjöfum þessum og voru þær sendar af sýslunefnd Isf.
— s. d. Gránutélagið skipti umdæmi félagsins í ntu deildir,
með deildarstjórum í hverri deild, frá Papósi til Siglu-
fjarðar og a!t að Skagafirði.
(26)