Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1879, Síða 38

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1879, Síða 38
August 4. Mosfell í Mosfellssveit veitt Jóhanni Þorkelssyni, kand. í guðfiæði. — s. d. Boðunarbréf konungs, sem felur krónprinsinum stjórnina í fjarvist konúngs. — I August mánuði andaðist ekkja prófasts síra Benedikts Vigfússonar á Hólum, Þorbjörg Jónsdóttir, dóttir sira Jóns prófasts Konráðssonar á Mælifelli. — 6. Kosnir af alþíngis halfu til að ferðast til Svíþjóðar til Uppsala hátíðarinnar Jón Þorkelsson rektor skólans í Reykjavík og Konráð Gíslason, prófessor við háskólann 1 Kaupmannahöfn; hann fór ekki, en Rektor tókst ferð- ina á hendur, og kom heim aptur í Oktober. — q. Landshöfðínginn útbýtir í bréfi til amtmannsins fyrir norðan styrk til jarðabóta, sem veittur var með fjárlög., til fjögra námspilta að norðan og austan 200 krónur til hvers; þeir áttu að gánga í skóla á Steini (Stend) 1 Noregi. — 9—11. Stefndir hrossamarkaðir á Hvoli í Rángárv. sýslu, á Reykjum á Skeiðum og 1 Laugardælum í Flóa. — 11. Boðun um verzlunarstaðinn Bíldudal til leigu um 3 ár frá 1. April 1878. — 14C—15). Kom gufusk. Diana að sunnan á Akureyri og alfmargir farníngarmenn. Með henni kom amtmaður Norðlendínga og Austfirðínga og frú hans með honum, og rektor Jón Þorkelsson á leið sinni til háskólahátlð- arinnar 1 Uppsölum., — 14. Ráðgjafinn fyrir Island veitir Ián úr viðlagasjóði 1000 kr. til að afstýra hallæri í Akraneshrepp á næstkomanda vetri; skyldi borga 4 af hundr. 1 vöxtu og endurborga á 2 ára fresti. — 20—25. Embættispróf í prestaskólanum, þrír urðu út- skrifaðir kandidatar. — 24. Lög (krónprinsinn undirskr.) um breytíng á tilsk. 26. Febr. 1872 um gjald af áfengum drykkjum með gufusk. — s. d. Lög (krónpr. undirskr.) um birtíng laga og tilsk. — s. d. Lög (krónpr.) er nema úr lögum að skírn sé nauð- synleg, sem skilyrði fyrir erfðarétti. — s. d. Lög (krónpr.) um löggildíng á Þorlákshöfn til verzlunarstaðar. — s. d. (Lög (krónpr.) um verzlun á Geirseyri við Patreks- fjörð. — 25. Andaðist Pétur Guðjónsson, saungkennari við latínu- skólann og organleikari við dómkirkjuna, fæddur 1812. — 25.og 27. AðalfunduríÞjóðvinafélaginuafalþíngismönnum. Skýrði forseti frá störfum félagsms síðan í hitteð fyrra. Kosnir forstöðumenn: forseti Jón Sigurðsson, þíngmaður Isfirðínga, varaforseti Tr. Gunnarsson, þíngmaður Suður- múla sýslu, forstöðunefnd: Björn Jónsson, ritstj. ísafoldar, Jón Jónsson ritari landshöfðíngjans, og Þorlákur O. Johnson, verzlunarmaður. (3G)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.