Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1879, Qupperneq 52
Vopnfirðíngar höfðu þesskonar samkomu á einmánuði um það
leyti, sem varð víg Geitis í Krossavík seinast á tíundu öld.
Þegar sagt er frá um deilur Eyólfs á Möðruvöllum við Ljós-
vetnínga um miðja elleftu öld, þá er sagt, að „einmánað
öndverðan var samkoma að Háisi í Hnjózkadal (Fnjóska-
dal), en nú er (segir Ljósvetnlngasaga) í Kaupángi". Ér því
svo að ráða, sem samkoman hafi haldizt þar lengi, en sam-
komu staðurinn verið fluttur úr Fnjóskadal til Eyjafjarð-
ar. Um einmánaðarsamkomu f Skagafirði er getið 1261, þegar
Gizur jarl Þorvaldsson gekkst fyrir áheitum á Stað í Reyni-
nesi til þess hallæri batnaði, og var það gjört á „einmánaðar-
samkomu". í Jónsbók er talað um, að gjöra stefnu til garðlags „á
einmánaðar samkomu", ogmáþar afvita, aðsamkoma þessi muni
hafa tíðkazt á hverju ári, um þær mundir. Á Þriðjudaginn fyrstan
f einmánuði 1477, var samkoma lærðra og leikra milli Vargjár
og Glerár í Eyjafirði, töluðu þeir um „þau undur og ógnir, sem
þá yfir gengu af eldgángi, sandfalli og ösku, myrkrum og ógur-
legum dunum", svo af þessum undrum þreifst fénaður ei við,
en þó var snjólaus jörð; endurnýjuðu þeirnú þau heit, sem áður
höfðu gjör verið, að allir búfastir menn eru skyldir (segja þeir)
að koma til Grundar í Eyjafirði þriðjudaginn fyrstan í einmán-
uði, og halda þar lögsamkomu og hafa þar lofmessu af vorri
frú; skal hver maður, sá sem í búi er, gefa slíka ölmusu senr
guð skýtur honum í hug, ei minna en alin þeir sem koma,
en þeir sem ei koma, og eru í skatti, gjaldi eyri, en þeir sem
minni fé eigu, og ei koma, gjaldi hálfan eyri, en búlausir menn,
sem eiga tfu hundruð, gefi klippfng, en þeir, sem eiga fimm
hundruð, gefi kálfskinn. Skal þessi ölmusa gefast þeim, sem
í búi liggja, og lúka ei seinna en í fardögum, og hreppstjórnar-
menn gjöra ráð fyrir sitt ár f hverjum hrepp. — Item, að hver
maður, sem í búi er, gefi málsverð á Guðmundardag, hálfa
þriðju mörk smjörs, eður annan jafnvirðan mat. Hérmeð er
hver maður skyldugur að sýngja pater-noster, sá sem er tólf
vetrum eldri, og níu sinnum ave-Maria á Maríumessu í föstu. Svo
og heitum vér að sýngja skyldi enn fimm messur á hverri al-
kirkju: sú fyrsta af heilögum anda, önnur af vorri frú, þriðja
af öllum guðs englurn, fjórða af patro^ms þeirrar kirkju (þeim
sem kirkjan er helguð), fimmta af öllum helgum; skyldu hér
með þeir, sem messurnar láta sýngja, gefa málsverð, eða fæða
fátækan mann með hverri messu. Hér til skyldi almúginn
sýngja þrjá pater-noster-psaltara og tvo Maríu-versa-psaltara
og hafa úti hvorutveggja fyrir páska. Svo og heitum vér að halda
heilagt visitatio Mariœ að helgi og tíðagjörð, sem aðrar Marfu
messur, og þurrfasta fyrir messudaga johannis hvoratveggju
og hins góða Guðmundar. Svo og lofuðum vér, að halda betur
drottinsdaga og laugarkveld, og vinna ei framar en kirkjurétt-
ur útvísar, og allar hátíðir og svo föstutíðir og einkanlega frjá-
daginn........Samþykkir þetta vort heit Herra ábóti Einar
á Múnkaþverá, Semíngur prestur Magnússon (sira Semíngur
Magnússon var prestur að Saurbæ í Eyjafirði frá 1438 til
(50)