Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1879, Side 59

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1879, Side 59
og að síðustu lagði biskup hendur á höfuð þeim og endaði með ræðu. Það var almennt á hinum eldri tímum, að halda fermínguna eða biskupanina svo sem sakrament, sem hún þó ekki er, og telja skírnina ógilda nema biskupan fylgdi eptir; en þessu var breytt um siðaskipta tímann og var staðfestíngu únglínga síðan haldið einúngis sem kirkju sið, var hún þá síðan gjörð merkilegri, með yfirheyrslu únglínganna, sem var látin fram fara hátíðlega í kirkjunum eptir konúnglegri tilskipan frá 1736, er síðan var lögboðin á íslandi. Prestar voru þá látnir ráða miklu um staðfestíng og skólagaungu barna, svo að segja mátti um það leyti, að börn gátu ekki orðið kristnuð án leyfis prestsins, og enn hafa prestarnir sem vonlegt er mikið atkveði um þetta efni hjá oss, sem tilsjónarmenn um uppfræðíngu barnanna. 16. April er Magnús messa Eyjajarls, það var andlátsdagur jarlsins Magnúsar Erlendssonar á Orkneyjum, sem varð á árinu 1115, og vóru haldnir á íslandi tveir messudagar hans, annar um vorið og annar um veturinn fyrir jól. 23. April. Þessi dagur var helgaður Jóni Ögmundar- syni, biskupi á Hólum, eins og getið er við 3. Marts. — Sama dag er minníngardagur hins heilaga Georgius riddara, sem er að fornu dýrðlíngur Englendínga, hann var frægur riddari í Kappadosíu og er mikil saga af honum, rituð á skinnbók í Stokkhólmi í safni Svía kouúngs Nr. 3 í arkar broti. Georg riddari drap dreka, mikinn og ferlegan, sem lá við að mundi eyða heila borg í Libýja landi, og heimtaði hvers daglega mann framseldan til fórnar, og urðu borgarmenn að velja hann eptir hlutkesti, að síðustu dóttur konúngs sjálfs, en Georg riddari frelsaði hana undan dauða. Eptir það fór hann til Spánar, og var þar píndur og sfðan höggvinn eptir skipun landstjór- ans Dacianus, fyrir það hann vildi ekki fórna til heiðinna goða, heldur sneri öðrum mönnum á rétta,trú. Ceorg riddari er hjá Dönum kallaður Jörgen eða Jurin. A Englandi er hann aðal landhelgis-vörður. 25. April er helgaður Markúsi Guðspjallamanni. Þann dag er gángdagurinn eða Gagndagurinn mikli, og er það til aðgreiníngar frá þeim þremur gángdögum í uppstigníngardags- vikunni. Nafnið er þar af komið, að menn hófu á þessum dögum gaungu um land sitt, hvor innan sinna endimarka og prestar lásu yfir landinu og báðu guð um blessun yfir allan gróða jarðarinnar, sýngjandi messur og dreyfandi vígðu vatni um landið (safn til sögu íslands I, 667 o. v.). Það er frásögn, að einusinni hafi verið svo mikill þurkur 1 Norvegi, að jörðin sprakk, og var þá skipað að fasta á gángdaginn mikla. Þá var föstunni svo sterklega fylgt fram, að kvikfénaðurinn var múlbundinn, og smábörnum var bannað brjóst; enþegarfólk kom úr kirkju, þá var komið úrhellis rigníng, og var þó bjart veður þegar í kirkjuna var farið. — Markús guðspjallamaður hafði um nokkur ár verið á ferð með postuíunum Pétri og Páli á ferðum þeirra. Móðir hans hét Maria, og hún var vön [1879 5] (57)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.