Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2004, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2004, Síða 6
6 MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ2004 Fréttir QV Safnað fyrir Helga Einar Stofhaðir hafa verið tveir styrktarreikn- ingar til að styðja við bakið á Helga Einari Harðarsyni hjartaþega, sem gengist hefur undir hjarta- ígræðslu í Svíþjóð í þessari viku að því er segir í Víkur- fréttum. Þar segir að Helgi sé allur að hressast eftir aðgerð- ina, en hann fékk nýtt hjarta og einnig nýra. Reikningarnir em við Sparisjóðinn í Kefla- vík 1109-05-409899 ogvið Landsbankann í Grindavík 143-05-60707. Ætlar ekki að mæta á RÚV Ástþór Magnússon sakar Amar Pál Hauksson fréttamann útvarpsins um að heilaþvo íslenska kjós- endur. Astþór er ósáttur við viðtal sem Amar Páll og Broddi Broddason tóku við hann á laugardaginn. Ástþór segir að Amar Páll hafi beitt heUaþvottstil- burðum með spumingum eins og: „Er ástæða tU þess að vera héma að eyða einhveiju púðri í þig," og með því að tala um að þjóðin vUdi ekki Ástþór. Ástþór hefur einnig lýst yfir að hann ædi ekki að mæta í viðtal í sjónvarpinu þar sem hann treysti RÚV ekki tíl að klippa viðtalið. Hann vUl mæta í beina útsendingu. Trúirþúátöfra Jónsmessunœtur? Hilmar Örn Hilmarsson Allsherjargoöi. „Já, tvímælalaust. Ég baða mig alltafí dögginni á Jóns- messunótt, mesta furða að ekki skuli vera búið að hand- taka mig fyrirstriplið fyrir löngu. Ég vil lika hampa öðr- um töfrum þessa nótt, enn á ég þó eftir að ganga á Helga- fell. Ég vil nefnilega hafa lífið fullt afóútskýranlegum töfr- um, annars væri það svo grátt, kalt og hrátt." Hann segir / Hún segir „Ég trúi sannarlega á töfra Jónsmessunætur. Lífið sjálft er töfraheimur og mér finnst bæði eðlilegt og náttúrulegt að vera lostin töfrum. Efeitt- hvað getur hafið mann yfir hvunndaginn eru það töfrar eins og þeir á Jónsmessunótt. Ég hefekki stundað daggar- böð til þessa, en er að melta með mér að skella mér í dögg- ina næstu Jónsmessunótt." Helga Thorberg blómasölukona Hæstiréttur hefur staðfest tíu mánaða fangelsisdóm yfir Rafni Sævari Heiðmunds- syni fyrir kynferðisbrot gegn tveimur ungum stúlkum. Náinn ættingi annars fórn- arlambsins vill að tekið sé harðar á málum af þessu tagi og nauðsynlegt sé að fólk geti verndað börnin sín fyrir barnaníðingum. Dæmdur barnaníðingup líklega fvrir Evrópudómstól Rafn Sævar Heiðmundsson íhugar að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Hæstiréttur hefur staðfest tíu mánaða fangelsisdóm yfir Rafni vegna kynferðisbrota gagnvart tveimur stúlkubörnum. „Það er ekkert sem styður þetta, það er dæmt í þessu máli án full- nægjandi sannana að mínu mati og ég vísa þessum ásökunum á bug“ segir Rafn Sævar Heiðmundsson sem hefur haldið fram sakleysi sínu í málinu allan tímann. Rafn kveðst búinn að gefast upp á íslenska dómskerfinu og íhugar nú að skjóta málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu. „Eg ætla ekki að vera með nein gífuryrði. Niðurstaðan kom nú bara á föstudaginn og ég ætla að ráðfæra mig við minn lögfræðing en við erum að skoða það að fara með þetta til Evrópudómstólsins," segir Rafn. Sekt talin sönnuð Rafn er sakfelldur fyrir að hafa beitt aðra stúlkuna kynferðislegu ofbeldi á vinnustað sínum í Njarð- vík sumarið 2002. Stúlkan var þá sex ára gömul og er honum gefið að sök að hafa káfað á kynfærum hennar innanklæða, lagt getnaðar- iim sinn við kynfæri hennar og fró- að sér fyrir framan hana. Stúlkan bar vitni í Barnahúsi og var það mat héraðsdóms að framburður hennar væri skilmerkilegur miðað við ungan aldur. Rafn neitaði sök og sagði fyrir dómi að hann hefði oftsinnis gefið krökkum sem leit- uðu til hans sælgæti og peninga. Ástæðan væri sú að hann vildi koma í veg fyrir að skemmdir væru unnar á bifreiðum við hús sitt. Seinni hluti ákærunnar yfir Rafni snýr að annarri stúlku og er honum gefið að sök að hafa brotið gegn henni í bflskúr við heimili sitt í Sandgerði og einnig um borð í bif- reið skammt frá Garðinum. Stúlkan, sem var sjö ára, lýsti atburðinum skilmerkilega, sagði meðal annars frá því hvernig maðurinn hefði lyft sér upp á borð, afklætt sig og síðan tekið ljósmyndir á Polaroid-mynda- vél. Að því loknu hafði hann í frammi kynferðislega tilburði sem ekki verður nánar lýst hér. Rafn neit- aði einnig sök í þessum ákærulið en framburður stúlkunnar þótti trú- verðugur. Héraðsdómur taldi sannað að ákærði hafi gerst sekur um kyn- ferðislegt ofbeldi gegn stúlkunum, þrátt fyrir neitun hans sjálfs. Brot hans gegn stúlkunum voru að mati dómsins alvarleg og talið er að hann hafi notfært sér ungan aldur stúlknanna og misnotað þær kyn- ferðislega. Hæstiréttur hefur stað- fest dóm héraðsdóms. Rafni er gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins; þar með talin málsvarn- arlaun skipaðs verjanda síns, Brynjars Níelssonar hrl., og þókn- un til Sifjar Konráðsdóttur sem annaðist réttargæslu stúlknanna. Þá var Rafn dæmdur til að greiða foreldrum beggja stúlkna 300 þús- und krónur í miskabætur. Hættum feluleiknum Náinnn ættingi annarrar stúlkunnar kveðst ekki sáttur við dóminn - hefði vilj- að sjá þyngri dóm. „Það er afar mik- ilvægt að tekið sé harðar á kynferðis- brotamál- um og flýta verð- ur rann- sóknum mála af þessum toga. Þá verður að hætta þessum feluleik með nöfn barnaníðinga. Það er mest um vert að foreldrar geti verndað bömin sín fyrir bamaníðingum," segir ættinginn. Ekki megi gleyma því að barnaníðingar rústi lífi ungra barna og fjölskyldna þeirra. Fangelsisvist bíður nú Rafris en hann kvað hafa látið fara lít- ið fýrir sér síðustu mánuði og hefur leigt út verkstæðið þar sem kynferð- isbrotin gegn annarri stúlkunni voru framin. „Við erum að skoða það að fara með þetta til Evrópudóm- stólsins." Dómur staðfestur Rafn Sævar Heiðmundsson var dæmdur í tíu mánaða fangelsi íjanúar sl. fyrir níð- ingsskap gagnvart tveimur ungum stúlkum. Hæstirétt- ur hefur staðfest dóminn. í Tvíhöfði til Tyrklands Félagamir Davíð Oddsson og Hall- dór Ásgrímsson halda undir lok vik- unnar saman til Istanbúl í Tyrklandi á hinn árlega leiðtogafund NATO. Búast má við að aðalumræðuefn- in verði írak, Afganistan og hryðju- verkaógnin í heiminum. Ekki em komnir á dagskrá sérfundir, en sam- kvæmt heimildum DV má búast við því að Davíð og Halldór reyni að nálgast leiðtoga Bandaríkjanna, menn á borð við Colin Powell utan- rfldsráðherra og George Bush for- seta Bandaríkjanna að ræða varnar- mál íslands. Framkvæmdastjóri NATO, Jaap de Hoop Scheffer sem kom hingað til lands fýrir helgi segir að Bandaríkjamenn og fslendingar eigi að leysa málin sjálfir en heitir velvilja við sjónarmið íslands. Óvenjulegt er að Davíð og Halldór sæki fundi saman en fyrir helgi hittu þeir báðir NATO framkvæmdastjór- ann. Ekki hefur verið upplýst hvort Davíð hafi notað ferð sfna til Banda- Halldór og Davfð Fara saman á NATO fund til Tyrklands I vikunni. ríkjanna um síðustu helgi til að hitta bandaríska ráðamenn eða hvort hann hafi sóst eftir fundi við George Bush á þeim tíma sem hann dvaldi í Washington. Davíð og Halldór geta notað ferðina til að útkljá ýmis mál í stjórnarsamstarfinu enda eru þeir sterkir leiðtogar. Svo sterkir að ríkis- stjórnin er í máli manna kölluð Tví- höfðastjórnin. Verjandi barnaníðings segir verið að skoða hvort fara eigi með tvö svipuð mál til Mannréttindadómstólsins í Strassborg Tveir níðingar líklega til Evrópu „Við erum að skoða það hvort við förum með þetta mál til Evrópu- dómstólsins, það kostar einhverja peninga og það fer m.a eftir því hvort við gerum það. Það er annað svipað mál sem var kveðinn upp dómur í í vikunni á undan þessu sem snýr að sönnunargögnum eins og þetta sem við erum lflca að skoða. Annaðhvort málið eða bæði fara væntanlega út" segir Brynjar Níels- son, verjandi Rafris Sævars. En Hæstiréttur staðfesti tíu mánaða fangelsisdóm yfir Rafni á föstudag- inn var vegna kynferðisbrota. T1I Strassborgar Brynjar lögmaður segir annað eða bæði málin líklega fara til Evrópu. Brynjar seg- ist ósáttur með að svona mál teljist sönnuð með þeim sönnunar- gögnum sem stuðst var við. „Það er alveg ljóst að dæmt var eftir ein- hverjum öðrum brotaflokki en átti að gera sama hvað menn segja. Dómstólar fara þessa leið að gera minni kröfur til sönnunar í þessum málum en öðrum og því miður verð- um við bara að lifa við það."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.