Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2004, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2004, Side 14
74 MÁNUDAGUR 21. JÚNl2004 Fréttir DV Eðalvörur fá loks niðurstöðu hjá samkeppnisráði eftir áralanga baráttu við Heilsu- verslun íslands vegna auglýsingaherferðar. Málið fór til umboðsmanns Alþingis og Hæstaréttar áður en niðurstaða fékkst frá samkeppnisráði. Sigurður Þórðarson hjá Eðalvörum ætlar í skaðabótamál við Heilsuverslun íslands. Úthlutun á ýsukvóta hefur stóraukist á síðustu árum og nemur aukningin 15 þús. tonnum eða 20% á næsta fiskveiðiári. Verð á ýsu í erlendri mynt hefur á sama tíma gefið mikið eftir. Greining íslandsbanka seg- ir að einn stærsti markað- urinn fyrir ýsu er í Bret- landi og þar er búist við að verðið muni ekki gefa ffek- ar eftir þrátt fyrir aukinn kvóta. Helsta ástæða þess er að eftirspurnin hefúr tekið við sér í kjölfar lægra fiskverðs og markaðurinn í raun stækkað. Hæsta verð- ið fæst sem áður fyrir ýsuna sem flutt er með flugi á Bandaríkjamarkað. Góð staða á ýsumarkaði Bakkavör græðiráGeest Bakkavör Group hefur á síðustu dög- um haldið áfram að bæta við hlut sinn í Geest og er eign fé- lagsins nú 20,03% af heild- arhlutafé Geest. f samræmi við alþjóðlega reiknings- skilastaðla hyggst Bakkavör nú beita hlutdeildaraðferð við færslu á rekstraraf- komu, eignum og skuldum Geest. Ákvörðunin hefur umtalsverð áhrif á afkomu félagsins á þessu ári. Hagn- aður Geest fyrir skatta á síðasta ári nam 41,4 millj- ónum punda samanborið við hagnað Bakkavarar upp á 14,2 milljónir punda fyrir skatt. Efla gæslu vegna stuldar Skólanefnd grunnskólans í Þorlákshöfn segist sammála um það að efla þurfi öryggis- og eftirlitskerfi skólans. Halldór Sigurðsson skóla- stjóri upplýsti á síðasta fundi skólnefndarinnar að nýlega hefði níu tölvum og einum skjávarpa verið stolið. Þess utan varaði Halldór skólastjóri við því að ástandið í húsnæðismál- um yrði erfitt í haust þar til nýbygging skólans verður tibúin. Hótel Frón breiðir úr sér Hótel Frón óskar nú eftir leyfi borgaryfir- valda til að innrétta þrjár hótelíbúðir á fyrstu hæð bakhússins á Laugavegi 24. Hótelið vill fá að gera dyragat á vegg sem liggur að næstu lóð til suð- urs, sem er Klapparstígur 35A, og samnýta hæðina tímabundið með því húsi. Hótel Frón er nú þegar með starfsemi á IQappar- stíg 35A, Klapparstíg 33 og á Laugavegi 22. Bergur Rós- inkranz, eigandi Frónar, segir hótelið smám saman hafa stækkað með því að bora sig milli húsa. Eftir nýjustu stækkunina verði hótelið 54 íbúðir og her- bergi. Samkeppnisráð telur að Heilsuverslun Islands, sem er í eigu LÍF hf., hafi með birtingu viðtals við Dr. Luc Demule fyrir þremur árum brotið ákvæði samkeppnislaga. Jafnframt er Heilsuverslun íslands bannað að setja fram rangar fullyrðingar um vöru keppi- nauta í starfsemi sinni. Sigurður Þórðarson hjá Eðal- vörum fagnar þvf innilega eftir ára- langa baráttu að samkeppnisráð skuli fallast á allar kröfur Eðalvara. „Með þessu hefur samkeppnisráð að mati okkar numið úr gildi óop- inbert veiðileyfi á fyrirtækið og þannig skapað okkur eðlilegan starfsgrundvöll á nýjan leik,“ segir Sigurður. „Við höfum nú endur- heimt atvinnufrelsi okkar og þessi niðurstaða leiðir til þess að Eðal- vörur munu með tilstyrk dómstóla sækja bætur til LÍF hf. fyrir sann- anlegt tjón af máli þessu." Forsaga málsins er að Eðalvörur hafa um langt skeið flutt inn Rautt eðalginseng frá Kóreu. Heilsu- verslun.íslands, sem er deild í LÍF auglýsti í febrúar árið 2001 að sá munur væri á vöru sem þeir seldu og ginsengi frá Kóreu, sem Eðal- vörur eru umboðsaðili fyrir, að þeir notuðu ekki skordýraeitur og önnur kemísk efni. Notkun slíkra eiturefna var að þeirra sögn mikið vandamál hjá keppinautunum þar á meðal Eðalvörum. Mikið tjón „Þetta olli fyrirtæki mínu stór- kostlegu bráðatjóni," segir Sigurð- ur. „Ég hafði orðið var við vissa óvild Samkeppnisstofnunar í minn garð en leitaði samt til þeirra til að stöðva þessa aðför. Fyrir lágu óumdeildar sannanir um að þetta voru ekki bara ósannindi heldur öfugmæli. Enda varaði Hollustu- vernd ríkisins sterklega við vöru LÍF sem hætti dreifingu hennar." Sigurður segir ennfremur að viðbrögð samkeppnisyfirvalda voru mótsagnakennd. Þau leyfðu samanburðarauglýsingu með full- yrðingu um að vara Heilsuverslun- ar íslands væri ómenguð andstætt því sem gerðist um samkeppnis- vörur frá Kóreu, þó þau hefðu undir höndum sannanir sem sýndu að báðar fullyrðingarnar væru rangar. Þeir bönnuðu hins- vegar fullyrðingu Heilsuverslun- ar íslands á umbúðum vörunn- ar, sem gekk mun skemur, um að varan væri ræktuð á ómenguðu landsvæði. Vísað til umboðsmanns Þessari niðurstöðu áfrýjunar- nefndar samkeppnismála var vísað til umboðsmanns Alþingis, sem tók kröftuglega undir gagnrýni Eð- alvara og taldi m.a. að verulegir annmarkar væru á rökstuðningi áfrýjunarnefndar samkeppnis- mála. Ennfremur lagði umboðs- maður fyrir áfrýjunarnefnd að taka nýja ákvörðun í málinu kæmi fram ósk um það frá Eðalvörum. í samræmi við tilmæli umboðs- manns Alþingis óskuðu Eðalvörur svo eftir því síðasdiðið vor, að áfrýjunarnefnd samkeppnismála tæki málið fyrir á nýjan leik og bannaði umrædda auglýsingu. Um mikla hagsmuni var að tefla þar sem Eðalvörur létu dreifingu vör- unnar frá sér vegna auglýsingar- innar og töldu ekki verjandi að taka hana upp aftur meðan sam- keppnisyf- irvöld bönnuðu ekki auglýsinguna. Áður, eða 2002, féll dómur í Hæstarétti þar sem segir að um ólögmæta samanburðarauglýsingu hefði ver- ið að ræða, augljóslega byggða á ósannindum. Hún hefði farið £ bága við nokkrar greinar sam- keppnislaga og falið í sér órétt- mæta árás á hagsmuni m.a. Eðal- vara. Sigurður Þórðarson Með j hefur samkeppnisráð að mati okkar numið úr veiðileyfi á fyrir- tækið. „Með þessu hefur samkeppnisráð að mati okkar numið úr giidi óopinbert veiðileyfi á fyrirtækið og þannig skapað okkur eðlilegan starfsgrundvöil á nýjan leik. Kona þjáðist að óþörfu þegar læknar gleymdu aðskotahlut inni í henni Gleymdu dreni í sjúklingi Ágreiningsmálanefnd heilbrigð- isráðuneytisins hefur nú birt niður- stöður í kærumálum frá 2000 og 2001. Úrskurðað var í 15 málum á þessu tímabili og í flestum tilvikum voru viðkomandi sjúkrastofnanir og heilbrigðisstarfsfólk sýknað af því að hafa gert mistök. í þremur málum var hins vegar úrskurðað að mistök hafi átt sér stað og er eitt þessara mála sérlega neyðarlegt. Málið varðar konu sem gekkst undir aðgerð á Landspítalanum. Eft- ir aðgerðina var kvörtunum hennar um lasleika ekki sinnt og mátti hún því þjást án viðbragða. Sýking kom í skurðsárið og þar sem sýklalyf í æð bar ekki fullnægjandi árangur var skurðsárið opnað og hreinsað og sett inn mjúkt gúmmídren (Pen- rose). Þrátt fyrir sýklalyf kom gröftur í sárið og eftir að það hafði verið hreinsað var lagt inn tvöfalt Pen- rose-dren sem saumað var fast við húðina. Nokkru síðar var konan orð- in hitalaus og sýklalyijagjöf því hætt og hún útskrifuð. Annað drenið virt- ist hafa losnað af sjálfu sér en hitt drenið var stytt nokkuð. Sárið lokað- ist ekki og við röntgenmyndatöku kom í ljós að 10 sentimetra langt Penrose-dren hafði orðið eftir í lík- ama hennar. Ágreiningsmálanefndin taldi „að gera yrði þá kröfu til starfsfólks heil- brigðisstofnana að eftirlit væri það gott að ekki væri mögulegt að að- skotahlutir yrðu eftir í líkama sjúk- lings." Taldi nefndin ljóst að þján- ingar konunnar eftir aðgerðina hafi orðið meiri en ella vegna aðskota- hlutarins. Nefndin taldi hins vegar „ekki unnt að fullyrða um að hve miklu leyti varanlegt heilsutjón" konunnar mætti rekja til þeirra mis- taka og að hve miklu leyti það staf- aði af slæmu heilsufari hennar að öðm leyti og þeim aðgerðum er hún þurfti að gangast undir. Nefndin taldi að mistök hefðu orðið hjá starfsfólki Landspítalans sem spítalinn bæri skaðabótaábyrgð á. Nefndin taldi ekki „hægt að full- yrða um að hve miklu leyti þetta hafi valdið [konunni) varanlegu heilsu- tjóni."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.