Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2004, Blaðsíða 25
DV Fókus
FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ2004 25
Jonsi og hinar
' stjörnurnar í
Fame.
Allir eru stjörnur í
Fame, keyrslan er
mikil og enginn
klikkar.
hann Bjami Haukur sem byrjaði
ræðu sína á að banna mér að taka
myndir og endaði sýninguna á því að
skipa mér að koma mér út úr salnum.
í nýskapaðri hrifnæmni minni fyrir
leikhúsi ætlaði ég að taka viðtöl við
leikara, dansara og söngvara sýning-
arinnar. Fólkið sem hafði gert þetta
fallega kvöld svo skemmtilegt. Þang-
að tii hellisbúinn skreið úr greni sínu
og kastaði mér úr helli sínum. Megi
guð og gæfa gefa honum þau örlög að
hann nái að þroskast til nútímalegri
viðhorfa, áður en þessi fyrrum FM-
plötusnúður kafnar úr listamanna-
komplexum. Markaðsstjóri sýningar-
innar afsakaði hann kurteislega enda
hafði hann boðið mér að koma til
þess að taka myndir og viðtöl,
„stundum fara hugmyndir markaðs-
fólks illa í listamennina," sagði mark-
aðsmaðurinn þegar hann fylgdi mér
Út í sólsetrið. freyr@dv.is
Glæsilegur
bæði I Fame og
Flashdance
hommi eða gagnkynhneigður
Rómeó. Það fer hins vegar aldrei á
milli mála að Sveppi elskar konur þó
hann kæri sig ekki mn hlutverk
Rómeó, sem hann vill að sé nútíma-
legur villimaður en ekki rómantískur
miðaldagaur.
Það er nú alltaf svolítið notafegt að
láta koma sér á óvart og ég held að
öllum í þessari sýningu hafi tekist
það, alla vega hvað mig varðar sem
fullkominn leikhúsamatör. Nema
kannski leikstjórinn, hellisbúinn
Söngleikir eru að verða allsráðandi í starfsemi íslenskra
leikhúsa. Páll Baldvin Baldvinsson skoðar dagskrána í sumar
og veltir fyrir sér hvað er á seyði.
Fyrir hundrað árum töluðu menn
í Reykjavík um söngleikjafarganið
þegar þeim þótti nóg um innihalds-
litla smáþætti með skrautlegum bak-
tjöldum, glæsilegum búningum og
fléttu sem einatt snerist um stelpu og
strák sem sungu. Hvað er í gangi,
spurði ungur leikstjóranemi í fram-
haldsnámi á meginlandinu í fyrra: jú,
nýlokið er sýningum í bili á Chicago í
Borgarleikhúsinu fyrir um 25 þúsund
áhorfendur á ríflega 50 sýningar-
kvöldum. Fyrr í vor slúttaði Grease í
sama húsi á vegum fyrirtækis sem
heitir 3 sagas í eigu Árna Vigfúss,
Kristjáns Ra(gnars) og Bjama Þórs og
vom áhorfendur langt í 40 þúsund.
Piaf hætti í fullum gangi í Þjóðleik-
húsinu og Paris by night í Borgarleik-
húsi á vegum Felix Bergssonar.
Framundan em frumsýningar á fjór-
um söngleikjum. Fame byrjar annað
kvöld.
Fame er lame
Nú þykir mörgum heldur púkalegt
að hrista saman söngleik úr söng-
prógrammi eftir sjónvarpsþáttum
sem vom framhald af kvikmynd - en
þannig er það. Þegar Alan Parker tók
að sér að leikstýra kvikmynd um
krakka í tilteknum menntó í New
York og tókst vel til gat engan gmnað
að úr yrði fimm ára framhaldsþáttur
sem sópaði að sér verðlaunum, eink-
um fyrir vinnu Debbie Allen sem lék
og samdi dansa fyrir kvikmyndina og
þættina. Það var síðan Debbie sem
dró restina af kastinu til Evrópu og
gerði úr öllu músikprógram sem fór
um álfuna og rakaði inn peningum.
Söngleikurinn sem frumsýndur verð-
ur annað kvöld er síðgotungur úr
sömu rollu. Meira um það seinna.
Framundan eru...
Fame er bara fyrsta sýningin í
langri röð: á eftir koma Hárið (9. júlí
held ég) í Austurbæjarbíó; Happy End
eftir Elisabetu Hauptmann, Bert
Brecht og Kurt Weill í íslensku Óper-
unni (7. ágúst); Sweeney Todd eftir
Stephen Sondheim í íslensku Óper-
unni (8. okt.). Þá verða komnar í fullar
gang Chicago, Piaf og Paris by night.
Samkeppnin verður blóðug enda
má áætla að frá 9. júlí verði minnst 3
þúsund sætí að seljast á söngleiki í
hverri viku, frá 7. ágúst 4 þúsund og í
byrjun september verður að selja í
hverri viku yfir 5 þúsund sæti viku-
lega á söngleiki! Þjóðin mun eyða
tugum, hundruðum milljóna í söng-
leikjaskemmtan á næstu sex mánuð-
um - ugglaust hátt í milljarð á einu ári
þegar upp er staðið í árslok 2004.
Af hverju svona mikið í einu?
Það er erfitt að útskýra hversvegna
það hrúgast inn á markaðinn sams-
konar stöff: á þessu stigi veit ég ekkert
um Fame annað en það sem allir
þekkja úr bíó og sjónvarpi.
Það sem er merkilegt við það
dæmi er ekki bara að Þrísaga er
einkafyrirtæki án styrkja, undirleikur
verður af bandi sem lækkar eitthvað
kostnað á hvert sýningarkvöld og svo
að Smáralind er búin að rigga upp
nær áttahundruð manna sal með
sviði fyrir sýninguna: svo stórt áhorf-
endasvæði hefur ekki verið sett sam-
an til lengri tíma í Reykjavík síðan Há-
skólabíó reis 1961 (990 sæti) og þar
áður Austurbæjarbíó 1946 (810 sæti).
Sýning þeirra verður því að teljast
tímamót í einhverjum skilningi.
Þeir eru með miðlungskast á sviði
- 20 leikara/dansara sem er frekar al-
geng stærð á sólístum og kór í mörg-
um verkum. Þeir hafa sett upp þræl-
skipulagt auglýsingaplan og ætía að
ná inn 30-50 þúsund áhorfendum
sem gefa þeim í brúttótekjur á bilinu
100 til 150 miljónir. Athugið brúttó -
þá á eftir að borga allt. Menn eru
heppnir að halda eftir 20-30% af
brúttóinnkomu.
Monní, monní
Það eru sem sagt peningar sem
keyra mörg fíflin útí söngleikina í
þeirri glópsku að það sé auðveldara
að græða á þeim en öðru. Þess vegna
er verið að vekja Hárið af tíu ára
dvala og verður það í þriðja sinn sem
það kemur upp á næstum-atvinnu-
manna vegum í Reykjavík: 1970 í
Glaumbæ, 1994 í Óperunni og nú í
Austurbæjarbíó. Menn halda sem-
sagt að það sé hægt að græða á söng-
leikjahaldi á þessum örmarkaði. Ójú
- sagan segir að hér má skrapa upp
yfir 50 þúsund áhorfendur ef vel
tekst til og markaðurinn er ekki
mettur: Fiðlarinn í fyrra sinn (69-70)
nærri 53 þúsund, Hryllingsbúðin í
fyrra sinnið (85) nærri 51 þúsund. En
það fer ekki alltaf þannig: algengara
er að menn merji 20 þúsund áhorf-
endur.
Allt endarvel?
Happy end verður frumsýndur á
vegum Sumaróperunnar í ágúst og er
það frumflutningur verksins á ís-
landi. Það er gerólíkt dæmi og Hárið
og Frægðin: Sumaróperan er losara-
legur hópur undir stjóm Hrólfs Sæ-
mundssonar söngvara sem hefur sett
upp tvær barokk-óperur á liðnum
sumrum. Þau ætía sér takmarkaðan
sýningaríjölda, hafa þröngan stakk og
em fyrst og fremst að þessu fyrir list-
ræna hugsjón, þjálfun og ný verkefni.
Þau kalla til hóp nýrra starfskrafta og
eldri: þannig mun Kolbrún Halldórs-
dóttir leikstýra og er ánægjulegt að sjá
Kollu halda sínum fyrri ferh gangandi
samfara þingstörfum. Sú sýning verð-
ur í íslensku Óperunni eða Gamla bíó
eins og húsið heitir.
Sjá hér hve illan enda..
Nýráðinn leikhússtjóri á Akureyri
ætíar svo að skutíast í bæinn og setja
upp stórkostíegt verk eftir ókrýndan
konung ameríska söngleiksins á síð-
ari hluta 20. aldarinnar: Stephen
Sondheim. Verður það fyrsta verk
Sondheim á íslandi og meira að segja
sungið á íslensku. Það er ekki sjálf-
sagt. Sondheim á langan feril að baki,
nær hálfa öld, og hefur skrifað fjölda
söngleikja sem em rólega að síga inn
í verkefniskrá óperuhúsa um allan
heim. Hann er brilljant tónskáld og
yrkir ofaní línuna sem hann skrifar
eða er það öfugt? - allavega sönglesið
og tónmálið em eitt hjá Sondheim.
Gísli Rúnar Jónsson þýðir verkið og
fáa veit ég hæfari að takast á við frá-
bært ljóðmál Sondheim.
Glenniverk
Það er flnn hópur nýrra krafta og
eldri sem kemur að sýningu Óper-
unnar, m.a. leikhússtjórinn á Akur-
eyri, Magnús Geir Þórðarson, sem er
þar búinn að segja upp öllum nema
sjálfum sér og ætíar að bytja af krafti
fyrir norðan - með því að leikstýra
verkefhi fyrir annað kompaní í
Reykjavík. Ég veit ekki hver er mestur
asninn: Bjarni Damelsson ópem-
stjóri, Magnús Geir sem vill alltaf
gleypa heiminn eða formaður leik-
húsráðs sem réði manninn sem leik-
hússtjóra á Akureyri án auglýsingar.
Alla vega em vinnubrögðin forkast-
anleg og lýsa fullkomnu virðingar-
leysi fyrir öllum starfsmönnum sem
koma að málinu - og áhorfendum
líka. Við skulum vona að Magnús Geir
riflii ekki að neðan þegar hann er að
glenna sig þetta milli landshluta í tvö
full störf á sama tíma.
Hverferá hausinn?
Það er farin að safnast saman
nokkur þekking í rekstri af þessu tagi:
sumarsöngleikir komu hér á landi
fram á ný 1994, höfðu sprottíð upp
lítillega 1985, en tími þeirra var hér í
kringum 1960. Þetta er aðeins öðm-
vísi bransi: hann nýtir gjarnan ungt
talent, leikara- söng og dansnema,
jafnvel nýútskrifað fólk fullt af krafti
og líkamlegri fullnægju að vera á
sviði. Rekstur af þessu tagi verður
gjama til í litíum ífumkvöðlafyrir-
tækjum með ekkert eigið fjármagn og
þótt upp safnist reynsla, hagnaður og
há laun um stuttan tíma, er listin sú
að kunna að sigla skútunni lengra.
Það er sögulega séð mikil nauðsyn
að hér spretti upp fyrirtæki sem em
rekin alfarið á þeim forsendum að
hagnast fyrst og fremst. Mér sýnist
þeir þriggja sögu menn með frægðina
hafa komið sér svo fyrir í Smáranum
að þeir eigi sjens á því að ná saman
endum. Við sjáum hver syngur lengst.
Páll Baldvin Baldvinsson