Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2004, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2004, Side 4
4 MÁNUDACUR 19. JÚLl2004 Fréttir DV Malarnámur við Geldingar- nes Rannsókn lögreglunnar hef- ur sérstaklega beinst að bílforum sem fundust I námunni. stráka Lögreglan heldur áfram að leita að Sri Rahmawati, indónesísku konunni sem hvarf fyrir um tveim vikum. Leitað var til björgunarsveita fyrir helgi en lögreglan sá ein um leitina um helgina. Sigurbjörn Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík, segist vonast til að sjá fyrir endann á rannsókninni innan tíðar. ______________ „Okkur miðar áfram og hljótum að vonast til þess að sjá fyrir endann á þessu innan tíðar" Jafnframt því sem leitað var að Sri var skimað eftir ummerkjum eftir 44“ Dick Cepec dekk sem voru undir jeppa Hákonar Eydal. Engin ummerki fundust fyrsta daginn en á laugardaginn hélt leitin áfram. Þrír sérfræðingar í sporrakningum fóru í gegnum malarnámurnar austan við Vesturlandsveg. Leitin bar engan árangur en annað var uppi á teningnum á Geldingarnes- inu. í malar og grjótnámunni vest- ast á Nesinu fundust skýr för eftir 44“ Deck Cpec jeppadekk. Lög- regluhundur var kallaður til og sér- fræðingur björgunarsveita í sporrakningum. Ekkert meira fannst þrátt fyrir mikla leit. Við grjótnámuna var einnig könnuð lítil bryggja. Engin jeppaför fundust í nágrenni við hana en jarðvegurinn á svæðinu er mjög þjappaður eftir umferð vinnuvéla. simon@dv.is Leit lögreglunnar að Sri Rahmawati, indónesísku konunni sem hvarf fyrir um tveim vikum, hefur engan árangur borið að sögn Sigurbjörns Víðis Eggertssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Leit- inni var haldið áfram um helgina en ekki var notast við björgun- arsveitir og þyrlur eins og fyrir helgi. Hákon Eydal, fyrrum sam- býlismaður Sri, neitar enn að hafa átt nokkurn þátt í hvarfi Sri. Búist er við niðurstöðu úr DNA-rannsókninni innan tíðar. „Okkur miðar áfram og hljótum að vonast til þess að sjá fyrir endann á þessu innan tíðar," segir Sigur- björn Víðir, sem hefur borið hitann og þungann af rannsókn málsins. Hann segir að unnið sé í því að kortleggja ferðir Hákonar Eydal en tveggja vikna gæsluvarð- haldi yfir honum rennur út í vikunni. Leitin að Sri hefur aðallega farið fram á Kjal- arnesinu. Nánar tiltekið við malarnám- urgegntÁlfs- nesi og á Gelding- a r n e s - Hákon Eydal Situr I gæsluvarð haldi vegna hvarfs fyrrum sam- býliskonu sinnar. inu. Hákon Eydal vann á Kjalarnes- inu. Var múrarameistari við sex lóð- ir. Það liggur því beinast við að hann hafi farið á þann stað sem hann þekkti. Fimmtudaginn 17. júlí hafði Hörður Jóhannesson, yfirlögreglu- þjónn hjá Lögreglunni í Reykjavik, samband við björgunarsveitina og og óskaði eftir aðstoð við leitina að Sri. Klukkan fimm sama dag lögðu tveir leitarhópar af stað. Annar þeirra fór í Álfsnes og hinn í malar- námurnar fyrir neðan Búhamra í Kollafirði. Um áttaleytið lauk leitinni í mal- arnámunum og sameinuðust þá all- ir um að leita í Álfsnesi. Klukkan hálf ellefu var leit hætt. Þeir tveir staðir sem lögreglan skoðaði sérstaklega á Álfsnesinu voru annars vegar ræsisbrunnur þar sem búið var að spenna upp hespu á loki. Hinn staðurinn er á Gunnunesi við Þerneyjarsund. Þar eru tveir slöngubátar geymdir og var sá möguleiki skoðaður hvort þeir hefðu verið notað- ir í tengslum við málið. 9. júlí Sigurbjörn Vlöir Eggerts- son sem stjórnar rann- sókninni segir hana miða áfram. 10. júlí Höröur Jóhannesson yfírlögregluþjónn segir að lögreglan sé enn í sömu sporum og þegar Hákon Eydal var handtekinn á þriöjudagsmorgun. 12. júlí Lögreglan fjarlægði vinnubíl Hákonar Eydal og fólksbíl Sri Rahma- wadi til rannsóknar. 13. júlí Ekkert að frétta af rannsókninni. 14. júlí „Það er ekkert nýtt að frétta afrannsókninni," sagði Hörður Jóhannes- son. DNA-sýnin sem flestir bjuggust við að myndu berast eru sögð koma siðar. 15. júlí Ekkert nýtt að frétta af rannsókninni. Hörður Jóhannesson segir enga skipulagða leit hafa farið fram en lögreglan hafi kannað ýmsa staði. 16. júlí Þrýstingur á lögregluna eykst. Um eftirmiðdaginn kemur tilkynning þar sem segirað leitað hafi verið með þyrlu, björg- unarsveitum og lögregluhundum. Svæðið sem leitað er á er Kjalarnesið en þar vann Hákon Eydal. 17. júlí — 18. júlí Lögreglan heldur áfram leitinni en án nokkurs árangurs fram til þessa. „Okkur miðar áfram," segir Sigurbjörn Víðir Eggertsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn. Kveikt ívörubíl Lögreglan á fsafirði köll- uð að Stekkjargötu í Hnífs- dal, í gærmorgun, en þar hafði verið kveikt í vörubíl. Hann er talsvert mikið skemmdur eftir brunann og ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki. Þá varð bílvelta í ísafjarðar- djúpi í fyrrinótt. Talið er að ökumaður hafi misst stjóm á bifreiðinni í lausamöl með fyrrgreindum afleið- ingum. Þrjú vom í bílnum en þau sluppu ómeidd. Flaggað í hálfa stöng Náttúruvaktin hvetur fslendinga til að flagga í hálfa stöng í dag. Land- verðir og skálaverðir flögguðu fyrst í hálfa stöng víða á hálendinu þennan dag til að mót- mæla undirritun viljayfir- lýsingar Alcoa og stjóm- valda um álver í Reyðar- firði 2002 sem og óaftur- kræfum náttúmspjöllum vegna Kárahnjúkavirkjun- ar. í ffétt ffá Náttúmvakt- inni um málið, en vaktin er baráttuhópur um nátt- úmvemd og virkara lýð- ræði, segir að landverðir hafi goldið fyrir að setja skyldur sínar við náttúm landsins ofar hlýðni við stjórnvöld. Tíu ára í sjálfsheldu Hjálparsveit skáta í Hveragerði var kölluð út kl. 11.55 á laugardaginn eftir að tiUcynning hafði borist um að tíu ára strákur væri í sjálfsheldu í klettum fyrir ofan ölfusborgir. Þegar björgunarsveitarmenn vom komnir á staðinn, nokkrum mínútum eftir útkall, höfðu tveir sumarhúsagestir kom- ist til stráksins og voru byrj- aðir að hjálpa honum nið- ur, sem tókst að lokum með aðstoð björgunar- sveitarmanna og var útkall- inu lokið á 25 mínútum. Björgunarsveitarmenn beina þeim tilmælum til foreldra að varúðar sé gætt þegar börn em við leik í klettum og stórgrýti. Stórir menn breytast líka í litla Nú er Svarthöfði vissulega þannig gerður að hann er hrifinn af sterkum leiðtogum. Stórum og stæðilegum foringjum sem þeysast áffam sama hvað það kostar. Hafa sýn og kjark til að láta hana verða að veruleika. En þegar Svarthöfði lítur yfir stjórnmálaástandið á íslandi verður honum hálfóglatt yfir því hversu veiklulegur leiðtoginn mikli er þessa dagana. Já, Svarthöfði telcur ekki undir það sjónarmið margra að Davíð m Svarthöfði Oddsson sé ógurlegur karl sem berji sitt fólk áfram og fái öllu sínu fram. Enda er það vægast sagt fáránleg fullyrðing þegar reynsla undan- farinna mánaða sýnir að Davíð gæti varla stýrt nemendafélagi grunn- skólans á Selfossi svo vel ætti að vera. Hann er sífellt að reyna að breyta fjölmiðlalögunum sfnum til að þóknast samstarfsfólki sínu. Það Hvernig hefur þú það „Ég hefþað bara mjög gott ísveitasælunni,"segir Birgitta Jónsdóttir, rithöfundur og skáld. „Ég erhérf rjómablíðunni íReykholti þar sem ég sit undir styttunni afSnorra og horfi á drengina mína ærslast og borða ís. Ég er að yfirfara skáldsöguna mína sem kemur út íhaust og við höfum notið þess í botn að vera til,"segir Birgitta og hlær. er af sem áður var. Fyrir örfáum árum síðan hefði hann komið þessu í gegn leikandi létt. Eins og að drekka vatn. En nú hamast greyiö eins og h't- ill smástráJcur sem vill fá að horfa á bannaða mynd í sjónvarpinu. Ja, á dauða sínum átti Svarthöfði frekar von en að Jfinn mildi og ást- kæri leiðtogi breyttist í lítinn strák- Ung. Því Davíð var einu sinni góður, svo ósköp ágætur. Einu sinni var hann stór kall sem Svarthöfða leist ágætíega á. Hann kom sínu í gegn sama hvað tautaði og raulaði. Ef ein- hver vogaði sér að rífa kjaft var sá hinn sami umsvifalaust sleginn niður. Ekld ósvipað þeim stjómar- háttum sem stundum em kenndir við Svarthöfða. Það er af sem áður var. Svaithöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.