Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2004, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2004, Síða 9
DV Fréttir MÁNUDAGUR 19. JÚLl2004 9 Aukið eftirlit í Firðinum Lögreglan í Hafnarflrði vill, nú sem endranær, hvetja íbúa til þess að íylgj- ast vel með og láta vita um grunsamlegar mannaferðir. Lögregla hefur kappkostað, til dæmis með aukinni notkun ómerktra bifreiða, að hafa eftirlit sem mest í íbúðahverfum og á svæð- um þar sem innbrot hafa verið tíð. Samvinna lög- reglu og íbúa er og eitt lykilatriða í þeirri viðleitni að fækka innbrotum og þjófnuðum. Fjölmenni á ísafirði Siglingadagar á ísa- flrði stóðu ýfir um helg- ina og er það mál manna að vel hafi tekist til að Íiessu sinni. Lögreglan á safirði hafði ekki ná- kvæma tölu á fjölda gesta en sagði að mikið hefði verið um manninn yflr helgina og í gær var enn mikið af fólki. Meðal þeirra sem skemmtu Vestfirðingum var Kalli Bjarni ídolstjarna, sem eitt sinn var sjómaður og bjó áður í Bolungavík. Almenningur á klámhátíð Fyrsta klámmyndahátíð á Bretlandseyjum stendur fyrir dyr- um í London í septem- bermán- uði og hefur al- menn- ingi þar i' landi verið boðin þátttaka á henni. Xplicit- kvikmyndahátíðin býður öllum sem vilja að koma með heimamyndir sínar á hátíðina og í boði eru verð- laun og kvikmyndasamn- ingur fyrir bestu heima- myndina. Amanda Kiss einn af aðstandendum há- tíðarinnar segir að hátíðin sé tímamótaatburður í Bretlandi þar sem hún sýni að kynlíf er ekki lengur bannorð í landinu. Nóg af rækju Grænlenskir rækjutogar- ar eru fengsælir ef marka má þann afla sem tveir þeirra komu með til Siglu- íjarðar fyrir skemmstu. Þannig kom Regina C frá Nuuk í síðustu viku með um 610 tonn af frystri rækju. Fiskifréttir hafa eftir F. Steinar Svavarssyni, gæðastjóra Þormóðs ramma-Sæbergs að þessi afli hafi fengist við vestur- strönd Grænlands á 12 til 13 dögum. Meðalaflinn var rúm 50 tonn á sólarhring. í fréttatilkynningu frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar er því neitað að gosdrykkir eigi þátt í því að sífellt fleiri íslendingar glíma við offitu. Laufey Steingrímsdóttir, sviðsstjóri hjá Lýðheilsustofnun, segir að fyrirtækinu finnist sér ógnað og að það sé ekki nýtt að matvælafyrirtæki reyni að beita stjórnvöld þrýstingi. „Fyrirtækinu finnst sér einfaldlega ógnað,“ segir Laufey Stein- grímsdóttir, sviðsstjóri hjá Lýðheilsustofnun. í fréttatilkynningu frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar segir að „Gosdrykkir verði ekki sakaðir um aukna líkamsþyngd íslendinga." Baráttan milli mat- vælaframleiðenda og heilsustofnana sem hefur vakið athygli út í heimi virðist nú hafa náð til íslands. „Það er staðreynd að stóru mat- vælafýrirtækin út í heimi hafa beitt miklum þrýstingi á stjórnvöld," seg- ir Laufey og bendir á nýlegt dæmi um sykur. I opinberum ráðlegging- um frá ríkisstjóm Bandaríkjanna stóð að sykur væri óhollur. Þetta sættu sykurframleiðendur sig ekki við á sama hátt og þegar Alþjóða heilbrigðisstofnunin sendi frá sér aðgerðaráætlun sem öll aðfidar- ríkin skrifuðu undir. „...þar var einnig varað við sykri og á afgerandi hátt, segir Laufey. „Sykur og gos- drykkjaffam- leiðendur í Bandaríkj- unum hót- uðu því í kjölfarið að beita sér fyrir því að Banda- ríkin hættu að styrkja Alþjóða- heUbrigðis- stofnunina. Þetta sýnir hve baráttan er hatrömm." Offita er vaxandi vandamál Öl- gerðin neitar því að gosdrykkir eigi þáttl aukinni þyngd Islendinga. Vaxandi offita Og nú virðist ísland hafa bæst í hópinn. Offita er vaxandi vanda- mál og segir Lauf- ey að þó gos- drykkir eigi ekki einir sök á því þá spUi þeir vissulega mjög stóran þátt. Ein af hugmynd- um lýðheilsustofn- unar er að koma á sérstöku sykurg- jaldi. Það er ekki óþekkt að vömr „Þetta sýnir hve bar- áttan er hatrömm/' sem eru hættulegar fóUd séu skatt- lagðar meira en aðrar. Miklar álögur eru á sígarettum og tóbaki. Eitthvað sem stjórnvöld telja að minnki neysluna. í tUkynningu Ölgerðar- innar er sykurgjaldinu mótmælt. „Rök hafa ekki komið fram sem sýna fram á að sérstakt syk- urgjald muni leiða tU bættrar heilsu lands- manna,“ segir Hörður Harðar- son, aðstoðar- maður forstjóra Ölgerðarinnar, í fréttatilkynn- ingu þeirra. Gos- drykkir drepa Laufey segist að nokkru leyti sammála því að baráttunni gegn offitu sé farið að svipa tíl þess tíma þegar fólk byrj- aði að átta sig á hættunni við tóbak. í kjölfar þess sem fleiri rannsóknir vora gerð- ar sem sýndu skaðsemi tó- baks bragðust tóbaksfram- leiðendur við með sínum eig- in rannsóknum sem oftast sýndu hið gagnstæða. Nú er ekki deUt um hættu reykinga og viðvaranir eins og „Reyk- ingar drepa“ sjást á hverjum pakka. Getum við búist við svipuðum viðvörunum á gosdrykkjum og skyndibitamat í framtíðinni?" Laufey Steingrímsdóttir, sviðsstjóri hjá Lýðheilsustof nun „Þaö er staðreynd að stóru matvælafyrirtækin útíheimi hafa beitt miklum þrýstingi d stjórnvöid" „Nei,“ segir Laufey. „Matur lýtur Ég efast um að farin verði sú leið að öðram lögmálum. Jafnvel gosdrykk- vara við sérstökum matvælum því ur getur bjargað lífi við ákveðnar að- við þurfum öU á mat að halda.“ stæður en tóbak er aUtaf hættulegt. ' simon@dv.is Allsherjarnefnd fundar í dag út af fjölmiðlamálinu Framsókn fer ekki gegn forseta Islands AUsherjamefnd kemur saman tíl fundar í dag og þar á að ræða mögu- lega lendingu í fjölmiðlamálinu. Samkvæmt heimUdum DV fannst engin raunhæf lausn á máfinu um helgina en fleiri en einn möguleiki var tU skoðunar. Davíð Oddsson for- sætisráðherra og HaUdórÁsgrímsson utanríkisráðherra era engu nær sam- komulagi sem báðir flokkarnir geta sætt sig við. Og innan Framsóknar- flokksins snýst umræðan nú meir um stjómskipunarþátt málsins en efni fjölmiðlafrumvarpsins. DV hefur heimUdir fyrir því að hluti ffamsókn- arþingmanna muni ekki samþykkja að farið verði gegn forseta fslands í máUnu með þvf að samþykkja frum- varpið með einhverjum málamynda- breytingum. Engir formlegir fundir vora haldnir um helgina en farið var yfir ýmis gögn og skoðað hvaða leiðir era Stjórnarherrarnir Engin raunhæf lausn á málinu um helgina en fleiri en einn möguleiki var til skoðunar. færar. Þær era ekki margar meðan Davíð stendur fast á sínu og fram- sóknarmenn vUja ekki standa að broti á stjómarskránni. Raunar voru margir stjórnmálaleiðtogar og aUs- heijamefhdarmenn úr bænum um helgina þar á meðal Davíð Oddsson sem ku hafa verið í laxveiði með Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttar- lögmanni. Engum sögum fer af afla- brögðum þeirra. Litlar lfloir era taldar á að það ná- ist að afgreiða frumvarpið úr aUs- herjarnefnd tíl annarrar umræðu í dag eins og stóð tU. Það gerist ekki fýrr en formenn stjórnarflokkanna ná samkomulagi. HaUdór og Davíð munu hafa ræðst við í síma um mál- ið en án niðurstöðu. Samkvæmt heimUdum DV hefur orðið áherslubreyting hjá framsókn- armönnum í máUnu eftir að lög- fræðiáfit lágu fýrir í nefndinni um stjórnskipunarþátt málsins. Nú viU hluti flokksins ekki samþykkja frum- varpið, sama hvaða breytingar verða gerðar á því, þar sem forseti íslands muni þá beita málskotsrétti sínum aftur. Honum sé beinh'ns stiUt upp við vegg hvað þetta varðar. „Það er athygfisvert að aðeins einn maður, Davíð Oddsson, er viss um að forset- inn geri það ekki,“ segir einn af þeim þingmönnum Framsóknarflokksins sem DVræddi við. „Og það getur ekki verið hlutverk okkar að storka forseta íslands á þennan hátt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.