Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2004, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2004, Blaðsíða 10
t-r mvncAu'u or a\ \r\/vn\ u/iKka 7 0 MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ2004 Fréttir DV Bjarni er traustur og klár. Hann er skemmtilegur ígóð- um hóp. Málefnalegur og hóf- stilltur en samt skeleggur í pólitískri umræðu. Bjarni er enn óreyndur og það sést í yfírstandandi eld- skírn. Datt inn í pólitikina fyrirvaralítið og er enn fíöktandi í hugmyndafræð- inni. Frekar óákveðinn og á það til að vera óþarflega hörundsár. „Bjarni er afskaplega þægilegur samstarfsmaður sem skemmtilegt er að vinna með. Hann hefur sem formaður allsherjar- nefndar þurft að taka á mörgum viðkvæmum málum á undanförnum mánuðum. Það erkannski einkennandi fyrir Bjarna að hann hefur ekki látið það taka sig á taugum þótt stundum hafi hvesst allhraust- lega Ikringum embættið." Birgir Armannsson, samherjt íails- herjarnefnd. „Mér þykir sem hann komi ætlð til dyranna eins og hann er klæddur og Bjarni er bæði vandaður og yfir- vegaöur maöur. Þá hef- ur hann mikinn kraft I sér til að takast á viö hlutina. Og I persónulegri viður- kynningu er hann mjög skemmtilegur sögumaður og hefur gaman afað segja sögur. Og siðast en ekki slst er Bjarni mjög góður faðir sem er kannski einn helsti kostur hans I mínum augum." Asdls Halla Bragadóttir, bæjarstjóri I Garðabæ. „Bjarni er Ijúfur og skemmtileg- ur drengur þótt mér llki kannski ekki viö stjórnmála- skoðanir hans. Hann er hinsvegar prýðilegur I öllum samskiptum og það hefur veriö gott að kljást við hann I allsh- erjarnefnd. Bjarni er glöggur maður og snöggur að átta sig á hlutunum. Og hann hefur góða yfirsýn yfir þau mál sem hann hefur á sinni könnu á hverjum tlma." Össur Skarphiðlnsson andstæðingur I allsherjarnefnd Bjarni er fæddur I Reykjavlk 26.jan. 1970, sonur hjónanna Benedikts Sveinssonar hrl. og Guðríöar Jónsdóttur húsmóður. Hann er kvæntur Þóru Margréti Baldvinsdóttur flug- freyju og eiga þau tvö börn.í Tölvuleikur um smokka Landlæknisembættið hefur stofnað til smokka- leiks. Verðlaun standa til boða þátttakendum í leiknum sem formlega var opnaður á veraldar- vefnum nýlega. Smokk- urinn er eina getnaðar- vörnin sem komið getur í veg fyrir kynsjúkdóma- smit. Leikurinn gengur út á að skjóta með smokka- byssu á kynsjúkdóma- veirur og sæðisfrumur. 11.500 manns sóttu heimasíðu leiksins á fyrstu fimm dögunum. Burðardýr sem flytja fíkniefni til íslands verða sífellt fjölbreyttari í þjóðfélagsstöðu og aldri. Þau fá borgað um 300 til 500 þúsund krónur fyrir flutninginn. Ólétt kona er nú í gæsluvarðhaldi fyrir tilraun til fíkniefnasmygls og óttast Jóhann R. Bene- diktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, að blindir og fatlaðir séu næstir. niæsl flytja blindir og latlaöir fíknielni til íslands Nú situr í gæsluvarðhaldi hér á landi ung, ólétt móðir frá Síerra Leóne, fátækasta rfld jarðar. Hún kom hingað til lands sem burðardýr eiturlyfjasala í von um skjótfenginn gróða og sagðist hún hafa komið hingað til lands til að selja sig. Löggæslumenn á Keflavíkurflugvelli eru búnir að koma tæplega fjörutíu burðar- dýrum á bak við lás og slá á síðustu þremur árum „Ef eitthvað er þá er það fjölbreytnin sem er höfð að vopni. Við erum að tala um meira aldurs- bil en áður, karlar jafnt sem konur. Eldra fólk var hér áður fyrr ekki tek- ið fyrir fíkniefni og þeir eru meira að segja farnir að nota óiétta konu. Maður spyr sig, ætla þeir næst að fara að nota blint fólk og fatlað fólk eða fólk með ungabörn?" segir Jó- hann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli. Síðustu tvö til þrjú ár hefur það verið mjög áberandi að seljendur og kaupendur noti burðardýr. Jó- hann segir að ísienski innflytjand- inn sem skipuleggur fái oft burðar- dýr sem seljandinn útvegar með í pakkanum og að burðardýrin fái borgað á bilinu 300 til 500 þúsund krónur fyrir burðinn. Hann segir einnig að oftast hafi burðardýr lítil tengsl við seljendur og kaupendur. Burðardýr í veikri þjóðfé- lagsstöðu „Að sjálfsögðu eru undantekn- ingar, inn á milli eru atvinnuburðar- menn eins og Þjóðverjinn sem við „Hérna í gamla daga voru fyrst stoppaðir menn í leðurjökkum með hring í eyranu en sútíðerliðin." tókum um daginn. Hann hafði útlit- ið með sér og var mjög kaupsýslu- legur í úthti. En alla jafna eru burð- ardýrin fólk í mjög veikri þjóðfélags- stöðu og menn virðast vera að nýta sér neyð þessa fólks og fá það út í brotastarfsemi. Fólkið veit að það er að brjóta af sér en það er þessi freist- ing um skjótfengan gróða sem er allri annarri hugsun yfirsterkari." Aðspurður hvort þeir miði út sérstakt fólk segir Jóhann að burð- ardýrin séu ekki endilega fólk sem er eitt á ferð og beri sig illa: „Aðferð- irnar við innflutninginn verða alltaf flóknari og okkar vinna er að sama skapi flóknari líka. Hérna í gamla daga voru fyrst stoppaðir menn í leðurjökkum með hring í eyranu en sú tíð er liðin." Jóhann R. Benediktsson Sýslumað- urinn á Keflavíkurflugvelli segir lög- gæsiumenn í Leifsstöö hafa komið tæp- lega fjörutíu burðardýrum á bak við iás og slá slðustu þrjú ár. Eins og að stífla bæjar- lækinn Jóhann telur ástæðuna fyrir því að fíknieftiainnflytjendumir þurfi sí- fellt að endurskoða aðferðir sínar vera góðan árangur þeirra í að leggja hald á fíkniefni: „Við erum búnir að koma á fjórða tug burðardýra á bak við lás og slá á síðustu þremur árum. Götuverð þeirra fíkniefna sem við erum að leggja hald á flugvellinum skipta tugum, jafnvel hundruðum milljóna á ári. En sú áskorun sem við stöndum fram fyrir núna er að ná oftar í seljenduma og kaupend- urna," segir Jóhann. „Við erum stöðugt að þróa okkar aðferðir og þeir sínar. Þessi barátta er eins og að stífla bæjarlækinn - um leið og við stíflum á einum stað lekur vatn- ið á öðmm stað. Þetta er slagurinn endalausi. Við getum samt ekki nema glaðst yfir árangrinum. En við getum því miður ekki útskýrt nákvæmlega hvernig við náum þessu magni af efnum sem raun er, þannig að við þurfum að gleðjast í hljóði innra með okkur," sagði Jóhann. rap@dv.is Flestir sem eftir voru í borginni voru rólegir um helgina Synti til Engeyjar út af forræðisdeilu Helgin í höfuðborginni var með rólegra móti bæði hjá slökkviliðinu og hjá lögreglunni. Slökkviliðið fór að sögn í tvo vatnsleka á sunnu- daginn. í Hafnarfirði bar lítið til tíðinda. Eitthvað var um hávaðaútköll og þótt fólk hafi verið létt á hraðanum urðu engin bílslys. Þá var einn mældur á 130 kílómetra hraða og að auki sjö aðrir stöðvaðir fyrir of hraðan akstur. Tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur. Lögreglan f Kópavogi kvaðst engan áberandi hraða hafa mælt og að helgin hafi verið mjög róleg. I Reykjavík voru engar stórar uppákomur, einhver slagsmál í bænum og voru höfð af- skipti af því. Tveir einstaklingar þurftu að gista í fangageymslum lögreglunnar. Að venju var mikið farið í heimahús út af hávaðaút- köllum, alls 17 skipti, og sjö sinn- um vegna ónæðis utandyra. Fimm voru teknir vegna ölvunaraksturs og fjórir vegna hraðaksturs aðfara- nótt sunnudags. Tveir menn fóru í sjóinn. í annað skipti synti maður út í Engey, en lögreglan kvað hann ekki hafa verið ölvaðan. Hann gaf DV þær skýringar að hann hefði misst forræði yfir barni sínu og synti til að sefa harminn. Hann hafði beðið vin sinn að geyma föt sín, en vinurinn taldi að hann væri að drukkna. Því hringdi hann á lög- regluna. Sundmaðurinn kvaðst afar óhress með að lögreglan skyldi sækja hann, því helst hefði hann viljað klára sundsprettinn. Hitt atvikið var þegar maður féll á milli skips og bryggju, en hafðist við í sjónum í hálftíma áður en hann náðist upp úr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.