Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2004, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2004, Qupperneq 21
DV Sport MÁNUDACUR 19.JÚU2004 21 Porto vill 2,6 milljarða fyrir Carvalho Forráðamenn Porto hafa gefnið það út til spænska stórliðsins Real Madrid að portúgalski vamarmaðurinn Ricardo Carvalho verði ekki seldur fyrir minna en 20 milljónir punda (2,6 mill- jarða íslenskra króna). Car- valho, sem stóð sig frábær- lega með Porto í meistara- deildinni og með portú- galska landsliðinu á EM, er ofarlega á óskalistanum hjá JoseAntonio Camacho, þjálfara Real Madrid, en hann fer ekki frítt - það er á hreinu. Danska landsliðið í verkfall Svo gæú farið að danska knattspyrnu- landsliðið verði í verk- falli þegar liðið leikur sinn fyrsta leik í undan- keppni HM 2006, gegn Úkraínu 4. september. Leikmenn eru ósáttir við ákvæðið um uppeldisbætur í félagskiptareglum FIFA og hafa stefiit danska knattspymu- sambandinu. Launasamningur dönsku landsliðsmann- anna rennur út 1. sep- tember næstkomandi og forráðamenn danska sambandsins segja það Ijóst að ekki verði samið við menn sem eru á sama U'ma að draga þá fyrir dómstól. Ef Danir mæta ekki til fyrsta leiks verður þeim vísað úr keppninni. Drogba líklega til Chelsea Forráðamenn Marseille virðast vera búnir að sætta sig við að missa fiamhetjann snjalla Didier Drogba til Chelsea en Jose Mourinho, knattspymustjóri Chelsea, hefur lagt mikla áherslu á að fá kappann til liðsins. Chelsea hefur þegar boðið átján milljónir punda í Drogna en talið er að félögin sættist á 24 milljónir punda. Marseille keypú Drogba á fjórar milljónir punda fyrir ári frá Guingamp og mun því græða tuttugu milljónir punda á kappanum, nokkuð sem kemur sér afskaplega vel fyrir félagið sem á í miklum fjárhagsvandræðum. Það var mikil spenna og dramatík á lokadegi opna breska meistaramótsins í golfi. Ernie Els tókst að knýja fram umspil gegn Todd Hamilton þegar hann náði fugli á 17. holu. í umspilinu var það síðan Hamilton sem stal senunni á 17. holu. Ernie Els var tveim höggum á eftir Hamilton þegar aðeins tvær holur voru eftir. Els minnkaði muninn í eitt högg með glæsilegum fugli á 17. holu. Hamilton fór síðan 18. holuna á skolla meðan Els paraði. Varð því að grípa til bráðabana og héldu margir að þar myndi reynsla Els skila honum sigri. Taugar Hamiltons voru þandar til hins ýtrasta á 18. holunni og hann mátti þakka fyrir að tapa ekki móúnu þar. Upphafshöggið fór í kragann hægra megin og þaðan skaut hann í áhorfendur vinstra megin. Hann náði síðan að redda sér fyrir horn og tryggja bráðabanann. Þar náði Els ekki að spila 17. holuna eins vel og nokkrum mínútum áður. Hamilton urðu aftur á móti ekki á nein mistök þar og fór Hamilton holuna á þremur höggum á meðan Els kláraði á fjórum. Hamilton var síðan öryggið uppmálað á 18. holunni á meðan Els var í vandræðum. Fögnuður Hamiltons var síðan einlægur í lokin enda var þetta fyrsú sigur þessa 39 ára Bandaríkjamanns á stórmóti en hann hefur verið atvinnumaður síðan 1987. Það er með hreinum ólíkindum að Hamilton skuli hafa íhugað að leggja kylfurnar á hilluna í desember síðastliðnum en hann sér væntanlega ekki eftir þeirri ákvörðun að hafa ákveðið að halda áfram í dag. Stórkostleg stund „Þetta er stórkosúeg stund fyrir mig og fjölskyldu mína. Ég hélt að ég væri búinn að klúðra þessu á lokaholunni en sem betur fer tókst mér að halda haus og klára þetta í bráðabana," sagði Hamilton efúr sigurinn en hann faðmaði bæði kylfusvein sinn, Ron Levin og eiginkonu sína innilega eftir að sigurinn var í höfn. Hamilton var frábær Ernie Els óskaði keppinauti sínum, Todd Hamilton, innÚega til hamingju og sagði hann hafa spilað frábærlega. „Það er ekki hægt annað en að dást af Hamilton, Mér fannst ég spila vel en Hamilton var frábær og átti sigurinn skilið." Þeir náðu fuglum Phil Mickelson leiddi mótið lengi vel en hann endaði í þriðja sæti rétt á eftir Els og Hamilton. „Það var mjög erfitt að að spila með þessum sterka hliðarvind sem var í dag. Els og Hamilton voru að ná fuglum en mér tókst það ekki. Þeir spiluðu alveg frábærlega og ég tek hatt minn ofan fyrir þeim.,“ sagði Mickelson. Tiger Woods varð í níunda sæti á mótinu en hann bytjaði lokadaginn vel, var inn í toppbaráttunni en seinni níu holurnar gengu ákaflega illa hjá honum og hann var úr baráttunni þegar nokkrar holur voru eftir. henry@dv.is Sigurinn í höfn Todd Hamilton fagnar hér til hægri þegar sigurinn er i höfn en til vinstri sést Ernie Els kominn I vandræði. Reuters Leikmenn Arsenal borga ekki fullan skatt af tekjum sínum hjá félaginu Milljónaspamaður á ári fyrir millana í Arsenal Breska blaðið The Sunday Times birti í gær frétt þess efnis að leikmenn ensku meistaranna Arsen- al spöruðu miOjónir punda í skatt á ári hverju í gegnum leppfyrirtæki og fjárfestingarsjóði í skattfrjálsum löndum. Blaðið heldur því fram að leikmenn liðsins borgi aðeins helminginn af þeim 40% sem fóUc með þeirra innkomu borgar venju- lega í Bretlandi en það sem gerir þó máfið enn furðulegra er að þetta er löglegt. Endursoðunarskrifstofan De- loitte & Touche, sem einnig er með skrifstofur hér á landi, setti saman þessa áætlun um undanskot frá skattinum og hún gerir enskum leikmönnum liðsins kleift að borga aðeins 1% skatt af aukagreiðslum sem þeir fá fyrir sigurleiki en Sleppa vel með skattinn Thierry Henry og félagar hans hjá Arsenal sleppa vel frá skattinum þökk sé snjöllum endurskoðendum. leikmenn með erlent ríkisfang eins og Thierry Henry og Robert Pires þurfa ekki greiða krónu til skattayfirvalda í Bretlandi. Frjálslyndi demókratinn Norman Lamb, sem er fer fyrir skugga- ráðneyti fjármála í Bretlandi, er h'tið hrifinn af þessu uppátæki ensku meistaranna. „Það er erfitt að kyngja því að enskir landshðsmenn skuli ekki taka meiri ábyrgð gagnvart landi sínu. Það er algjörlega óásættanlegt að leikmenn og lið vinni á þennan hátt, sérstaklega þar sem hinn almenni knattspyrnuáhugamaður getur ekki nýtt sér þetta," sagði Lamb. Jackie Charlton, fyrrum landsliðsmaður Englands og þjálfari írska landsliðsins, sagðist steinhissa á þessum fréttum og fannst skrýtið að skatturinn aðhefðist ekkert.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.