Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1895, Side 23

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1895, Side 23
síðustu mánuði ársins; hún skín þá skærast kringum 26. Okt. og er lengst vestur frá sól 30. Nóv. Mars gengur undir um hina fyrstu mánuði ársins hjerumbil 3 stundum eptir miðnætti, seinast í Júní um miðnættið, og nú hverfur hann sýnum þangað til hnnn, eptir að hafa gengið bak við sdl 11. Okt., kemur í Ijús á austurloptinu, og kemur hann þú upp aðeins 2 stundum undan súl við ávslokin. Mars, sem er auðþekktur á hinum rauða lit sínum, er í ársbyrjun á ferð í Hrútsmerki; í miðjum Febrúar gengur hann inn í Uxamerki og í miðjumMarts er hann 7° fyiir norðan aðalstjörnu merkis þessa, (Aldebaran, Uxaaugað), sem einnig er rauð á lit. I miðjum Apríl gengur hann inn í Tvíbura, og í seinni liluta JSÍaímánaðar fer hann fram hjá Kastor og Pollux, fyrir sunnan þá. í byrjun Júnímánaðar gengur hann inn í Krabbamerki. Við árslok er hann kominn í Sporðdreka, og 14. Dec. gengur hann 1° fyrir sunnan § scorpii. 25, Apríl er Mars að sjá I}0 fyrir norðan Júpiter og 5. Júní 10 fyrir sunnan Venus. Við ársupphaf er fjarlægð hans frá jörðu 17 mill. mílna, og vex hún síðan þar til hún verður mest í Sept. og Okt., 52 mill. mílna; í árslokin er hún 47 mill. mílur. Jiípiter er á lopti alla nóttina um hina fyrstu mánuði ársins, þangað til hann í byrjun Júnímánaður gengur undir um miðnætti og síðan hverfur sýnum. 10. Júlí gengur hann bak við súl. Síðan kemur hann í ljús á morgunloptinu, rís upp fyr og fyr, seinast í Ágúst um miðnætti og í árslok kl. 5 á kveldin. Júpíter er í Janúar á apturferð frá Tvíburum til Uxamerkis; þar snýr hann við í miðjum Febrúar, og í Marts gengur hann aptur inn í Tvíburamerki. I lok Ágústmánaðar er hann kominn inn í Krabba- mcrki og er hann á austurferð í merki þessu það sem eptir er árs. 18. Maí er hann að sjá 2° fyrir sunnan Venus. Satúrnus kemur upp kl. 3 á morgnana við byrjun árs, síðan æ fyr og fyr, þangað til hann þ. 24. Apríl er gagnvart súl og á lopti alla núttina. í byrjun Júlímánaðar gengur hann undir um miðnætti og hverfur nú að sýn. 2. Nóv. gengur hann bak við sól, kemur eptir það í ijús á morgunhimninum og rennur upp kl. 5 á morgnana við árslokin. Frá því í miðjum Febrúar og þangað til fyrst í Júlí er Satúrnus á vesturferð á takmörkum Metaskála og Meyjarmerkis; það sem eptir er árs er hann á hreiíingu austur á við, og 1 árslok er hann kominn kippkorn inn í Vogarmerki, 22. Dec. er hann að sjá -J-° fyrir sunnan Venus.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.