Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1895, Page 24

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1895, Page 24
SÝNILEGLEIKI TUNGLSINS 1 RETKJAVÍK. |>ess er gotið neðst á 3. bis. almanaksins, að þá daga, sem tnnglið ekki kemur upp í Reykjavík, eru tölur þær, er sýna, hve- nær það er í hádegisstað, auðkendar með innilokunarmerkjum. þetta á sjer stað einu sinni á mánuði, optast fjóra daga samfleytta, t. d. 27.—30. Ágúst, 23.—26. Sept. o. s. fr. J>ar á móti gengur tunglið ekki undir f fjóra sóiarhringa hálfum mánuði fyr og seinna, t. d. 10,—13. Sept., 8.—11. Okt. o. s. fr. Viku fyr og seinna er tunglið hjerumbil 12 stundir á lopti, 6 stundir áður en það kemur í hádegisstað og 6 stundir á eptir, t. d. 5. Sept., 19. Sept., 2. Okt., 16. Okt. o. s. fr. |>að er ekki hvert ár að tunglið þannig er dögum saman fyrir neðan sjóndeildarhring Reykjavíkur; og þau árin eru fleiri, er það kemur upp og sezt á hverjum degi alt Arið um kring. Af almanaki þessu sjezt, að árið 1895 eru það vanalega fjórir dagar í sonn, sem tunglið er horfið sýnum í Reykjavík; einu sinni eru það fimm dagar (í Marts) og tvisvar ekki nema þrír dagar (í Okt. og Dee.). 1894voru það líka vanalega fjórir dagar, en þó þrisvar fimm dagar í einu. 1893 voru það vanalega fjórir dagar, einu sinni fimm og einu sinni þrír dagar. 1892 voru það optast þrír dagar, fjórum sinnum fjórir dagar og einu sinni tveir dagar. 1891 voru það vanalega ekki nema einn eða tveir dagaríeinu og 1890 kom tunglið upp á hverjum degi. Orsökin til þessa er sú, að halli tunglbrautarinnar við mið- baugsflöt jarðarinnar er breytilegnr. 1876 var hann mestur sem lianu getur orðið, 281885 minstur, 1 S^/o0, 1894 aptur 28l/2°, og þannig minkar hann og vex aptur á hverju liðugu hálfu nítj- ánda ári. Sjóndeildarhringsflötur Reykjavíkur haliast ekki full 26° við miðbaugsflöt, eða með öðrum orðum, miðbaugur er tæpum 26 mælistigum fyrir ofan sjóndeildarhring í suðri í Reykjavík. þau árin, sem halli tunglbrautarinnar er sem mestur (1876, 1894 o. s. fr.'', 281/g0, getur tunglið þessvegna ekki komið upp fyrir sjdndeildarhringinn meðan það gengur um þann kafla brautarinnar, sem liggur meira en 26° fyrir sunnan miðbaug, og til þess þarf það fjóra til fimm sólarhringa. Fjögur árin næstu á undan og eptir er hallinn að vísu ekki ‘ÍS1!^0, en þó meiri en 26°, og tunglið getur því heldur ekki komið upp þessi ár, þegar það er syðst á lopti; þó er það þá ekki horflð sýnum svo marga daga í senn. Hjeraf sjezt, hversvegna tunglið 1891 hætti að koma upp einn eða tvo daga í einu, síðan fleiri saman, þangað til það voru orðnir fjórir til fimm dagar í senn 1894; 1895 for tíminn að styttast aptur og 1899 kemur það aptur upp á hverjum degi árið um kring, og því heldur það síðan áfram um tíu ára tíma.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.