Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1895, Side 35

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1895, Side 35
sinn suður í Bæheim og^tekur þar höndum saman við her Austurríkismanna. Aður hálfur mánuður er lið- inn frá því ófriðurinn hófst, er meginher Prússa kom- inn í þremur sveitum sitt úr hverri áttinni suður að Sadowa og Königgrátz og þar er höfuðorustan háð 3. júlí. þar er Moltke við hlið keisarans. Kúlurnar þjóta um höfuð honum, en hann bíður rólegur eptir því, að þriðja hersveitin, sú er krónprinsinn stýrir, komi frá Slesíu. Nálægt hádegi sjer til hans. Kæðst hann ávinstra fylkingararm Austurríkismanna. Brest- ur þá fiótti í lið þeirra, og eiga þeir fótum fjör að launa. Tekur Moltke nú við aðalherstjórninni og rek- ur flóttann suður undir Vínarborg, og er við yopna- hljessamninginn í Nikolsburg. Var ófriður þessi háður af Prússum með slíkum hyggindum, dugnaði og snar- rseði, að öðrum þjóðum fór að standa stuggur af upp- gangi þeirra, og tóku að koma endurbótum á herlið sitt eptir prússnesku suiði. Krægð Moltkes barst úfc víða um lönd; gjörði Vilhjálmur Prússakonungur hann að aðalsmanni fyrir framgöngu sína, og gaf honum nokkur höfuðból í Slesíu. Tók Moltke nú að endur- bæta stórskotalið og riddaralið Prússa 1 ýmsum grein- urn, þyí hann hafði sjeð í ófriði þessum, að því var í ýmsu ábótavant. Smámsaman tók að brydda á því, að ekki mundi þess langt að bíða, áður Prússum og Frökkum lenti saman í ófriði, og 1868 hafði Moltke þegar samið áætlun um sókn Prússa í þessari fyrir- huguðu styrjöld, enda liðu ekki nema tvö ár frá því, unz ófriðurinn hófst. Eins og kuunugt er, fóru Erakk- ar svo halloka í ófriði þessum, að ekki eru slíks dæmi í sögunni, enda var her þeirra nálægt hálfu minni en Prússa og allur herbúnaður, herkunnátta og heragi eptir því. í ófriði þessum rjeði Moltke öllum fram- kvæmdum Prússahers og fylgdi hersveitum keisarans.. Býndi Moltke þar þá ráðsnilli, er lengi- mun í minn- um höfð, er hann umkringdi Bazaine við Metz og Mae Mahon við Sedan, Ijet umkringja París svo eng- inn komst þar út nje inn um langan tíma nema fugl- inn fljúgandi, og tvístra her þeim er Bourbaki rjeð fyrir suðaustur í landi, þótt hann væri sjálfur hundr- að mílur þaðan vestur í Versölum í hátíðaglaumnum hjá Vilhjálmi konungi, sem þá var krýndur til keisara (29)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.