Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1895, Page 42
hann bjelt þvi áfism eigi að síður. Hann losnaði þó þaðan
eptir fáein missiri, og tók þá (184)) við ritstjórn á prentuðu
blaði, Pesti Sirlap, er veittist mjög djarflega oghlifðarlaustað
keisarahirðinni i Yín og bennar fylgifiskum, hjelt kappsam-
lega uppi vörn fyrir þjóðrjettindum Dngverja og flutti óskir
þeirra og kröfur með eldlegum áhuga og í íögiu máli og
mjög iburðarmiklu. Haustið 1847 var hann kosinn á þjóð-
þing í Pest, gerðist forseti þingsins, en siðan formælandi
mótspyrnuflokks stjórnarinnar þar og rjeð þar brátt lögum
og lofum, en gat sjer jafnframt góðan orðstír meðal mót-
stöðumanna sinna fyrir það, hve stillilega og göfugmannlega
hann neytti rrælsku sinnar fyrir áhngamálum sínum, en það
var þjóðernisjafnrjetti, tiúarfrelsi fyrir ókristna jafnt sem
kristna — sjálfur var hann evangeliskar trúar—, skattaljett-
ir á almúganum og afnám einkarjettinda höíðingjaljðsins
og hins æðra kennilýðs. Yefurinn eptir, 3. marz, er frjettin
barst um hrun konungsveldis á Prakklandi, flutti Knssuth
langa ræðu og snjalla á þingi,— er síðan var kölluð „skírn-
arræða stjórnbyltingarinnar i Austurrfki“—, umaðgeramenn
á fund keisarans og heiðast ýmissa lagabóta, en þess fyrst
og fremst, að skipað væri sjerstaklegt ráðaneyti fyrir Ung-
verjaland með ábyrgð fyrir þinginu. J>að var samþykkt og
hann kjörinn oddviti fararinnar, ásamt Batthyány, öðrum
mesta mælskuskörung og stjórnvitring, er Dngverjar áttu þá.
feirn fjelögum var fagnað forkunnar-vel, er þeir komu til
Vínar, 15. marz, og veitt það er þeir beiddust. Hið ung-
verska ráðaneyti komst á legg á 2 dögum síðar, og gerðist
Batthyány formaður þess, en Kossuth fjármálaráðherra. Hann
var þá eigi smáhugaðri en það, að hann vildi koma upp
Magyara-stórveldi, en styggði með því aðra þjóðflokka i land-
inu. A áliðnu sumri fór ráðaneytið frá völdum og þreif þá
Kossuth i hendur sjer alræðisvöld á hátíðlegum þÍDgfundi.
Hann var sundurgerðarmaður mikill og viðhafnar. Með frá-
bærri atorku og röggsemi tókst honum á skömmum tima að
koma á fót ungversku herliði og búa það sæmilega að vopn-
um og vistum, en hleypti með mælsku sinni og ástsældar-
þokka hamslausum byltingarhug og óbilugum vígamóð í
þjóðina. Vinarmenn gerðu uppreisn um sumarið og flæmdu
burtu keisarann, en hershöfðingi hans, Windischgrátz, sett-
(36)