Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1895, Síða 52

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1895, Síða 52
snýst einu sinni 1 hring á hverjum sólarhring, og snýst til austurs; at' þvi er skiljanlegt, að því austar sem er á hnettinum, þvl fljótari er klukkan, og því vestar sem er, því seinni er hún. HAdegisbaugur sá, sem venjulegast er gengið út frá sem þeim fyrsta, gengur yiir mitt Island, suður eptir öllu Atlanzhaíi, og í gegn um eyna Ferró fyrir vestan Afríku, og þaðan suður öll höf. Sjómenn allir reikna frá G-reenwich við Lundúnaborg. Þegar nýja árið 1895 byrjar á nýársnótt í Reykja- vik kl. 12,0'0", þá má sjá mismun tímasamanburðarins á eptirfylgjanda samanburði. Á gamlársd. 1894 er klukkan í Júlíönuvon á Græn- landi............10,28 e.m. - Rio Janeiro . . . 10,ss — - Nýju Jórvík . . . 10,8 — - Qvito.......... 8,52 — - San Pransisko . . 5,20 — - Kadjak við Al- aska........... 8,16 — - Manila (Filippi- eyjar)......... 8,12 f.m. Á nýársdag 1895 er klukkan á Akureyri .... 12,12 f.m, í Lundúnaborg . . 1,26 — - Rarís.......... 1.36 — - Róm........... 2.i — - Kaupmannahöfn 2,17 — - Berlín............ 2.20 — - Stokkhólmi . . . 2,38 — - St. Pjetursborg . 8,24 — - Kalkutta á Indl. 7,20 — - PekingíKína. . 9,12 — - Melbourne(Nýja Suður-Wales). . 11,4 — Af töflu þessari má sjá, að austan til í austurálfunni eru þeir komnir á fætur og farnir að fagna nýárinu, þegar Ameríkumenn eru að kveðja gamla árið að kveldi, en vjer Islendingar liggjum þá í rúminu um kl. 12 á nýársnóttina, eða erum að enda við að kveðja gamla árið. En þegar vjer höldum svona áfram í austur og vestur, verðum vjer að mætast hinumegin á hnettinum, og erum þá búnir að fá 1 dags halla á oss. Það verður því erfitt að segja, hvernig vjer eigum að dagsetja; sá, sem heíir farið í vestur, segir við þann, er fór í austur, er hann mætir honum: »Það er gamlársdagur í dags. »Og hvaða vitleysa«, svarar hinn, »það er nýársdagur«. Deilingarlínan milli þessa dagaruglings hlýtur að liggja um austur-Asíu eyjar og Eyjaálfuna. Til þess að bjarga því við, að eitthvert vit komist í þetta mál, hafa menn ráðið það af, að láta lönd þau og eyjar. sem fundizt hafa og numin hafa verið að vestan, frá Evrópu, halda dagatali því, er Norðurálfumenn tíðka; en þau iönd og- ey.jar, sem fundizt hafa að austan, frá Ameríku hlið, halda dagatali því, er þar tíðkast, og eru þau því ein- um vikudegi og mánaðardegi á eptir hinum. (42)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.