Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1895, Side 66
Karlinn: Bölvaðu ekki börnunum, Björg mín, það
;getur komið fram á þeim á efsta degi, helv. ormunum
þeim arna.
* * *
A. : Hvernig þótti þjer mjer segjast við borðhaldið
í dag, þegar jeg mælti fyrir minni kvennfólksins?
B. \ Mjer þykir þessi ræða ætíð góð, bve opt sem
jeg heyri hana; fyrir fám dögum hjelt jeg s'ömu ræðuna
í öðru samkvæmi.
* *
Sjúklingurinn: Er það eigi hættulegt fyrir mig, ef
mjer mislíkar eða jeg verð hræddur?
Lœknirinn: Jú, sjálfsagt.
Sjúklingurinn: Jæja, jeg vona þá, að reikningurinn
vðar verði sanngjarn, eöa komi eigi fyr en jeg er aibata.
* *
Iiún r Ef það er hættulegt, sem aö mjer gengur, þá
■ætla jeg að biðja yður, herra iæknir, að segja mjer það
á latínu, svo aðjeg verði eigi of hræddþó jeg heyri það.
Gesturinn' Er læknirinn heima?
Vinnukonan: Nei, hann var sótfur til sjúklings.
Gesturinn: Það var ieiðinlegt, jeg ætlaði að borga
honum skuld.
Vinnukonan: Svo — hinkrið þjer við, jegheldhann
sje heima.
* *
Lœknir, nafnfrægur: Þjer haíið látið sækja mig;
livab gengur að yður, kæra frú?
Hún (hrokafull): Jeg er barónessa.
Lceknirinn: Er það það, sem að ybur gengur? Jeg
hef engin meðöl handa yður við því, og þess vegna hef
jeg ekkert hjer að gera. — Ab svo mæltu tók hann hatt
sinn og fór.
* *
Dómarinn: Jeg dæmi hinn ákærba til ab borga 10
fer. til fátækrasjóðs.
Kærandi: Eátækrasjóbs! Hvab er þetta? JÞað var
jeg, en ekki fátœkrasjóðurinn, sem fekk kjaptshöggið.
* ’ *
Dómarinn: Þú ættir eiginlega að greiða 20 kr. í
sekt, en af því þetta er í fyrsta sinn, sem þú ert ákærð-
ur, þá ætla jeg að loka öðru auganu og láta þig sleppa
með aö greiða helminginn, 10 kr.
Ákœrði: Jeg á ekki nema 8 kr. í eigu minni; má
jeg því ekki biðja dómarann að draga hitt augaö í pung,
sem svarar 2 kr.?