Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 67
íSá Íieid jeg sje Íieitur á sumrin, fyrsí íiann ersvóiiá
Volgur um háveturinn«, sagði bóndinn, sem aldrei hafði
sjeð ofn áður, þegar hann lagði hendina á heitan ofn og
brenndi sig.
* *
*
A. var bjargað frá að drukkna, og ætlaði að gefa
hjörgunarmanninum 25 a. í bjarglaun.
B. : Jeg tek ekki móti svona miklu; helmingurinn
er fullkomin bjarglaun fyrir slíkan mann sem þjer eruð.
* *
*
Kaupmaðurinn: Það yar ljóta óhamingjan, sem
mjer vildi til í gær. Konan min strauk frá mjer.
Vinurinn: Það var leiðinlegt. Hver strauk með
henni ?
Kaupmaðurinn: Peningakassinn minn.
Vinurinn: Það var nú það versta af því öllu.
* * *
Jómfrúin: Hvað haldið þjer að jeg sje gömul ?
Prófessorinn: Jeg er ekki fornfræðingur,
* *
•í*
Hún : Því komið þjer aldrei á dansleiki ?
Hann: Af því mig langar ekki til að fá mjer kvef
eða konu.
* *
Pjetur: Þú gengur með glóðarauga, Kristján!
Kristjdn: Já, það er af því, að jeg er trúlofaður.
Pjetur: Hvernig á jeg að skilja það? Helir kær-
astan þín geiið þjer á ’ann ?
Kristján: Nei, það var hinn kærastinn hennar.
* *
A. : Jeg óska þjer til lukku í hjónabandinu, með
þinni fallegu og ungu konu.
B. : Jeg þakka. Hún er elskuleg, en bezt er þó,
hve lítilþæg og nægjusöm hún er.
A.: Já, því trúi jeg, það er auðsjeð, fyrst hún gat
gert sig ánægða með þig.
* *
Konan, nýgipta: Jeg er hrædd urn, að þjer haii
®kki þótt maturinn góður í dag, elskan mín.
. Hann: Jú, hjartað mitt, hann var vel tilbúinn, en
J®g held samt, að það hljóti að vera prentvilla i matreiðslu-
bókinni þinni.
* * *
ÍHún: Þegar við erum gipt, kæri Óskar, þá verður
h allt af heima hjá mjer, og svo skal jeg syngja og
hka á hljóðfæri fyrir þig. Viltu ekki lofa mjer þessu?
Hann: Jú, það get jeg gert, jeg hef aldrei verið
gefinn fyrir að skemmta mjer.
(57)