Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 69
frakkaverðið við skraddaratetrið; þá borgar honum hvort
sem er aldrei einn eyri.
2. stúdent: Já, það segir þú satt, en hann er svo
emstaklega vandaður maður, ao jeg vildi svíkja hann
nm sem minnsta upphæð.
B. Já — ekki vantar mig áræði.
A. Lánaðu mjer þá 20 kr.
* *
A. : Góðan daginn! Ertu vaknaðnr, iagsmaður?
B. : Já, jeg er vakandi.
A. : Geturðu lánað mjer 2 kr.?
B. : Nei, jeg er soíandi.
* *
Kennarinn: Getur þú sagt mjer, Anna litla, hvers
vegna það er hentugast að hafa úlfalda til ferðalags í
gegnuin eyðimerkurnar í Afríku.
Anna litla: Vegna þess, að þeir þola bezt af öllum
dýrum að deyja úr þorsta. T. G.
Smásögur.
Hermaðurinn nr. 83.
Hermaður nokkur segir svo frá. Þegar jeg var um
tvítugt var jeg við herælingar i Rendsborg, og komst þá
í kynni viö æringja einn, sem alltaf var sí-spaugandi
og kátur. Þar var og annar hermaöur, sem kallaður var
nr. 83, nautheimskur og að því skapi ógætinn.
Þegar deildarstjóri B. var eitt sinn með oss, á her-
æíingum, tók hann að kvarta um stíflu í nefinu, streng
í bakinu, tannpinu, fótakulda, gikt í öxlunum og fleiri
kvilla, sem vanalega eru samfara þungu kvefi; gellur þá
nr. 83 við og segir: »Þjer þuríið ekki annað en fara
heim, leggja yður fyrir, láta súrt brauðdeig við fæturna,
eða jeta 2 hagldakökur bleyttar í heitu vatni, svo þjer
svitnið«. Það er á móti herreglum, að undirmenn tali
til yfirboðara sinna þegar þeir eru vopnaðir; varð deild-
arstjóri þess vegna æfur og reiður, og ákvað að nr. 83
skyldi þegar barinn 25 högg með reyrpriki; en samstund-
is skall á ógurlegt þrumuveður með eldingum, svo að
herdeildin riðlaðist og hver sem betur gat hljóp til að
leita sjer skýlis, dimmdi svo mjög, að enginn fann ann-
an, hversu hátt sem hann kallaði. En að 15 mínútum
liðnum ljetti óveðrinu og ljet þá deildarstjóri blása apt-
ur saman liðinu. Þegar viö svo vorurn allir komnir
(59)