Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2004, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST2004
Fréttir DV
Verð á afla
lækkar enn
Verð heildaraflans upp
úr sjó hefur lækkað um 5,6
prósent frá því í byrjun árs-
ins. Undangengin tvö ár
hefur verð heildaraflans
lækkað um tæp f7 prósent.
Þessar lækkanir eiga að
stórum hluta rætur að rekja
til styrkingar íslensku krón-
unnar en að hluta má rekja
þetta til lækkunar á afurða-
verði í erlendri mynt.
Olíuverð
lækkar
Olíuverð hélt áfram að
lækka á mörkuðum í gær-
morgun og var komið niður
fyrir 46 dollara á banda-
rísku viðmiðunarverði. Það
hefur nú lækkað þrjá daga í
röð, eftir nánast
stanslausa hækk-
un í mánuðinum.
Kemur lækkunin
til meðal annars
vegna aukins framboðs á
olíu frá írak, en olíufram-
leiðsla hefur verið haftn á
ný í mikilvægum olíulind-
um.
Á sambýlis-
maður katta-
konunnarað
fá hundana
afhenta?
Magnea Hilmarsdóttir
Forsvarsmaður stopp.is
„Nei, mér finnst það alls ekki.
Hún er dæmdur dýraníðingur
og hann erjafnbrotlegurog
hún þarsem hann var til stað-
ar þegar brotið var á kisunum.
Efhann hefði kært sig um þá
hefði hann komið í veg fyrir að
kisurnaryrðu lokaðar inni í bíl í
fleiri daga. Ég vona aðyfirvöld
fari að taka alvarlega á brot-
um á dýraverndarlögum og
kominn tími til að tekið sé á
slíkum brotum affullri hörku
og í samræmi við lög."
Hann segir / Hún segir
Aquanet world er nýr píramídi sem tugir íslendinga hafa lagt fé sitt í. Kýpur-
Grikkinn Kojak, einn stjórnenda píramidans, segist vera í samstarfi við Skýrr og
ráðgjafarfyrirtækið Deloitte. Hvorugt fyrirtækjanna kannast við það.
Fórnarlömb píramídasvindls
stofna nýjan píramída
Tugir íslendinga eru orðnir aðilar að nýjum píramída, Aquanet
world, sem stefnt er á að breiða út um heiminn með hjálp af-
sláttarkorta. Margir fundir hafa undanfarið verið haldnir í Bita-
höllinni við Stórhöfða þar sem fólk er beðið um að leggja fram
tugi þúsunda í von um 400 þúsund evra gróða.
ísland er annað landið sem er
vettvangur píramídans, en hann á
rætur sínar að rekja til Kýpur. Stofn-
andi og eigandi píramídans er Mark
Ashley Wells, sem er íslendingum
kunnur eftir þátttöku hans og upp-
gjör við sænska píramídann
Sprinkle Network, sem svipti fjölda
manns milljónum. Starfsemin hefst
ekki formlega fyrr en í september.
Vilhjálmur Ragnarsson bifvéla-
virki er einn af svokölluðum
„creators“ hjá Aquanet, sem eru efst
í goggunarröð píramídans. Vil-
hjálmur, kona hans, dóttir og sonur
töpuðu nokkrum milljónum vegna
Sprinkle Network, en hann segir að
Aquanet sé allt annað en Sprinkle.
„Þetta er allt löglega skráð og annað.
Það var tap á Sprinkle, enda kom í
ljós að hinir voru glæpamenn. Það
hefur allt staðist sem Mark hefur
sagt. Annars er ég ekki upplýsinga-
aðili fyrir þetta fyrirtæki," segir Vil-
hjálmur, sem vísar á Berglindi Bald-
ursdóttur sem upplýsingafulltrúa.
Hugmyndir Aquanet ganga út á
að fólk leggi fram if.600 tif 85 þús-
und krónur í von um að fá 250 til 400
þúsund í laun á mánuði sem skapast
eiga við starfsemi píramídans. Starf-
semin felst í því að aðilar fá úthlutað
sUfur-, gull- eða platínukortum (eftir
því hve mikið er lagt fram af fé) og
fæst afsláttur allt frá 10 prósentum af
vörum í fyrirtækjum sem einnig eru
aðUar að ptramídanum. Þau fyrirtæki
sem gerast aðUar að netinu munu fá
posa ffá Kýpur sem Aquanet útvegar
sem hægt verður að nota kortin í.
„Það er undarlegt að þeir ætli að selja
fyrirtækjum þá hugmynd að taka við
kýpverskum posum firá þeim. Fyrir-
tæki sem hafa verið í áratugavið-
skiptum við VISA, tU dæmis, myndu
varla taka það tU greina,“ segir einn
maður sem lagt hefúr fram lágmarks-
upphæðina I f þúsund krónur í Aqu-
anet eftir fund í BitahöUinni. Honum
„Við erum ekki íneinu
samstarfi við þá.“
hefur snúist hugur um ágæti við-
skiptahugmyndarinnar.
Það er Kýpur-Grikkinn Kojak sem
stýrir fundum Aquanet. í samtali við
DV vildi hann engar upplýsingar
gefa en vísaði á Berglindi Baldurs-
dóttur sem gefa myndi upplýsingar
um viðskiptanetið.
Útsendari DV mætti peningalaus
á fund tU að kynna sér hugmyndina,
en Kojak brást við því með orðun-
um: „That’s not the way we do
business."
„Hann er ótrúlega sannfærandi
sölumaður og eftir hálftíma er mað-
ur heUaþveginn. En mér fannst mjög
grunsamlegt að hann skyldi taka við
reiðufé og stinga því beint í jakka-
fatavasann,” segir maðurinn.
Kojak heldur því fram á fundum
sínum með væntanlegum aðilum að
píramídanum að Aquanet sé í sam-
starfi við hugbúnaðarfyrirtækið
Skýrr og ráðgjafarfyrirtækið
Deloitte. Hann segir að Skýrr muni
sjá um sjálfvirkar greiðslur til aðild-
armanna píramídans þegar Aqua-
netkortin byrja að virka. Þá sjái
Deloitte um að allt fari löglega fram.
í samtali við DV neita bæði fyrir-
tæki samstarfi við Aquanet. „Við
erum ekki í neinu samstarfi við þá,"
segir Árni Harðarson, yftrmaður
skatta- og lögfræðisviðs Deloitte.
„Við höfum veitt þeim upplýsingar,
ekkert meira en það. Og þeir ættu að
tala við okkur fyrst ef þeir ætla að
benda á okkur," segir hann.
„Það er ekkert viðskiptafegt sam-
band við Aquanet öðruvísi en að þeir
eru að kaupa þjónustu," segir Atli
Arason, framkvæmdastjóri hugbún-
aðarlausna Skýrr, sem tekur fram að
Skýrr hafi búið til heimasíðu fyrir
viðskiptanetið og smíðað hugbúnað,
„eins og fyrir aðra", segir hann.
Hreinn Jakobsson forstjóri, segist
ekki tjá sig um einstaka viðskipta-
vini, en staðfestir að ekkert formlegt
samstarf sé uppi milli Skýrr og Aqu-
anet. „Ég myndi ráðleggja að tala
beint við þá um þetta," segir hann.
Spurð út í starfsemi Aquanet
world svaraði Berglind Baldursdótt-
ir, téður upplýsingastjóri Aquanet:
„Ég get ekki svarað neinu um það,
það er bara eigandi fyrirtækisins
sem getur svarað um það."
Hvað ertþú hjá fyrirtækinu?
„Ég vil ekki svara neinu," sagði
hún, og kvaðst ætla að koma skila-
boðum áleiðis til Marks Wells. Mark
svaraði ekki skilaboðum, en hann er
sagður hafa tapað milljónum á
Sprinkle Network.
jontmusti@dv.is
„Nei, vegna þess aö hann hef-
ur tekið þátt í skollaleik og
haldið hundana ásamt sam-
býliskonu sinni til margra ára
án þess að hafa þá skráða.
Hann ber ábyrgð á sama hátt
og hún og hefur margítrekað
brotið reglur um dýrahald og
var til staðar þegar hún
framdi sín brot. Þau eru óstað-
sett í hús og það er grundvall-
arkrafa að menn séu einhvers
staðar til heimilis til að halda
hunda. Mín persónulega skoð-
un er að það sé afog frá að
hann eigi að fá hundana af-
henta."
Jón Magnússon
hundaeftirlitsmaður
Varað við tölvupósti
Efnahagsbrotadeild ríkislög-
reglustjóra hafa borist upplýsingar
frá fjölmörgum aðilum, einstakling-
um og fyrirtækjum, um að þeir hafi
fengið tölvupóst sem bar með sér að
vera sendur frá Citibank. I tölvu-
póstinum er nafn CifyBank ranglega
stafsett sem Citibank. í tölvupósti
þessum er viðtakandanum gert að
senda upplýsingar um pin-númer
kredit- og/eða debetkorta sinna í
bankanum vegna baráttu bankans
gegn fjársvikum vegna endurtek-
inna hryðjuverkaárása á gagna-
grunn bankans, eins og það er orðað
í póstinum. Efnahagsbrotadeild vill
vara við umræddum tölvupóst-
sendingum sem ekki koma
frá CifyBank og eru sendar
út í þeim tilgangi að komast
yfir pin-númer, kredit- og
debetkorta viðtakendanna
að öllum líkindum í þeim
tilgangi að misnota þau til að svíkja
út fé.
Varasamt Ekki trúa
tölvupósti sem sagð-
ur er vera frá Citi-
bank.
Og Vodafone kaupir Linu.Net
Gerir okkur öflugri
í samkeppninni
Og Vodafone mun kaupa hlut
Orkuveitu Reykjavrkur í Línu.Neti og
selja á móti ljósleiðaralagnir sínar til
Orkuveitunnar. Um er að ræða 68%
hlut í Línu.Neti en fyrir átti Og Voda-
fone 10% hlut. Óskar Magnússon
forstjóri Og Vodafone segir að þeir
séu að efna til samstarfs sem styrki
vonandi bæði félögin. „Og gerir okk-
ur öflugri í þeirri samkeppni sem
ríkir á markaðinum," segir Öskar.
Að mati Greiningar fslandsbanka
liggur beint við að Lína.Net verði
sameinuð Og Vodafone í framhald-
inu. Fjarskiptamarkaðurinn skiptist
að langstærstum hluta á milli
Landssímans og Og Vodafone. For-
stjórar Og Vodafone og Orkuveitu
Reykjavíkur hafa undirritað viljayfir-
lýsingu um að félögin eigi samstarf
um að ljósleiðaravæða heimili og
fyrirtæki í landinu.
Samhliða þessu stefna fyrirtækin
að því að skilgreina starfsemi sína
þannig að Og Vodafone einbeiti sér
að markaðssetningu, vöruþróun og
þjónustu við viðskiptavini en Orku-
veita Reykjavíkur einbeiti sér að
rekstri og uppbyggingu ljósleiðara-
netsins.