Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2004, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2004, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST2004 Fréttir DV Geir Ólafsson er fyrirferðar- mikill ííslensku tónlistarlífi. Hann ber sig vel og hefur há- leita drauma og markmið. Hann á auðvelt með að fá fólk í lið með sér og getur heillað hvern sem er með Ijúfri tenór- röddinni. Hinir miklu draumar Geirs eiga það til að vera skýja- borgir. Geir mætti tala minna um verk sin og láta í staðinn verkin tala. Hann á það til að vera yfirborðs- kenndur og þreytandi til lengdar. „Geir trúir á það sem hanner að gera. Vill öllum vel og er tilbúinn að hjálpa öll- um. Hann lifir hins veg- ar í dálitlum draumór- um og sést ekki alltaf fyrir." Arnl Scheving, heildsali og tónlistar- maður. „Ég er nýbúinn að kynnast Geira. Hann er fylginn sér og stórkostlegur listamaður en stundum I held ég samt að hann vanti smá jarðteng- ingu." Karl Örvarsson, tónlistarmaður og með Geira í Rat Pack-hljómsveitinni. r' ÍF L> 1 „Hann er hress og kátur . j og alltaf í stuði.Stundum W ofmiklu stuði. Hann er til- T finningarlkur en á til að vera skapmikill, fljótfær IAL og talar stundum afsér." Sigríður Klingenberg, spákona og vinur Geirs. Geir ólafsson er fæddur 14.ágúst 1973. Hann er I stjörnumerkinu Ijóni og byrjaði snemma að nema tónlist. Sex ára gamall lærði hann á trommur og sextán ára söng hann opinberlega I fyrsta skipti. Slðustu árin hefur Geir veriö áberandi I Islensku tónlistarllfi með hljómsveitinni Furstunum og svo tekur hann þátt í sýningunni Rat Pack á Brodway. Byqgtvið Hétel ðrk Vegna eftirspumar er mikill lóðaskortur í Hveragerði og hafa bæj- aryfirvöld því brugðið á það ráð að skipuleggja nýtt hverfi vestan við Hótel örk. Þar er stefnt að vegaframkvæmdum og áður en langt um líður rísa þar ekki færri en 68 hús af ýmsum stærðum og gerðum. Besta afmæl- isgjofin „Þetta er svo falleg rnynd," sagði Bill Clinton þegar hann tók við mynd sem Sjafnar Gunnarsson hafði málað handa honum Sjafnar er einhverfur og varð 19 áraí gær. Hann veit allt um Bandarfkja- forseta og Clinton er í mestu uppá- haldi. Hann sagði við DV að hann hefði aldrei átt von á því að hitta Clinton sjálf- an þannig að þessi afmæl- isgjöf hafi verið eins og draumur að rætast. Réttarsátt hefur verið gerð i máli þrotabús Eyjólfs Sveinssonar, fyrrverandi at- hafnamanns, gegn sambýliskonu hans, Evu Bergþóru Guðbergsdóttur, fréttakonu á Stöð 2. Deilan snerist um bílskúr á Ægisíðunni sem þrotabúið taldi sinn eftir að Eyjólfur var tekinn til gjaldþrotaskipta. Sjónvarpsstjarna f»r bilskúrinn lil áramóta „Menn verða að fara að lögum, lögmenn sem aðrir," segir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir fréttakona en réttarsátt var gerð í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í máli þrotabús Eyjólfs Sveinssonar gegn sjónvarpsstjörnunni Evu. Þrotabúið krafðist þess að Eva Berg- þóra léti af hendi bflskúr á Ægisíðu 96 en Eva er sambýliskona Eyjólfs, fyrrverandi athafnamanns sem missti allt sitt eftir gjald- þrot Frjálsrar fjölmiðlunar. „Hún sagðist hafa tekið skúrinn á leigu en það var umdeilt," segir Sig- urður Gizurarson skiptastjóri. „Það var því reynt að mætast á miðri leið og Eva Bergþóra fær að halda bíl- skúrnum til áramóta." f réttarsáttinni sem gerð var í málinu kemur fram að Eva Bergþóra mun þurfa að rýma bílskúrinn þann 1. janúar 2005. Henni er ekki skylt að greiða þrotabúinu eða eiganda fast- eignarinnar að Ægisíðu 96 frekara endurgjald fýrir afnot af bflskúrn- Söguleg sátt Þá fellir þrotabú Eyjólfs Sveins- sonar niður héraðsdómsmálið milli aðilanna og fellur frá öllum kröfum í málinu. Gerð er sátt um að hvorugur aðili hafi uppi kröfu á hendur hinum um greiðslu máls- ,Hún sagöist hafa tekið skúrinn á leigu en það var umdeilt." kostnaðar vegna málsins. Eva Bergþóra áskilur sér hins vegar fullan rétt til að hafa áfram uppi kröfur á hendur þrotabúinu. Það merkir að eftir að hún missir bíl- skúrinn í hendur þrotabús sambýl- ismanns síns getur hún farið í mál við þrotabúið. Missti allt sitt Forsaga bílskúrsdeilunnar er sú að á sínum tíma átti Eyjólfur Sveins- son heima á efri hæðinni á Ægisíðu 96 en Eva Bergþóra á þeirri neðri. Eftir að Eyjólfur varð gjaldþrota missti hann efri hæðina og flutti inn til Evu á þá neðri. Þau eiga eitt barn saman. Þrotabúið hirti efri hæðina á Æg- isíðu og gerði kröfu í bílskúrinn en Eva Bergþóra hélt því fram að hún ætti bílskúrinn. Sigurður Gizurarson skiptastjóri sagði þó í viðtali við DV 6. júlf að það væri ekkert í skjölum sem benti til að skúrinn væri hennar. Eyjólfur Sveinsson var á sínum tíma einn af helstu athafnamönn- um íslands. Eignir hans og Sveins R. Eyjólfssonar, föður hans, voru metnar á um 700 milljónir en nú hafa þeir misst allt sitt og var bú Eyjólfs tekið til gjaldþrotaskipta. Smámál Evu Feðgarnir voru umsvifamiklir í fjölmiðlarekstri og þóttu alla tíð óhræddir við að taka áhættu í fjár- festingum. Veldi þeirra feðga lauk með því að þeir misstu frá sér Fréttablaðið árið 2002. Deilan miUi þrotabús Eyjólfs og Evu Bergþóru var einn af mörgum lausum endum gjaldþrotsins. „Ég vildi fá eðlilegan uppsagnarfrest á minn leigusamning," segir Eva Berg- þóra varðandi málið. „Rétt skal vera rétt.“ Hún bætir hins vegar við að henni finnist þetta svo mikið smá- mál „að það eigi hvorki heima í fjöl- miðlum né dómsölum". simon@dv.is Upphaf skólanna kallar á aukna athygli Skólabörn skekja umferðina Nú þegar skólarnir hefja starf- semi vill lögreglan á Selfossi brýna fyrir foreldrum að fara vel yfir með börnum sínum hvaða leið er best að fara í og úr skóla. Þau börn sem hjóla í skóla eiga að vera með hjálma og fara eftir umferðarreglum í einu og öllu. í þeim efnum verða þeir full- orðnu að sýna gott fordæmi. Nú fer að skyggja og þá er mikilvægt að börn og aðrir gangandi vegfarendur séu með endurskinsmerki. Tryggingafélögin hafa verið ötul við að úthluta endurskinsmerkjum í gegnum tíðina. Þeir sem ekki eiga endurskinsmerki ættu að leita til þessara félaga og spyrjast fyrir um þau. Þá hafa fengist tÚ sölu í apótek- um endurskinsborðar. Á yngstu börnin ætti auðvitað að velja hlífð- arfatnað sem er með góðu endur- skini. Fyrst og fremst eru það foreldrar sem bera ábyrgð á börnum sínum Leikskólabörn Foreldrar ættu að sýna öfluga samstöðu og ræða saman til að láta ekki börnin ráöa ferðinni meira en eðlilegt getur talist. þó að þar komi ýmsir aðilar að til stuðnings. Foreldrar ættu að sýna öfluga samstöðu og ræða saman til að láta ekki börnin ráða ferðinni meira en eðlilegt getur talist. Benda má á að á lögregluvefnum logregl- an.is er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um forvarnir, fræðslu og viðbrögð. Níu manns handteknir með fíkniefni Óvenjumikill fjöldi dópmála í Firðinum Á föstudags- kvöld gerði lög- reglan húsleit í Hafnarfirði þar sem voru hald- lögð á fjórða hundrað grömm af kannabisefn- um og nokkur grömm af öðrum fíkniefnum. Lög- reglan hafði um nokkurt skeið haft eftirlit með þessum stað. Einn maður var handtekinn í tengslum við þetta mál. Við hefðbundið eftirlit lögreglu handtók hún mann í Hafnarfirði á laugardaginn og í fórum hans fund- Fíkniefni Lögreglan í Hafnarfirði náði yfir 500 gr afkannabisí fjórum málum. ust um hundrað grömm af kanna- bisefnum. Lögreglan fór síðan í húsleit í fram- haldi af hand- tökunni og við leit fundust nokkrir tugir gramma af fíkniefrium. í tengslum við þessi mál voru handteknir órir aðilar. eftirliti lögreglu komu síðan upp tvö fíkni- efnamál á laugardag annað í Hafnarfirði og hitt í Garða- bæ þar sem fjórir aðilar voru hand- teknir og í fórum þeirra fundust ffkniefrii.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.