Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2004, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2004, Blaðsíða 19
DV Sport MIÐVKUDAGUR 25. ÁGÚST2004 19 Landsbankadeildin Maður 15. umferðar Grindvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan sigur á KR-ingum í Landsbankadeild karla í knattspyrnu á mánudagskvöld og fóru langt með að bjarga sér endanlega frá falli í 1. deild. Bakvörðurinn sókndjarfi, Ray Anthony Jónsson. lék sérlega vel og hann er maður 15. umferðar að mati DV-Sport. Það er alveg óhætt eð kelle mig Ray Anthony er fæddur árið 1979 og er uppalinn í Grindavík og hefur leikið nánast allan sinn feril með Grindvíkingum en spil- aði reyndar sex leiki með Völsungum frá Húsavík, sumarið 1999. Hann er að læra netagerð en segir reyndar fótboltann taka mik- inn tíma á sumrin. „Það snýst allt saman um fót- bolta á sumrin,“ segir Ray og bætir því við að Grindvíkingar hafi stefnt hátt fyrir mót en það hafi ekki alveg gengið nógu vel framan af og að þeir hafi meðal annars skipt um þjálfara liðsins fyrir stuttu síðan: Vorum bjartsýnir „Við vorum bjartsýnir fyrir sum- arið en byrjuðum mjög illa - vorum alls ekki að spila nógu vel og ekki þann bolta sem fer okkur best. Við „Það býr ýmislegt í liðinu og ég fer ekki afþví að efvið erum þolinmóðir og spilum sem ein heild þá séum við eitt afbetri liðum deildarinnar erum gott sóknarlið og eigum að láta boltann ganga og forðast allar kýlingar og þess lags. Það býr ýmis- legt í liðinu og ég fer ekki af því að ef við erum þolinmóðir og spilum sem ein heild þá séum við eitt af betri liðum deildarinnar. Við erum með algjöran klassaframherja sem Grét- ar (Hjartarson) er og þá er Keli (Sin- isa Kekic) algjör kóngur hvar sem hann spilar á vellinum. Undanfarið hefur leikur liðsins verið á uppleið og sigurleikurinn á móti KR var gríðarlega mikilvægur en það verð- ur að segjast ’eins og er að við erum orðnir leiðir á því að vera í botnbar- áttu - viljum meira og við getum meira." Aðspurðuí segir Ray að það sé góður andi fkringum Grindavíkur- liðið og það séu góðir menn sem standi á bak við það: „Stjórnar- mennirnir eru bara alveg frábærir, fá ekkert borgað fyrir þetta en leggja sig samt alveg hundrað og tíu pró- sent fram fyrir félagið og það er al- „Stjórnarmennirnir eru bara alveg frábærir, fá ekkert borgað fyrir þetta en leggja sig samt alveg hundrað og tíu prósent fram fyrir félagið og það er alveg ómetanlegt. " Ray sókndjarfur Ray Anthony Jónsson er örugglega einn sókndjarf- asti bakvörður Lands- bankadeildar karla. Hann skoraði eitt marka Grindavikurl mikilvægum 2-3 sigri á Islandsmeist- urum KR-inga á KR- vellinum. Stigin voru dýrmæt fyrir hans lið í erfiðri botnbaráttu deildarinnar en sigurinn þýðir jafnframt að KR- ingar verða endanlega að horfa á eftir titlinum. veg ómetanlegt. Það er nauðsynlegt að það sé góð stemning í kringum félögin og að menn hafi gaman af því sem þeir eru að gera og sú er svo sannarlega raunin hér í Grindavík. Umgjörðin hérna er góð og í raun ekkert því til fýrirstöðu að liðið nái lengra." Sækir upp kantana Þótt Ray sé bakvörður er það öll- um ljóst sem séð hafa hann spila að honum leiðist ekki að sækja upp kantana og er án efa einn allra sókn- djarfasti bakvörður Landsbanka- deildarinnar. „Jú, jú, ég fæ oft að heyra þetta og menn eru að hvetja mig til að gera meira af þessu. Mér finnst mjög gaman að koma með í sóknina og er alveg óhætt að kalla mig framliggjandi bakvörð," segir hann og hlær. Á töluvert inni Ray hefur tekið framförum jafnt og þétt á sínum ferli og er án efa að spila sinn besta leik um þessar mundir. Telur hann sig eiga ennþá meira inni? „Já, ég á töluvert mikið inni,“ segir Ray og bætir við: „Mað- ur er alltaf að öðlast meiri og meiri reynslu og þetta er allt að koma smam saman. Ef mað ur sleppur við meiðsli og er dugleg- ur og metn- aðar- fullur getur maður alltaf bætt sig og að sjálf- sögðu stefni ég að því. Það tekur alltaf sinn tíma að festa sig í sessi en það er hiklaust á dag- skránni að koma enn sterkari til leiks næsta sumar og þá alveg frá byrjun.“ Aðspurður um vonir og væntingar í framtíðinni segir Ray drauminn auðvit- að þann að komast í at- vinnumennsku: „Maður vonast að sjálfsögðu til þess en það er erfiðara en margur heldur en auðvit- að þýðir ekkert annað en að halda í vonina. Aðal- málið núna er þó fyrst og fremst að tryggja sætið í deildinni og það kemst fátt annað að eins og stendur," sagði bakvörðurinn spræki úr Grindavík, Ray Anthony Jónsson, leikmaður 15. um- ferðar. sms@dv.is Lið 15. umferðar í Landsbankadeild karla Úrvalslið DV fyrir 15. umferð Landsbankadeild karla er sókndjarft með eindæmum enda skoruðu leikmenn Uðanna 20 mörk í um- ferðinni í fyrsta sinn í sumar. Eftir markaleysi í síðustu umferðum og í fyrsta leik þessarar umferðar skoruðu liðin 20 mörk í fjórum síðustu leikjum hennar og við fögnum því. Liðið teflir fram þremur sóknarmönnum í viðbót við sókndjarfa miðjumenn og ógn- andi bakverði sem báðir styðja vel við sóknir sinna liða. Þá eru aðeins þrír varnarmenn í liðinu að þessu sinni enda var sóknarleikurinn í sviðsljósinu í fyrsta sinn í sumar. Eyjamenn eiga flesta menn í Uðinu eða aUs fjóra en bæði Grindavík og ÍA eiga tvo menn. Fram, KR, KA og Keflavík eiga ekki menn í liðinu að þessu sinni. Gunnar Heiðar Þorvaldsson (6) ÍBV Stefán Þór Þórðarson (3) Grétar Hjartarson (2) ÍA Grindavík - • • lan Jeffs (2) ÍBV • Finnur Kolbeinsson (2) Andri Ólafsson | Fylki ÍBV Baldur Bett (3) FH Steinþór Gíslason (3) Víkingi Gunnlaugur Jónsson (2) ÍA • Birkir Kristinsson (3) ÍBV Ray Anthony Jónsson Grindavík qrænt salat Ljuffengt meðlæti með gulrotum, kirsuberjatómötum og balsamic-salatsósu. bragð * fjölbreytni * orka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.