Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2004, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2004, Blaðsíða 11
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST2004 11 Kveiktll í Valgerður Sverrisdóttir ritar pistil um konur og Framsóknarflokkinn á heimasíðu ruslatunnum sinni þar sem hún rtQar upp þegar hún varð ekki ráðherra árið 1999 Seint á aðfaranótt mánudagsins var tilkynnt um lausan eld í ruslatunn- um utan við iðnaðarhús- næði á Iðavöllum í Kefla- vík. SiökkvUiðsbifreið frá Brunavörnum Suð- urnesja og lögregla fór á staðinn. Greið- lega gekk að slökkva eldinn sem var í klæðningu á vestur- hlið hússins. Klæðningin var þó nokkuð skemmd. Svo virðist sem kveikt hafi verið í ruslatunnunum. Bíl stolið í Kópavogi Um hádegisbU á laug- ardag var lilkynnt að bif- reið hefði verið stolið þaðan sem hún hafði staðið við Furugrund í Kópavogi. Hún fannst um kvöldið við gróðrarstöð £ Fossvoginum en úr henni hafði verið stolið hljóm- flutningstækjum, geisla- diskum og fleiri munum. MáUð er í rannsókn. Ekki varð allt vitlaust varð ekki ráððerra Valgerður Sverrisdóttir ritar lang- an pistU á heimasíðu sinni um kon- ur og Framsóknarflokkinn. Þar ræð- ir hún atburði síðustu daga og segir meðal annars að sjálfsagt sé að halda til haga samþykktum flokksins í jafnréttismálum, láta tU sín heyra og skamma þingflokkinn og for- manninn dálítið hressUega einu sinni en ekki í heUa viku eða meira. Hún er greinUega óhress með ásak- anir nokkurra kvenna í flokknum og segist undrast að þessi viðbrögð snúist eingöngu um konurnar sem eru þingmenn kjördæmanna á suð- vesturhominu. „Ég minnist þess ekki að það hafi aUt snúið á haus þegar ég varð ekki ráðherra 1999 og „Að sjálfsögðu eru allir mannlegir og vilja að þeirséu metnir að verð leikum." ég minnist þess heldur ekki að svo hafi verið þegar Ingibjörg Pálma- dóttir hætti og karlmaður kom inn í ríkisstjórnina í stað hennar," segir Valgerður í pistlinum. Að lokum seg- ir Valgerður: „Að sjálfsögðu em aUir mannlegir og vUja að þeir séu metn- ir að verðleikum. Það er leitt tíl þess að vita að ýmsum konum finnst að í því tilfelli sem nú um ræðir hafi eitt- hvað annað legið að baki ákvörðun- ar þingflokksins, en það að reyna að enar eg gera það besta úr þeirri stöðu sem við stóðum frammi fyrir. Við þurftum að fækka um einn ráð- herra þar sem umhverfisráðuneytið fór tU samstarfsflokksins. Það reynir á fólk í mótíæti, en þá skapast oft tækifæri til sigra." breki@dv.is Valgerður Sverris- dóttir „Ég minnist þess ekki að það hafi allt snúið á haus þeg- ar ég varð ekki ráð- herra 1999.“ íslenska útvarpsfélagið byrjar að senda út stafrænt á næstunni Bylting verður í islensku sjónvarpi íslenska útvarpsfélagið hyggst hefja stafrænar sjónvarpsútsending- ar í gegnum nýtt dreifikerfi sem hef- ur hlotið heitið Digital ísland. í fyrsta áfanga mun íslenska útvarps- félagið senda út staffænt á öUum sjónvarpsstöðvum sínum auk þess að fjcUga þeim erlendu sjónvarps- stöðvum sem félagið hefur sent út á Fjölvarpinu úr 14 í 40. Samkvæmt fréttatilkynningu frá íslenska út- varpsfélaginu mun þetta vera mesta tæknibylting í íjölmiðlum á íslandi í áratugi. Nýja stafræna dreifikerfið mun gera félaginu kost á því að bjóða upp á fjölbreyttari þjónustu tU viðskiptavina sinna en áður hefur verið mögulegt. Gæði útsendingar- innar verður mun meiri en í gamla kerftnu. Fyrst um sinn munu út- sendingar nýja kerfisins nást á Faxa- flóasvæðinu og frá Akranesi tU Reykjaness. í öðrum áfanga Digital Islands er stefnt að því að ná tU 95% heimUa landsins. Farið verður í þann áfanga um leið og Póst- og fjarskiptastofnun heimUar íslenska útvarpsfélaginu að gera dreifikerfi Sýnar stafrænt. íslenska útvarpsfélagið mun hefja dreifingu á nýjum myndlykl- um tíl áskrifanda sinna í nóvember sem eins og fyrr fá myndlyklana endurgjaldslaust. Sigurður G. Guðjónsson Forstjóri Norðurljósa boðar nýja tima í sjónvarpi á Islandi á næstu mánuðum. nýr & hollur kostur! léttir og bragðgóðir réttir - fáar kaloríur L. bragð - fjölbreytni * orka Kvöldskóli BHS haust 2004 BHS innritun í kvöidnám Borgarholtsskóla veröur eftirfarandi daga: miö - fös 25.-27. ágúst kl. 17-19 laugardag 28. ágúst kl. 11-14 Eftirtaldir áfangar veröa í boði fyrir almennt bóknám og allar málmiðngreinar. Tilvalið fyrír þá sem eru að fara í sveinspróf í málmiðngreinum. Einnig eru kenndar allar suðugreinar.ss. MIG/MAG, TIG, logsuða og rafsuða. Þá er í boði allir áfangar í rennismíði, handa- og plötuvinnu, ásamt aflvélavirkjun og áfangar fyrir pípulagnir og fi. Bóklegt ragbóklegt Tc ikningar Verklegir áfangar S jður Renn smíöi BÓK-102 ÁTM-102 CAD-103 HVM-103 Handavinna HSU-102 REN-103 DAN-102 IRB-132 GRT-103 HVM-203 Handavinna HSU-202 REN-203 FÉL-102 GÆV-101-20' GRT-203 PLV-102 Plötuvinna LSU-102 REN-303 ENS-102, 202, 21: ! IRB152 ITM-114 PLV-202 Plötuvinna LSU-202 REN-403 EFM-302 RAT-102 1TM-213 VVR-112 Verklegar loftstýringi ir RLS-102 REN-313 ÍSL-102, 202 STÝ-102 TTÖ-102 WR-204 Smíöar RSU-102 REN-413 STÆ-102, 122 VHM-102 VVR-212 Verkleg kælitækni RSU-202 WR-123 VTB-253 WR-214 Dísel vél WR-101 Upphaf kennslu: Mánudag 30. ágúst kl 18:10-22:30 Lokkennslu: Laugardag 4. des kl. 8:10-12:3( Ath: Áfangar geta falliö niður, náist ekki nægur fjöldi í hópa Innritunargjald verður kr. 14000.- Verð á bóklega einingu er kr. 1.250.- og verklega einingu kr. 2.500.- Sími: 535-1716 í málmdeild heimasíða: www.bhs.is SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2600 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík. ( samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík. Klapparstígur 14. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Klapparstíg 14. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að byggt verði á hluta lóðarinnar, 1,3m breið aðkoma fyrir slökkvilið við Lindar- götu 12 og 14 á jarðhæð, að Klapparstíg 16 verði húsið 4 hæðir og leyfðir kvistir á þaki og að Lindargötu 14 verði húsið 4 hæðir. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 08:20 - 16.15, frá 25. ágúst til og með 6. október 2004. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við hana skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 6. október 2004. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 25. ágúst 2004 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur ________________________________

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.