Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2004, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST2004 Fréttir DV Kona fæðir sjöbura Jórdönsk kona hefur fætt sjöbura eftir 27 vikna meðgöngu. Þetta átti sér stað í höfuðborg landsins, Amman, og mun móður og hinum mörgu bömum líða vel þrátt fyrir að meðgangan hafi verið í styttri kant- inum. Um er að ræöa fimm stráka og tvær stúlkur og er þyngd þeirra á milli 750 og 1.100 grömm. Að sögn fæðingarlæknisins, Jamils Shaaban, em góðar fikur á að allir sjöburamir muni lifa og komast á legg. Það er afar sjaldgæft að sjöbur- ar fæðist og að allir þeirra lifi fæðinguna af. DrakklOO bjóra á dag Þýskur þjónn sem hefur viðurkennt að hafa drukk- ið allt að 100 flöskur af bjór á dag í vinnunni hef- ur unnið mál gegn vinnuveitanda sínum fyrir ólögmætan brott- rekstur úr starfi. Þjónn- inn sem hafði unnið í átta ár á kránni Unter Taschenmacher í Col- onge hafði fengið aðvörun fr á eiganda krárinnar vegna drykkju sinnar. Dómstóll dæmdi hins vegar þjónin- um bætur fyrir starfsmiss- inn og þriggja mánaða laun eftir að þjónninn sagði að þetta hefði verið drauma- vinnan hans og að líf hans væri í rúst eftir brottrekst- urinn. Eigandinn Rene Sion segir að hann skilji ekkert í þessari niðurstöðu málsins. Ölóður á ísafirði Einn ölvaður maður gisti fangageymslu lögreglunnar á ísafirði aðfaranótt sunnu- dagsins en hann hafði verið handtekinn ölóður í mið- bænum í slagsmálum við annan mann. Áverkar á mönnunum vom ekki telj- andi, en þarna munu þeir ekki hafa séð aðra leið til að útkljá deilumál en að takast líkamlega á. Hinn hand- tekni var látinn sofa úr sér áfengisvímuna og reiðina. Ágúst Ólafsson almannatengill „Allt gott að frétta á Héraöi," segirÁgúst Ólafsson al- mannatengill á Egilsstöðum. „Ormsteiti sem er 10 daga há- tíð hér á Héraði var aö Ijúka. Þetta ersvona nokkurskonar uppskeruhátíð eftir gott sum- ar, undirbúningur fyrir vetur- inn. Landsíminn eru að verða miklar breytingar hér. Fólksfjölgun og uppbygging er mjög mikil nú. Tengist náttúru- lega stóriðjuuppbyggingu á Austurlandi. Svo er menningin að blómstra, mikið Iffí henni. Það er nýbúið að staðfesta sameiningu þriggja stærstu sveitarfélaganna á héraði. Það verðurkosið ió.októberum nýja sveitastjórn og á sama tíma veröur valið nýtt nafn á sameinaða sveitarfélagið". Ný bylgja alvarlegra líkamsárása á heimilislaust götufólk ríður nú yfir í Sao Paulo í Brasilíu. Árásarmennirnir nota járnstengur til að berja fólkið með. Minnir á svip- að mál fyrir áratug er lögreglumenn á frívakt gengu um götur borgarinnar og drápu heimilislausa. Óþekktir ofbeldismenn börðu heimilislausa konu er svaf á göt- um Sao Paulo-borgar í Brasilíu í hel á sunnudagskvöld og var hún sjötta fórnarlambið sem drepið er á innan við viku. Að sögn CNN urðu fjórir aðrir heimilislausir, þrír menn og ein kona, einnig fyrir barðinu á ofbeldismönnunum. Þau sluppu lífs en lífshættulega slösuð. Þessar árásir áttu sér stað í nokkrum mis- munandi hverfum borgarinnar. „Árásarmennirnir notuðu járn- stengur og trékylfur til að berja konuna ítrekað í höfuðið með þar til hún lést," segir lögregluforing- inn Francisco Pereira í samtali við CNN og bætir því við að konan hafi verið um 40 ára gömul. Hann segir að árásin sé svipuð þeim sem áttu sér stað á fimmtudag í síðustu viku þar sem fjórir menn voru barðir til dauða og sex aðrir alvar- lega slasaðir. öll fórnarlömbin voru á milli fertugs og fimmtugs. Pereira segir að engin vitni hafi fundist að þessum árásum og enn hafi enginn verið handtekinn vegna þeirra. Átök innbyrðis eða bulliur Af þeim sex sem slösuðust á fimmtudag dó einn af sárum sínum um helgina. Rannsókn lögreglunnar beinist að því hvort um innbyrðis- átök sé að ræða meðal heimilis- lausra í borginni eða hvort bullur og sjálfskipaðir lögverðir séu hér að verki. Hundruð heimilislausra sofa á götum út í miðbæ Sao Paulo á hverri nóttu. Á mótmælafundi gegn þessum morðum sem haldinn var fyrir fram- an kaþólsku dómkirkjuna lýsti borg- arstjórinn, Marta Suplicy, yfir þriggja daga sorg í borginni. „Ég skora á alla að standa vörð um líf heimilislausra. Við verðum að binda enda á þessa atburði," sagði Suplicy. Blóð hefur sett blett á borg- ina Séra Julio Lancellotti kaþólskur prestur sem annast athvarf fyrir heimilislausa í borginni segir að fjöldamorðin hafi skaðað ímynd borgarinnar. „Blóðið hefur sett blett á borgina okkar," segir Lancellotti. Og Edsiso Simoes Souto formaður mannréttindanefndar lögmannafé- lagsins í borginni segir að morðið sýni hve illa brasilískt samfélag eigi með að þola það fólk sem það hefur hafnað. Dómsmálaráðherra lands- ins segir að rannsókn málsins hafi algeran forgang í kerfinu og ekkert verði til sparað að ná þeim sem standi fyrir árásunum og morðun- um. Sporin hræða Fyrir rúmlega áratug eða 1993 kom svipað mál upp í Sao Paulo. Þá var ráðist á 50 heimilislausa og voru átta þeirra myrtir. Sex menn, allt lögreglumenn, voru handteknir vegna þessa máls en þeir notuðu frí- vaktir sínar til að vinna svart sem öryggisverðir. Þrír úr þessum hópi voru síðar dæmdir fyrir morðin. Yfirvöld í Sao Paulo hafa gert mikið síðan þá í að fegra ímynd borgarinnar og reyna að gera hana að svipaðri miðstöð skemmtunar og menningar og Rio de Janeiro. Þessi morðalda hjálpar þeim lítið í þeirri viðleimi. Norska lögreglan stendur á gati Sænskt gengi sagt hafa stolið Ópinu og Madonnu Orðrómur gengur nú fjöllunum hærra í sænska glæpa- heiminum að sænskt gengi listaverkaþjófa ® hafi staðið að baki rán- inu á Ópinu og Madonnu, tveimur af þjóðargersemum Norð- manna. Örfáum tímum eftir að ránið átti sér stað komst þessi orðrómur á kreik, að sögn Ekstra Bladet í Danmörku. Fjögur ár eru síðan vopnaðir ræningjar stálu þremur verkum frá Þjóð- arsafninu í Stokkhólmi. Fyrrum ríkislögreglustjóri Svíþjóðar, Tommy Lindström, segir í samtali við norska blaðið VG, að vel geti ver- ið að um sömu menn sé að ræða nú. Sænska rann- sóknarlögreglan hefur þegar náð sambandi við nokkra aðila í sænska glæpaheim- inum sem segjast hafa upplýsingar um málið og að þær upplýsingar geti leitt til þess að ránið upplýsist. Aðilar í glæpa- heiminum í Osló hafa einnig reynt að hjálpa lögregl- unni en þau spor vísa í margar áttir. Stjómvöld hafa beðið ræningjanna um að skemma ekki listaverkin. ^-SSiSísll • __ M ■■ Ópiö Sænskt gengi sagt hafa stolið Ópinu viltu máltíð sem inniheldur færri en 270 kcal? jCaesarsalat Fáðu þér balsamic-salatsósu með grillkjúklinga Caesarsalatinu. bragð • fjolbreytni • orka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.