Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2004, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST2004 Fréttir DV Fjöllin brún af þurrki Miklir þurrkar í sumar hafa valdið því að fjöll eru víða orðin brúnleit á Vest- fjörðum. Fréttavefurinn Bæjarins besta hefur eftir Ásthildi Cecil Þórðardóttur, garðyrkjustjóra ísafjarðar- bæjar, að gróður gæti látið enn meira á sjá. „Óvenju mikil sól hefur verið í sum- ar og þess vegna er gróður meira brunninn því það hefur oft ekki rignt í tvo mánuði en þetta eru harð- gerar plöntur og ættu því að þola þetta. Þetta ætti ekld að hafa langvarandi áhrif en ef ekki fer að rigna fljótlega getum við búist við því að gróður láti enn meira á sjá.“ Skemmdar- vargurvó að örygginu Sprautað var úr einu duftslökkvitækjanna sem staðsett eru í Vestfjarða- göngunum um helgina. Ennþá var duft í loftinu á þessum stað í göngunum þegar lögregla kom á vett- vang. Ekki er ljóst hver á sök á þessu, en ljóst er að engin ástæða var fyrir þessu upp- átæki. Að sögn lögreglu hef- ur væntanlega sá sem verknaðinn ffamdi talið sér trú um að hann eða honum nákomnir þurfi aldrei á þessu öryggi, sem slökkvi- tæki í jarðgöngunum er, að halda. En enginn getur ver- ið viss um það. Vaxtalækk- un á skulda- bréfum Mikil viðskipti voru á skuidabréfamarkaði í gær eða fyrir 17 milij- arða. Ávöxtunarkrafa íbúðabréfa lækkaði mik- ið í kjölfar tilkynningar KB Banka um að bjóða lán tU fasteignakaupa á lægri vöxtum en íbúða- lánasjóður. MarkaðsaðU- ar reikna því með minnkandi framboði íbúðabréfa en líklegt er að markaðshlutdeild íbúðalánasjóðs muni fara lækkandi á næst- unni í kjölfar harðnandi samkeppni. Greiningar- deUd KB Banka segir frá. Bill Clinton og Hillary kona hans voru í bænum í gær. Bill faðmaði börn og forsæt- isráðherra, keypti sér skálar, bækur og pylsu. Hann talaði aðeins um alþjóðapóli- tíkina og þá amerísku. Hann þakkaði konu sinni stuðninginn við sig en segir að nú sé röðin komin að henni. Heilsaði öllum Clinton lét góðfúslega mynda sig með öllum þeimsemþað vildu. „írak er erfitt mál og við hefðum átt að leyfa eftirlitsmönnunum að vinna sína vinnu. En við erum þar sem við erum og verðum að láta hlutina ganga upp þar" En styð hana næstu 27 árin „Ég styð allt það sem hún vill," sagði Bill Clinton spurður um það hvort hann gerði ráð fyrir að verða forsetafrú í Bandaríkjun- um. „Hún studdi mig í 27 ár og ég ætla að styðja hana í 27 ár. „Við erum að reyna að hjálpa John Kerry núna,“ sagði Clinton. Á ÞingvöUum sagðist Clinton aUtaf hafa vUjað koma þangað. Hann fékk leiðsögn frá Sigurði Lín- dal sem hann var mjög ánægður með. „Guð, hvað þetta er faUegt," sagði CUnton þegar hann horfði yfir Þingvelli. „ísland og saga þess hefur aUtaf verið fyrir mér fyrirmynd um hvað það þýðir að vera frjáls þjóð," sagði Clinton. Hann var ánægður með það fyrirkomulag úr sögu ís- lands að þingið hittist bara tvær vik- ur á ári. „Það hefði verið miklu létt- ara,“ sagði hann og hló hátt. Al-Kaída helsta ógnin Á pólitísku vígstöðvunum sagði Clinton að hann teldi að al-Kaída og bin Laden væru stærsta öryggisógn- in við heiminn og það yrði að koma Afganistan í lag. Hann þakkaði ís- lendingum framlag sitt tú þess. „frak er erfitt mál og við hefðum átt að leyfa eftirlitsmönnunum að vinna sína vinnu. En við erum þar sem við erum og verðum að láta hlutina ganga upp þar,“ sagði hann. Hann varaði Evrópubúa við því að dæma Bandaríkjamenn af verkum ríkis- stjórnar Bush og varaði menn við að dæma ríkisstjórnina eingöngu á fraksmálum. „Við verðum að vinna saman, það er ekkert val,“ sagði hann. Keypti pulsu Það varð uppi fótur og fit miðbænum þegar Biif Clinton ákvað að fá sér göngu þar. Hann gekk yfir Austurvöll og keypti bækur í Ey- mundsson. Hann gekk svo eftir Austurstræti og upp á Vesturgötu þar sem hann fór inn í verslunina Kirsubeijatréð. Þar keypti hann sér skálar sem búnar eru til úr þurrkuðu grænmeti. „Er þetta ekta?“ þríspurði hann afgreiðslukonuna. Hún kikn- aði í hnjáliðunum. Eftir þetta kom hann við í lista- safni Reykjavíkur þar sem hann skoðaði meðal annars Errósýningu. Hann labbaði Tryggvagötuna og þegar hann kom að Bæjarins bestu ákvað hann að fá sér pylsu. Eina bara með sinnepi. Davíð hressari eftir heimsókn Hann hitti Hillary konu sína í bandaríska sendiráðinu og þau fóru saman að hitta Davíð Oddsson og Ástríði Thorarensen konu hans í Skerjafirði. Þar hittust gamlir vinir og föðmuðust innilega þegar þeir hittust. Ég trúi ekki að þú hafir verið veikur. Þú lítur vel út, það er gott að sjá þig,“ sagði Clinton við Davíð Óddsson. Davíð sagðist mundu ná sér fyrr af veikindunum eftir þessa hressandi heimsókn þeirra hjóna. Áhyggur af gróðurhúsaáhrif- um Bill og Hillary ræddu forsetahjónin fyrrverandi um orkumál og hversu mikilvægt væri að Bandaríkjamenn tækju sig á í umhverfismálum og gætu lært ýmislegt af íslendingum. Clinton-hjónin hafa bæði miklar áhyggjur af ofhitnun jarðar og telja brýnt að ríki heims taki sig á til að berjast gegn henni. Á fundinum var einnig rætt um baráttuna gegn al- næmi og sagði Ólafur Ragnar eftir fundinn að hann myndi ræða við ís- lensk lyfja- og heEbrigðisfyrirtæki um það hvernig þau geti tekið þátt í vinnu Clinton-sjóðsins í þeirri bar- áttu. kgb@dv.is Eftir fund Ólafs Ragnars Gríms- í sonar og Dorritar Moussaieff með „Ég erað fara til Færeyja ájafnréttisráðstefnu ásamt fleiri góðum konum,"segir Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður. „Ég þarfað fara að drifa mig út á flugvöll. Ráðstefnan er um stöðu kvenna ípólitísku ákvörðunarferli á Vestur-Norðurlöndum. Við erum sennilega fimm eða sex íslenskar þingkonur sem erum að fara. Þetta er tveggja daga ráðstefna þarna í Færeyjum. Upphaflega ætluðum við að fara fleiri en svo erýmislegt í gangi hér sem kemur í veg fyrir að það komist fleiri."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.