Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Side 2
2 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST2004 Fyrst og fremst DV Efni _ . 12-13 Skólamir komnirá skrið Formennfram- haldsskólanna tjá sig HOKKSO i Homnni Bestu tónleiksr íslandssögunnar Valdís var djúpt sokkin Fann Jesú sukk og súludans Súpermann, Batman eða mamma? Hetjur leik- skóíabarn- SOLLA Á GRÆNUM KOSTI SÖÐLAR UM HAMINGJU- SÖM MEÐ NÝJUM MANNI r 1 Er þörfá breytingum? Léttur lífsstill www.lowcarb.is ____________________________i Bragi Árnason, prófessor í almennri efnafræöi viö Háskóla íslands, er frumkvöðuU í vetnisrannsóknum. Hann hefur þó verið lítt áberandi í þeirri umræðu og aðrir hafa stært sig af verkum hans. Hann segir fjölmiðla hér á landi hafa sýnt þessu lítinn áhuga. Stærstu sjónvarpsstöðvar heimsins halda vart vatni yfir rannsóknunum og keppast við að gera þætti um hann. Bragi hefur hlotið óskarinn á tæknisviðinu. Bragi Árnason, prófessor í almennri efnafræði við Háskóla fs- lands, er mikill frumkvöðull vetnisrannsókna í heiminum. Árið 1977 birti hann hugleiðingar sínar um orkumál og framtíðar- möguleika íslendinga á því sviði. Hann setti fram hugmyndir um að nýta vetni sem orkugjafa í staðinn fyrir bensín og olíu. Hann sá fyrir sér að ísland gæti framleitt alla þá orku sem þyrfti á bfla- og skipaflota landsins. Flestir hlógu að honum þá og gáfu lítið fyrir þessa draumóra hans. Fyrsta vetnisstöð landsins hefur verið opnuð hér á landi og Strætó hefur flutt inn vetnisvagna. Mikill árangur hefur náðst í þessum í rannsóknum og ýmsir þingmenn eru duglegir við að stæra sig af þessum árangri. Fáir vita hver Bragi er hér á landi en erlendis er hann kallaður „pro- fessor hydrogen" og hafa hundruð milljónir manna hlustað á prófess- orinn lýsa hugmyndum sínum um framtíðarsýn. En finnst honum sjálf- um hann hafa gleymst í þessum miklu vetnisumræðum sem þó eru einungis rétt að byrja? „Nei það held ég ekki. Ég er nátt- úrulega ekki þingmaður sem er að passa upp á atkvæðin eða neitt svo- leiðis. En mér finnst sumt af því sem menn eru að segja vera hálfgert bull sem sagt er af mikilli vanþekkingu. „Ég er náttúrulega ekki þingmaður sem er að passa upp á at- kvæðtn eða neitt svo- leiðis. En mér finnst sumt afþví sem menn eru að segja vera hálf- gert bull sem sagt er af mikilli vanþekkingu." Það er sjálfsagt ekkert við því að gera, það vita ailir hvernig þetta er og ég hef engar áhyggjur af því,“ seg- ir Bragi sem hefur stundað þessar rannsóknar í um 30 ár. Erlendir þættir um Braga Braga finnst íslenskir fjölmiðlar hafa sýnt rannsóknum sjnum h't- inn áhuga sem er óneitanlega nokkuð rétt hjá honum því hann hefur ekki beint verið áberandi á skjánum. „Allar stærstu sjónvarpsstöðvar heimsins eru búnar að koma og gera þætti um þetta. Ég get ! nefnt BBC, CBC í Kanada, ABC í Ástralíu, CNN, Discovery channel, japanskar stöðvar og svo er það urmull af evr- ópskum stöðvum. Þetta eru allar stærstu sjón- varpsstöðvar heimsins," segir Bragi sem er óneitanlega nokkuð hógvær og ekki mikið að stressa sig yfir hlutun- um. í slagtogi við Gorbatsjov Bragi segist vissulega hafa byrjað mjög snemma að rannsaka þessi mái og að það sé ekki síst vegna þess hve aðstæður eru sérstakar hér á landi að áhuginn kviknaði. í dag séu þeir uppi í háskóla að skoða geymslu á vetni og hvernig megi nýta jarðhitann hér á landi í kring- um það. Hann segist sífelit vera að svara spurningum erlendra frétta- manna og skrifar mjög mikið í er- lend tímarit. „Það er til alþjóðlegt apparat sem heitir Green Cross sem Gorbatsjov stofnaði fyrir nokk- uð mörgum árum. Þeir hafa nú ákveðið að gefa út tímarit tvisvar á ári sem kemur út samtím- á sex tungumál- um og heit- tr upumist. hg var DeOtnn að skrita grein í fyrsta heftið," segir Bragi sem er í nokkuð góðum félagsskap þar. „Gorbatjov skrifar í blaðið, forseti Brasih'u, forseti Portúgal, borgar- stjórinn í Barcelona, Simon Peres og Ted Turner sem stofnaði CNN. Þetta er því ágætis hópur manna." Fékk óskarinn í tækniheimin- um Bragi hefur einnig haft nóg að gera í því að taka við ýmsum viður- kenningum og verðlaunum. Hann hefur hlotið íslenskan og þýskan riddarakross og heiðursverðlaun frá Nýorku. „Svo fékk ég viður- kenningu frá World Technology sem er svona óskarinn á tækni- sviðinu og nú síðast var það viðurkenning j Japan á 1100 manna samkomu. Ég er því ekkert að kvarta yfir of lítilli at- i,“ segir Bragi Arnason vetnis- maður að lokum. breki@dv.is hygh Bragi Árnason Erfrumkvöðull I vetnisrannsóknum en hefurfengið litla athygli íslenskra fjölmiðla ámeð an stærstu sjónvarpsstöðvar heims keppast um að gera þætti um hann. Hljómsveitirnar Múm og Slow Blow halda saman tónleika í kvöld og annað kvöld i Hafnarfirði Tónlistarlegur stórvtðburður í Bæjarbíói „Þetta verður mjög spennandi, hljómsveitin er búin að breytast mikið síðan fyrir tveimur árum og við erum búin að vera að spila um alla Evrópu, í Bandaríkjunum og í Japan. Síðast þegar við spiluðum á höfuðborgarsvæðinu spiluðum við í Þjóðleikhúsinu. Það var frábært að spila þar en bara aðeins of há- tíðlegt. Núna langaði okkur til að hafa svolítið öðruvísi stemningu, svona lítið og notalegt," segir Örvar Smárason liðsmaður Múm en hljómsveitin mun ásamt Slow Blow halda tvenna tónleika um helgina í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Fyrri tónleikarnir verða í kvöld og seinni tónleikamir á sunnudaginn. Mikill vinskapur er á milli hljómsveitanna. Orri, annar helm- ingur SlowBlow, stjórnaði upptök- um á síðustu plötu Múm og sveit- irnar spiluðu saman seinni hluta Bandaríkjatúrsins. Það er ekki nema sanngjarnt að við hérna á ís- landi fáum að heyra aðeins í sveit- unum sem njóta mikillar virðingar í útlöndum. „Senan er ekkert að plebbast upp hérna á íslandi. Það kemur manni skemmúlega á óvart. Tón- list eins og okkar sem er kannski svolítið á kantinum, ef svo má að orði komast, virðist ekkert vera einhver bólan heldur er ennþá mikil orka í kringum þetta og mik- ið að gerast. Mér finnst það frábært því það verður að vera fjölbreytni á tónústarmarkaðnum." Þótt Múmliðar séu ekki Birgitta Haukdal þá lifa þau þrjú sem skipa kjarnann í Múm, Örvar, Gunnar og Kristín, á tónlistinni og hafa gert það síðustu ár og haft það nokkuð gott. „Sem betur fer því það er svo mikið að gera í þessu að maður hefur ekki tíma í mikið annað," segir Örvar sem hlakkar mikið til að spila í 'Bæjarbíói með hljómsveit sinni og þeim Slow Blow-félögum. Það er í síðustu forvöð að sjá Múm því örvar segir að þau ætli að taka sér gott hljómsveitarfrí eftir tónleikana um helgina. „Við erum búin að vera að spila alveg stöðugt síðan platan kom út þannig að núna er kominn tími til að leggja sig.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.