Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Side 3
DV Fyrst og fremst LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST2004 3 Þjóðminjasafn íslands verður opnað með viðhöfn á miðvikudag. Daginn eftir getur almenningur vitjað þjóðminja sinna í nýju umhverfi, Margrét Hallgrímsdóttir er þjóðminjavörður. Aliö lí víðsýni og samkennd, ekki þjoðpembu Fatahengi og salerni gesta safnins a fyrstu hæð Gólfíð varlækkað svo nú er hátt til lofts. „Grunnsýningin fjallar um sögu íslands, frá landnámi til dagsins í dag," segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður. „Við bregðum upp ákveðinni mynd af sögunni en okkar er ekki að túlka hana. Við vilj- um að sýningin hreyfi við fólki og vekji það til umhugsunar. Við brjót- um upp hina hefðbundu skiptingu íslandssögunnar í tímabil, hér verða tvær aldir skoðaðar í senn frá ýmsum sjónarhólum, svo sem at- vinnulífi, búsetuskilyrðum, list- sköpun, viðburðum, einstaklingn- um og lykilgripum þeim sem tákn- rænir eru fyrir hvert tímabil. Grunnspurningin er einfaldlega: Hvernig verður þjóð til? Fjórtán margmiðlunarstöðvar eru á grunn- sýningunni, þar safnast þekkingin fyrir jafnt og þétt. Vonandi verður safngestum ljóst hve litríka og margbreytilega sögu og menning- ararf við eigum, ekki bara nú og í gamla daga, heldur samhengið og keðjuna. Þannig getur sýningin vonandi stuðlað að aukinni víðsýni, þekkingu og hvatt til frekari sköp- unar í list og hönnun. Við ölum ekki á þjóðrembu heldur víðsýni og samkennd." Sérsýningar Margrét segir þrjár til fjórar sér- sýningar fyrirhugaðar í Bogasal á ári. „Þar verða þrívíðar sögusýning- ar af ýmsu tagi. Þar opnum við í næstu viku með sýningunni „í eina sæng", brúðkaupssiðum íslendinga í gegnum tíðina. Á fyrstu hæðinni verður nýr myndasalur Þjóðminja- safns, ljósmyndaarfinum verða gerð skil í fjórum, jafnvel fleiri, sýn- ingum á ári. Þar er opnunarsýning- in „Mótun ljósmyndunar á fslandi" elsti menningararfur okkar á því sviði. Á sömu hæð er veitingastofa og safnbúðin, en hún hefur verið stækkuð mikið. Þar verður ný fram- leiðsla minjagripa til sölu en hún hefur verið unnin í samvinnu við Listaháskóla íslands og Nýsköpun- arsjóð, en hún endurspeglar að sjáífsögðu safnkostinn." Stefnubreyting á söfnum og sýningum Inn af grunnsýningunni hefur verið komið upp sérstakri aðstöðu fyrir safngesti. „Hér fer skemmti- menntunin fram,“ útskýrir Mar- grét. „Gestir snerta hluti, leysa þrautir og prófa tól og tæki. Safn- fræðsla fyrir grunn- og fram- haldsskólanema verður einnig mjög öflug og miðuð við námskrár. Þegar nýtt starfsfólk var ráðið til starfa við leiðsögn hér og öryggis- gæslu höfðum við margt í huga, réðum karla og konur á öllum aldri og með fjöl- breytta menntun. í Þjóð- minjasafni verður tekið á móti gestum á íslensku, færeysku, dönsku, ensku, ítölsku, spænsku, rússnesku og Æf pólsku, svo nokkuð sé f fflml* nefnt. Sögu Þjóð- minjasafnins í 140 ár höfum við í hávegum, byggj- um á henni og höfum að leiðarljósi þegar við horfttm til framtíð- ar,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörð- ur. Hver hengir upp allar þess- ar myndir (þráðbeinni röð fyrir miðvikudaginn? | Ekki mátti mynda hvar sem er í j Þjóðminjasafninu Starfsmenn vilja \koma þjóðinni á óvart i næstu viku. 9 | Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- j minjavörður „Bregðum upp mynd af 1200 ára sögu þjóðarinnar en 1 túlkum hana ekki.“ Kerrang rokktónlistarverðlaunin voru afhent í gær. Mínus voru tilnefndir en hlutu ekki verðlaun. Slash sigraði Mínus Okkar menn í Mínus voru tilnefnd- ir sem bestu erlendu nýliðarnir ásamt sveitunum The Ras- mus, Velvet Revolver, Brand New og My Chemical Romance. Það fór svo að hljóm- sveitin Velvet Revol- ver hreppti verðlaun- in sem þarf kannski ekki að koma mörgum á óvart enda valinn maður í hverju rúmi. Gítarleikarinn Slash, sem er þekktastur fyrir störf sín með Guns N’ Roses, fer fyrir sveitinni ásamt nokkrum fyrrum meðlimum sveitarinnar og fyrrum söngvara Stone Temple Pilots. Breska hljómsveitin Darkness var kosin hljómsveit ársins og besta hljómsveitin á tónleikum. Metallica var svo valin besta hljómsveit í heimi og Muse fékk verðlaun fyrir bestu plötuna. Þegar margir rokkar- ar koma saman er yfirleitt drukkið talsvert af áfengi og sú var raunin nú. Sagan segir að einhver 1000 staup af Absinthe hafi runnið niður, tæplega 500 flöskur af léttvíni, um 6000 h'trar af bjór, 150 h'trar af vodka og 100 flöskur af kampavíni. Mínus verður áfram í Bretlandi eitthvað fram í næsta mánuð en þeir leika á Reading-tónlistarhátíðinni nú um helgina og taka svo nokkra tónleika eftir það. Síðan er ný plata í burð- arliðnum hjá þeim og er von á henni einhvern tíma á næsta ári ef allt gengur að ósk- um. Björk og Kelis í sömu sæng Lag Bjarkar Oceania gengur nú manna á milli á netinu í nýrri út- setningu. í fyrstu héldu margir að um grín væri að ræða en þar syngja Björk og söngkonan Kelis lagið saman. BlaðafuUtrú- ar Bjarkar hafa nú staðfest að þetta sé rétt en margar útgáfurvorugerð- ar af laginu þegar upptökuferlið stóð yfir. Mörg- um þykir þetta vera heldur sér- stakur dúett þar sem söngkonumar eru svo að segja algerlega á sitthvorum enda poppsins. Þær munu hins vegar hafa kynnst á tískusýningu í London á síðasta ári og í kjölfarið var ákveðið að halda sambandi. Málin þróuðust svo á þann veg að Kelis söng lagið ásamt Björk í einni útgáfunni. Hægt er að nálgast lagið á net- inu en ekki stendur til að gefa lagið út. pið umhclgin3 Leðursófasett 3+1+1 >æ?(U I e Ví u II Sértilboð Homsófi m/tungu H&qqol- ^BaMsvxi 2ja ára ábyrgð Einragboröog stólar úr beyki III Fallegteldhúsborö úr kirsuberjaviði Vandaður slökunarstóll með sllitsterku áklæði og skemli Verð m/leðri kr. 53.000.- Verð áður kr. 73.000.- Sterkireldhússtólar úrkirsuberjaviði Sértilboð ymjgr Þú gerir ekki betrí kaupl Úrval af eldhúsborðum og stólum á frábæru verði! Vandaðir hollenskir borðstofustólar áfrábæruverði! Ótrúlegt úrval á útsölunni - sófar, sófasett, hornsófar, borðstofusett, stólar, veggsamstæður, kommóður og margt fleira. iBlhús m/Bycast áferð! úsqöqn Ármúla 8 - 108 Reykjavík Komdu núna og gerðu frábær kaup 1 Sími 581-2275 ■ 568-5375 J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.