Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST2004 Helgarblað DV FRÉTT VIKUNNAR Andóf kvenna í Fram- sókn „Það er hið hefðbundna karl- læga mynstur sem ræður í stjórn- málum á Islandi. Árni Magnússon á að fá sinn frama. Konu er fórnað fyrir karl.Hefð- bundin karlapóli- tik ræður." Ari Trausti Guðmundsson jarð- fræðingur. „Lækkun vaxta á íbúðar- lánum. Það eru tví- mælalaust mestu tíð- indin að KB banki skuli hafa riðið á vaðið og boðið ibúða lán á lægri vöxt- um og allir aðrir hafi fylgt á eftir. Við eigum eftir að sjá að það mun hafa miklar afleiðing- ar og áhrif. Það er stærsta þjóðfélagslega umbótin sem við sáum skella á okkur í síð- ustu viku." Jón Baldvinsson framkvæmda- stjóri. Stökkið í Aþenu „Árangur Þóreyjar Eddu á ólympíuleikun- um er frétt vikunnar. Mjög ánægjuleg og skemmti- leg frétt. Frábær ár- angurhjáokk- ar konu, til sóma fyrir allar íslenskar konur og sýnir að enn erum við fremst I þessari grein." Sveinbjörg Þórhallsdóttir dansari. Athyglisverð þróun í Framsóknarflokknum „Mál framsóknar- ^ kvennaogséi kennileg meðferð á SivFrið- leifsdóttur héltáfram að vera það frettnæm- astahérinn- anlands. Siv gerði allt sem ætlast var til af henni og naut þess i engu. Árni átti að víkja. Hann fær sín tækifæri út og suður i lífinu, það þarf ekki að hafa áhyggjur afþví. Dóri hefur verið hallærislegur i þessu máli, en tími Sivjar á eftir að koma. Hún er ákveðin kona og veit hvað hún vill og mun ná sínu fram." Ingunn Ásdísardóttir háskóla- nemi. Clinton og heimsins lystisemdir „Mér fannst athyglisverðast að Clinton skyldi fá sér pylsuna bara með sinnepi. Það sýndi stór- undarlegan smekkað nota ekkipyls- una með öllu sem gefst, njóta ekki heimsins lystisemda þegar færið gafst. Athyglisvert að hann skuli vera svona hrifínn að sivölum og ilöngum hlutum." Gunnar Helgason leikstjóri. James Brown, ‘king of soooul’ lenti í gær, árla morguns, á Keflavíkurflugvelli með Flugleiða- vél frá New York. Organdi tónleik- ar standa fyrir dyrum í kvöld í Laugardalshöll. Ströng fyrirmæli voru fyrirliggjandi, tónleikahald- arar máttu einungis kalla til einn fjölmiðlamann - aðeins eitt viðtal. Friðþjófur Sigurðsson, sem eng- inn þekkir undir öðru nafni en „Diddi djöfuir, er einn aðstand- enda tónleikanna. Hann segir að James Brown hafi komið öllum f opna skjöldu þegar hann birtist á flugvellinum: „Karlinn var svona stjarnfræðilega hress. Hann vissi ekki hvað hann hét. Æ fíl gúdd og allir taktarnir á hreinu.“ En fyrir lá að aðeins eitt yrði viðtalið, sem taka átti nánast á leið inn í svítu Browns á Nordica Hotel. „Já, hann fer ekkert út úr herberginu. Engar myndatökur leyfðar, ekki neitt," segir Diddi og sér mest eftir því að hafa ekki get- að sýnt sinn mann sem víðast. En áhorfendur RÚV sáu viðtalið í Kastljósinu í gærkvöldi en þar mun James Brown hafa komið fyr- ir sjónir sem lítill & skrítinn karl og afslöppuð manneskja þrátt fyrir að leika á alls oddi. Karlinn var í fantaformi þótt hann væri að koma eftir langt og strangt flug, klæddur fjólubláum glansjakka- fötum, hárgreiðslan fullkomin, með sólgleraugu og stoltur af sinni ungu eiginkonu. James Brown fer á morgun, á flug til Breúands síðdegis. Með honum er 25 manna hópur og Diddi segir vel hafa til tekist að uppfylla þær kröfur sem stjarnan setti fram. „Það erfiða í þessu, og það er ætíð það sama - alltaf virð- ist þurfa að finna upp hjólið aftur, er að við erum að halda tónleika í íþróttahúsi. Þangað þarf í hvert skipti að bjarga speglum í líkams- stærð, strauboltum, straujárnum, gufujárnum og... “ jakob@dv.is james Brown „I fil gúdd allir taktarnir á hreinu.“ James Brown mættur Lil, skrýtinn ng sflnrnfræDilegn Hundrað ára árstíð Guðmundar Böðvarssonar Skáldið ástsæla ffá Kirkjubóli fæddist þann fyrsta september 1904 og em því liðin hundrað ár frá fæð- ingu hans. Af þessu tilefni hefur Hörpuútgáfan látið Silju Aðalsteins- dóttur taka saman snoturt úrval ljóða skáldsins, skrifa lítinn formála fyrir og gefið út í lítilli dumbrauðri bók sem er hinn fallegasti gripur. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hvernig skáld Guðmundur var. í kverinu em saman komin hundrað ljóð og er raunar rétt sama hvar er gripið niður: af síðunum sækja á mann dýrðlegar hendingar og leiftr- andi myndir. Fólkið hans Guð- mundar ætíar að halda hátíð í Reyk- holti þann 3. september og verða þar lesin nokkur ljóð skáldsins, flutt verða erindi um Guðmund og skáld- skap hans og lífshlaup. Þá syngur Kammerkór Vesturlands. Því næst verða veitt verðlaun: borgfirsk menningarverðlaun og ljóðaverð- laun við hann kennd. Þeir sem ekki komast upp í Borgarfjörð geta yljað sér við kveðskapinn sem við birtum lítíð sýnishorn af, Morgunvers úr ljóðabókinni Innan hringsins: Úrdjúpum geimsins er dagurinn risinn og slær dýrlegum roöa á óttuhimininn bláan, - og lofsé þér, blessaöa llf, og þér, himneska sól, og lofsé þér, elskaða jörö, aö ég fékk aö sjá hann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.