Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST2004
Helgarblað DV
Mns iríia m
Kínverjar minnast nú aö 100 ár eru liðin frá fæðingu Deng
Xiaoping eins ástsælasta leiðtoga landsins. Deng var áhrifa-
mesti stjórnmálamaður Kína, að Maó formanni undanskild-
um, á síðustu öld og sá sem kom á nauðsynlegum endurbót-
um í efnahagslífi landsins. Kínverjar njóta nú í auknum mæli
ávaxtanna af verkum hans.
Óhætt er að segja að Deng hafi
verið áhrifamesti stjórnmálamaður
Kína, að Maó formanni undan-
skildum. Það var Deng sem kom á
nauðsynlegum endurbótum í kín-
versku efnahagslífi á tveimur síð-
ustu áratugum tuttugustu aldar-
innar og þjóðin nýtur nú í auknum
mæli ávaxtanna af verkum hans.
Deng var kjörinn „Asíumaður ald-
arinnar" af lesendum tímaritsins
Asiaweek fyrir nokkrum árum og
þar skaut hann aftur fyrir sig
mönnum á borð við Mohandas
Gandhi, Kurosawa Akira og Morita
Akio.
Á sínum tíma var talað um að
Deng ætti sér níu líf í pólitík
kommúnistastjórnar Kína aílt ffá
því hann gekk í Kommúnistaflokk-
inn árið 1924. Honum var vikið til
hliðar í menningarbyltingunni á
sjöunda áratugnum en náði aftur
inn í náðina sem varaforsætisráð-
herra 1973. Honum var aftur hent
út í kuldann af „Fjórmenninga-
klíkunni" svokölluðu þremur árum
síðar en þegar Maó formaður lést
1976 ieið ekki á löngu, eða eitt ár,
þar til Deng var kominn úr „endur-
hæfingu" og búinn að ná leiðtoga-
stöðunni í landinu.
Reif 200 milljón bændur upp
úr fátæktargildrunni
í grein í Asiaweek í tilefni af
kosningu Dengs sem Asíumanns
aldarinnar segir m.a.: „Þeir sem
búa í hinu gríðarmikla flæmi land-
búnaðarhéraða í Kína geta sannar-
lega skilið mikilleika Deng Xiaop-
ing. í óteljandi smáþorpum bjuggu
80% af hundruðum milljóna Kín-
verja að mestu í sárustu fátækt.
Heil fjölskylda skipti á milli sín
einu pari af buxum. Hola í þakinu á
litlum kofum hleypti út reyknum af
opnum eldi inni í þeim. Engir vegir
voru til staðar til að koma afurðum
bændanna á markað. Þetta voru
ekki miðaldir heldur Kína árið 1976
þegar Maó Zedong dó.
Með því að breyta lifnaðarhátt-
um bænda endurskapaði Deng
Kína á margan hátt og breytti
heiminum sem við lifum í. Hann
gerði þetta á þann einfalda hátt að
gefa bændunum aftur land sitt sem
Maó hafði upphaflega gert upp-
tækt frá landeigendunum. Bænd-
um var leyft að framleiða það sem
þeir vildu, án miðstýringar... Brátt
fóru peningar að sjást í vösum
bændanna og kofarnir breyttust í
múrsteinshús. Um 200 milljón Kín-
verjar sluppu úr sárustu fátækt
með þessu móti. Þannig tókst Deng
að rífa fleiri upp úr sárri fátækt en
nokkrum öðrum þjóðarleiðtoga
hefur tekist í veraldarsögunni."
Af bændafólki kominn
Deng fæddist inn í bændafjöl-
skyldu árið 1904 í Sichuan-héraði
og byrjaði í skóla þar sex ára gam-
all. Sem unglingur hreifst hann
með mikilli þjóðernishyggju sem
geisaði i landinu eftir fyrri
heimsstyrjöldina. Hann vildi hefja
iðnaðarnám erlendis til að hjálpa
svo til við uppbyggingu landsins og
varð Frakkland fyrir valinu. Sumar-
ið 1920 flutti hann til Frakklands í
þessum tilgangi.
Deng átti auma vist í Frakklandi
því það land var í sárum eftir stríð-
ið á þessum tíma og því lítið um
störf. Og þeir Kínverjar þar sem
voru svo heppnir að fá starf þurftu
að sætta sig við helmingi lægri laun
en heimamenn. Deng vann ýmis
tilfallandi störf með stopulu námi
sínu eins og sem uppvaskari á veit-
ingahúsi, vélamaður í Renault-
verksmiðju og slökkviliðsmaður.
Hreifst af rússnesku bylting-
unni
Deng hreifst mjög af þeim hug-
myndum sem rússneska byltingin
gat af sér og hann varð einarður
marxisti á árum sínum í Frakk-
landi. Hann nam marxísk fræði
ásamt öðrum Kínverjum í Frakk-
landi á þessum árum þar á meðal
Zhou Enlai sem síðar varð forsætis-
ráðherra í Kína. Deng gekk svo i
Kínverska kommúnistaflokkinn
árið 1924.
Eftir að heim var komið á ný tók
Deng virkan þátt í baráttunni gegn
þjóðemissinnum eða Kuomintang
og Japönum á fjórða áratugnum og
hann var með í „Göngunni löngu".
Hann var framarlega í flokki í
mörgum frægum orrustum sem
byltingarher alþýðunnar háði á
þessum ámm sem enduðu með því
að byltingarherinn náði á sitt vald
Nanjing sem var höfuðborg Kuom-
intang en sá sigur olli því að Kuom-
intang flúði til Taiwan.
Frami og fall í flokknum
Árið 1956 komst Deng í hóp
helstu áhrifamanna kommúnista-
flokksins á áttunda þingi þess. Að
tillögu Maós formanns var hann
gerður að aðalritara miðnefndar
flokksins. Næstu tíu árin sá hann
um málefni nefndarinnar og hefur
sjálfur sagt að það hafi verið ein-
hver annasamasti tími ævi sinnar.
Árið 1966 fór menningarbylting-
in svokallaða í gang og stóð yfir
næsta áratuginn. Deng féll í ónáð
og 1969 vom hann og kona hans
flutt undir eftirliti til Jiangxi-hér-
aðs. Deng var sviptur öllum titlum
sínum og neyddur til að vinna sem
verkamaður á dráttarvélaverk-
stæði í héraðinu. Elsti sonur hans,
Pufang, sem þá var stúdent við
Pekingháskólann var pyntaður og
hent út um glugga á fjórðu hæð.
Sökum þessa var Pufang í hjóla-
stól það sem eftir var ævinnar.
Það var einkum fyrir tilstilli
Zhou Enlai þá forsætisráðherra
landsins að Deng var aftur tekinn
í sátt 1973 og gerður að aðstoðar-
ráðherra í Stjómarnefndinni. Það
fór hins vegar verulega í taugarn-
ar á Maó að Deng gagnrýndi ákaft
þau mistök sem átt höfðu sér stað
á tímum menningarbyltingarinn-
ar. Deng var því aftur ýtt út í kuld-
ann og átti ekki afturkvæmt fýrr
en eftir andlát Maós árið 1977.
Grunnt á hörkunni
Frá lokum áttunda áratugarins
og fram að andláti sínu á miðjum
síðasta áratug var Deng Xiaoping
æðsti leiðtogi Kína og sem slíkur
þótti hann raunsær stjómmála-
maður sem hegðaði gjörðum sín-
um í samræmi við kröfur tímans
en ekki hugmyndaff æðina að baki
flokknum. Það var þó ætíð grunnt
á hörkunni hjá Deng og nefna má
að þegar stúdentar mótmæltu á
Tiananmen-torgi vorið 1989 var
það Deng sem kallaði skriðdrek-
ana til svo brjóta mætti mótmæl-
in ábakaftur.
Af einstökum verkum verður
Dengs kannski helst minnst fyrir
farsæla yfirtöku Kína á Hong Kong.
Bráðnauðsynlegt þótti að Hong
Kong héldi sínu frjálsa hagkerfi
áfram eftir að nýlendan komst í
hendur Kína á miðjum síðasta ára-
tug. Deng skapaði þá hugtakið,
„tvö kerfi-ein þjóð“ og leyfði Hong
Kong að halda áfram eins og ný-
lendan hafði gert undir stjórn
Breta. Þar að auki kom Deng á fót
fjölda af sérstökum héruðum, eink-
um í kringum Shanghai, þar sem
frjálst markaðskerfi fékk að
blómstra, að vísu undir eftirliti
flokksins. Þetta þykir í dag vera
grunnurinn að þeirri velsæld sem
vex ár frá ári í Kína.
Og Deng má með réttu kalla
föður hins nýja Kína, þar sem rfkja
æpandi mótsagnir: nær óheft
markaðskerfi annars vegar en hins
vegar harðstjóm sem ennþá kennir
sig við kommúnisma.
Maður aldarinnar
í eftirmælum um Deng segir
m.a. í Asiaweek: „Af öllum stórum
leiðtogum síðustu aldar var Deng
sannarlega maður aldarinnar. Til
að byrja með spannaði líf hans nær
alla öldina, fæddur 1904 og dáinn
1997. Allt frá 1930 átti Deng þátt í
að skapa mannkynssöguna ffá því
að vera byltingarmaður á þeim
tíma og þar til hann endurvakti
efnahagsumbætur sínar tveimur
ámm eftir atburðina á Tiananmen-
torgi árið 1992 [...] Deng var arki-
tektinn að þeirri þjóðfélagsbyltingu
sem gjörbreytti Kína, og þar með
heiminum, til hins betra."
(Heimildir: Asiaweek, Bejing Review o.fl.)