Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Síða 11
DV Helgarblað
LAUGARDArJV Í0ÍST2OO4 11
Byrjað í haustlit-
um en svo koma
sterku litirnir
„Hér voru útsölulok aðra hetgina I
ágúst'segir Guðbjörg Hjálmars-
dóttir verslunarstjóri í Kelló.„Strax
á eftir var fyrsta haustlínan kom-
in hér í hillur ogásiár. Mér sýnist
vinsælt núnaað blanda saman
grófum og fínum efnum, grófar
buxur við ffnlegan topp t.d. en
munstraðir bolir eru llka áber-
andi. Pilsin eru alveg frá þvíað
vera örstutt niður f millisídd, frá
hnjám og niður. Hvað varðar snið
fatanna er margt í gangi eigin-
lega,jakkar halda áfram að vera
aðskornir, frekar stuttir og kven-
legir. Klasslskar, síðar ullarkápur
eru á sínum stað en kápur með
skinnbryddingum á hálsi og erm-
um eru hér líka. íbyrjun hausts
eru haustlitirnir ráðandi eins og
brúnt, drappað og út Igræna
tóna en svo kemurgrátt, svart,
bleikt, rauðbleikt, appelsínugult,
bláir tónar og rústrauðir. Þessir
litir lífga mikið upp á heildar-
myndina, “ segir Guöbjörg
Hjálmarsdóttir verslunarstjóri f
Kelló.
Mínípilsin áfram flott
við stígvél og grófar
sokkabuxur
María Einarsdóttir verslunarstjóri i Gallerí
sautján segir hausttískuna vera að detta
/ ' inn Iversiunina. „Tískan er hippaleg og
alls konarponsjó eru hér til. Einnig gera
kúrekastígvéiin það gott, síð og mynstruð
pils, boliri nýju haustlitunum og víðari
gallabuxur ásamt þeim þröngu. Brúnt,
gyllt, fjólublátt og grænt eru ráðandi litir
og pilsin eru rétt við hné en mínípilsin eru
áfram fiott við stígvél og grófar sokkabux-
ur. Skemmtilegar andstæður ríkja áfram i
efnum og litum. Kápurnar eru svo í anda
sjöunda áratugarins með stórum vösum
en leðurjakkarnirná að mittinu," segir
María Einarsdóttir verslunarstjóri i Gall-
erisautján.
Leikkonan Scarlett Johansson er næsta andlit Calvirt Klein.
Hissa en heiðruð
Ný hefur verið ákveðið að
ungstirnið Scarlett Johansson
verði næsta andlit nýrrar snyrti-
vörulínu hjá hinu heimsþekkta
fyrirtæki Calvin Klein. Mun andlit
hennar því verða áberandi á
næstu mánuðum í hvers kyns
auglýsingum og bæklingum sem
koma frá fyritækinu.
Scarlett hefur verið á meðal
vinsælustu leikkvenna
Hollywood síðan hún kom frá £
kvikmyndinni Lost in Translation
á síðasta ári og segja talsmenn
»É§®
Calvin Klein að hún hafi orðið
fyrir valinu sem andlit nýju lín-
unnar vegna þess hversu gðð fyr-
irmynd hún sé. „Scarlett hefur
allt sem konur þrá og hún er
lýsandi fyrir allt það sem ungar
konur vilja vera. Hún er bæði
sjálfstæð og örugg með sjálfa sig
fyrir utan að vera gullfalleg."
Nýjasta lfna Calvin mun bera
nafnið Eternity Moment og verð-
ur hún rækilega kynnt til sögunn-
ar í næsta mánuði. Samningurinn
á milli leikkonunnar og snyrti- og
tískuvöruframleiðendans
tryggja leikkonunni mikla íjár-
muni en ekki hefur verið gefið
upp hversu mikið. „Þetta er mikill
heiður fyrir mig og ég verð að
segja að það kom mér nokkuð á
óvart þegar þeir leituðu til mín
með þessa hugmynd sína,"
sagði Scarlett um samning-
inn.
1 he/ður að verða nýjasta andh
I Calvin Klein.
HReyrmG
Faxafeni 14
568 9915
www.hreyfing.is
Betra
Form
li kl. 12 og 16 bjóðum við þér að koma í
Hreyfingu og hitta ráðgjafa okkar.
í sameiningu finnum við
námskeið sem hentar þér.
lel
iöi^1
Betra form
Ágústa Johnson hefur stjórnað þessu þekkta og sígilda námskeiði óslitið
í 15 ár. Ástæða vinsældanna er einföld: Ótrúlegur árangur þátttakenda og
stöðug framþróun. Þessi námskeið eru fremst í sínum flokki.
Komdu og vertu með!
Unglinganámskeið
Þessi fjörugu og skemmtilegu námskeið eru ætluð ungu fólki á aldrinum 13-16 ára
sem vill létta sig og komast í form. Fjölbreytt hreyfing og töff tónlist. Námskeiðið
er háídlð vegna gríðáflegfaFeftTrsjpurnarí
Við kynnum námskeiðin okkar
fyrir þ/<j/
Frúarleikfimi
Það jafnast ekkert á við hina sígildu leikfimi. Þessar gömlu og góðu
æfingar sem alltaf standa fyrir sínu. Frúarleikfimin byggir á vönduðum og
rólegum styrktar- og teygjuæfingum. Ekkert hopp og engir pallar.
Allir sem koma í heimsókn í dag og skrá sig á námskeið
taka þátt í happdrætti og geta unnið frítt námskeið.
KorvtcJu i Hre/firiQu i (ijöt'u^t
opið húS i rPaCj
tvfiHi It/uldCdirt 12 o<J hj.
Kynntu þér úrval 8-vikna námskeiða sem
verða í boði í vetur.
Jóga
Öðlastu innri ró með jóga. Þjálfaðu líkama og sál með slökun, öndun og góðum
teygjum. Jóganámskeið Hreyfingar byggja á góðum teygjum og styrktaræfingum,
sem auka úthald og liðleika.
Stott Pilates
Þessi námskeið fara eins og eldur í sinu um heiminn. Þau byggjast á mjög
árangursríkri þjálfun sem miðar að því að styrkja miðju líkamans og þjálfa
fagurmótaða vöðva án massa. Þjálfaðu flatan maga og grönn læri
með Stott Pilates.